60 laxar síðustu 12 tímana í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 27. september 2018 15:24 Stórlax úr Stóru Laxá Mynd: Árni Baldursson FB Það lítur út fyrir að hin líflega haustveiði sem veiðimenn þekkja vel úr Stóru Laxá hafi látið bíða aðeins eftir sér. Þær fréttir hafa verið að berast úr Stóru Laxá að síðustu tólf tímana sé búið að landa 60 löxum af svæðum eitt og tvö á fjórar stangir. Þetta eru veiðitölur sem unnendur Stóru Laxár þekkja vel enda er mikið sótt í þessa síðsumars daga í ánni. Það hefur verið nokkur bið á þessum göngum en þeirra er yfirleitt að vænta í lok ágúst og aðeins fram í miðjan september en að þetta bresti á á síðustu veiðidögunum er ekki svo algengt. Við fögnum því vel með þeim veiðimönnum sem hafa fengið þá ánægju að vera við bakka Stóru Laxár þegar þetta gerist. Mikið af þessum löxum eru að sögn stórlaxar sem þekkjast vel í ánni en það eru einmitt þeir sem veiðimenn sækjast í á þessum tíma. Við bíðum spennt eftir frekari fregnum af svæðinu svo ´ðeg tali ekki um myndir af þessum frábæru aflabrögðum. Mest lesið 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði
Það lítur út fyrir að hin líflega haustveiði sem veiðimenn þekkja vel úr Stóru Laxá hafi látið bíða aðeins eftir sér. Þær fréttir hafa verið að berast úr Stóru Laxá að síðustu tólf tímana sé búið að landa 60 löxum af svæðum eitt og tvö á fjórar stangir. Þetta eru veiðitölur sem unnendur Stóru Laxár þekkja vel enda er mikið sótt í þessa síðsumars daga í ánni. Það hefur verið nokkur bið á þessum göngum en þeirra er yfirleitt að vænta í lok ágúst og aðeins fram í miðjan september en að þetta bresti á á síðustu veiðidögunum er ekki svo algengt. Við fögnum því vel með þeim veiðimönnum sem hafa fengið þá ánægju að vera við bakka Stóru Laxár þegar þetta gerist. Mikið af þessum löxum eru að sögn stórlaxar sem þekkjast vel í ánni en það eru einmitt þeir sem veiðimenn sækjast í á þessum tíma. Við bíðum spennt eftir frekari fregnum af svæðinu svo ´ðeg tali ekki um myndir af þessum frábæru aflabrögðum.
Mest lesið 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði