Jafnlaunavottun fyrirtækja líklega frestað um 12 mánuði Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2018 06:00 Um áramótin flytjast jafnréttismál frá velferðarráðuneytinu til forsætisráðuneytisins. Fréttablaðið/GVA Vinna er hafin í ráðuneytinu til að gefa fyrirtækjum aukinn frest til að klára jafnlaunavottun sem átti að lögfestast um áramótin og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru miklar líkur taldar á því að velferðarráðherra heimili að fresta gildistökunni um heilt ár. Aðeins 11 prósent þeirra 140 fyrirtækja sem verða að vera búin að uppfylla jafnlaunastaðalinn, hafa uppfyllt hann nú þegar. Nærri 130 stór fyrirtæki hér á landi muni ekki klára jafnlaunavottunina fyrir áramót. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægast að langflest stóru fyrirtækjanna séu í ferli við að klára jafnlaunavottunina. Hins vegar séu aðeins tvö fyrirtæki sem sinni faggildingunni eins og staðan er í dag og því ærið verkefni að öll fyrirtæki fái jafnlaunavottun fyrir áramót. „Við vöruðum við því á sínum tíma að þetta væri tímafrekt og flókið ferli sem fyrirtækin þurfi að fara í til að uppfylla jafnlaunavottunina. Sú spá okkar er að raungerast nú. Hins vegar skiptir mestu máli að stóru fyrirtækin eru öll annaðhvort búin að fá jafnlaunavottun eða eru í vinnu við það að uppfylla staðalinn,“ segir Halldór Benjamín.Halldór Benjamín ÞorbergssonJafnréttisstofa hefur þá lagalegu skyldu í lögum um jafna stöðu karla og kvenna að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. Hins vegar virðist svo vera að stofnunin hafi ekki eftirlit með framkvæmd jafnlaunavottunar. „Við höfum ekki eftirlit með jafnlaunavottuninni. Það eru samtök aðila vinnumarkaðarins sem fengu það verkefni. Við tökum við þegar fyrirtæki hafa öðlast vottun, þá veitum við fyrirtækjum heimild til að nota jafnlaunamerkið og höldum lista yfir þau fyrirtæki sem hafa öðlast þessa vottun samkvæmt jafnréttislögum,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Nokkra mánuði tekur fyrir stór fyrirtæki að fá jafnlaunavottunina og því orðið ljóst nú í lok september að stór fyrirtæki hér á landi verði ekki búin að uppfylla þessar lagalegu skyldur í upphafi nýs árs. Katrín Björg segir að nú sé unnið að því innan stjórnsýslunnar að gefa þessum fyrirtækjum frest. „Það er vinna í gangi í velferðarráðuneytinu núna sem snýst um að fresta gildistökunni um ár að uppfylltum ákveðnum skilyrðum til að gera fyrirtækjum kleift að fá jafnlaunavottun innan tilskilins tíma.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. 30. ágúst 2018 15:00 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Vinna er hafin í ráðuneytinu til að gefa fyrirtækjum aukinn frest til að klára jafnlaunavottun sem átti að lögfestast um áramótin og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru miklar líkur taldar á því að velferðarráðherra heimili að fresta gildistökunni um heilt ár. Aðeins 11 prósent þeirra 140 fyrirtækja sem verða að vera búin að uppfylla jafnlaunastaðalinn, hafa uppfyllt hann nú þegar. Nærri 130 stór fyrirtæki hér á landi muni ekki klára jafnlaunavottunina fyrir áramót. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægast að langflest stóru fyrirtækjanna séu í ferli við að klára jafnlaunavottunina. Hins vegar séu aðeins tvö fyrirtæki sem sinni faggildingunni eins og staðan er í dag og því ærið verkefni að öll fyrirtæki fái jafnlaunavottun fyrir áramót. „Við vöruðum við því á sínum tíma að þetta væri tímafrekt og flókið ferli sem fyrirtækin þurfi að fara í til að uppfylla jafnlaunavottunina. Sú spá okkar er að raungerast nú. Hins vegar skiptir mestu máli að stóru fyrirtækin eru öll annaðhvort búin að fá jafnlaunavottun eða eru í vinnu við það að uppfylla staðalinn,“ segir Halldór Benjamín.Halldór Benjamín ÞorbergssonJafnréttisstofa hefur þá lagalegu skyldu í lögum um jafna stöðu karla og kvenna að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. Hins vegar virðist svo vera að stofnunin hafi ekki eftirlit með framkvæmd jafnlaunavottunar. „Við höfum ekki eftirlit með jafnlaunavottuninni. Það eru samtök aðila vinnumarkaðarins sem fengu það verkefni. Við tökum við þegar fyrirtæki hafa öðlast vottun, þá veitum við fyrirtækjum heimild til að nota jafnlaunamerkið og höldum lista yfir þau fyrirtæki sem hafa öðlast þessa vottun samkvæmt jafnréttislögum,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Nokkra mánuði tekur fyrir stór fyrirtæki að fá jafnlaunavottunina og því orðið ljóst nú í lok september að stór fyrirtæki hér á landi verði ekki búin að uppfylla þessar lagalegu skyldur í upphafi nýs árs. Katrín Björg segir að nú sé unnið að því innan stjórnsýslunnar að gefa þessum fyrirtækjum frest. „Það er vinna í gangi í velferðarráðuneytinu núna sem snýst um að fresta gildistökunni um ár að uppfylltum ákveðnum skilyrðum til að gera fyrirtækjum kleift að fá jafnlaunavottun innan tilskilins tíma.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. 30. ágúst 2018 15:00 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. 30. ágúst 2018 15:00
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59
Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29