Úrslitastund í Hæstarétti seinnipartinn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. september 2018 06:00 Ragnar Aðalsteinsson flutti mál Guðjóns Skarphéðinssonar í Hæstarétti fyrr í mánuðinum og krafðist þess að hann yrði lýstur saklaus. Fréttablaðið/Ernir Dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum klukkan 14 í dag. Búist er við sýknudómi og helst að óvissa ríki um hvort Hæstiréttur lýsi yfir sakleysi dómfelldu eins og Ragnar Aðalsteinsson gerir kröfu um fyrir sinn skjólstæðing, Guðjón Skarphéðinsson. „Ég er reiðubúinn öllu,“ segir Ragnar aðspurður um væntingar til nýs dóms, en lýsir þó aukinni bjartsýni eftir að ljóst varð að myndavélar verði leyfðar við dómsuppkvaðninguna og tekur fram að það hafi ekki gerst lengi að Hæstiréttur leyfi myndatökur við dómsuppkvaðningu, jafnvel ekki síðan dómur var kveðinn upp í sama máli árið 1980, en til eru fréttaupptökur af forseta Hæstaréttar lesa dómsorðið upp. Í málflutningi í Hæstarétti fyrr í mánuðinum virtist óumdeilt að Hæstiréttur gæti ekki kveðið upp sakfellingardóm þar sem enginn gerir slíka kröfu. En menn greinir á um hversu langt Hæstiréttur getur gengið í sýknudómi. „Það vakti nokkra athygli að ég skyldi krefjast dóms um sakleysi Guðjóns Skarphéðinssonar. Var jafnvel látið að því liggja að þar sem það hefði ekki verið gert væri það ógerlegt,“ segir Ragnar og bendir á að þetta sé alls ekki óþekkt. Hann vísar til máls Peters Fell í Bretlandi sem var lýstur saklaus af áfrýjunardómstól í Bretlandi eftir að hafa setið í fangelsi í 17 ár fyrir morð. Við dómsuppkvaðninguna sagði einn þriggja dómaranna sem kváðu upp dóminn: „Fell er saklaus af þessum hræðilegu morðum og hann á það skilið að við lýsum því yfir.“ Dómurinn hlaut mikla athygli í Bretlandi á sínum tíma, ekki síst vegna yfirlýsingar dómsins um sakleysi Fells. Mál Fells er áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálum að ýmsu leyti. Sakfellingin var byggð eingöngu á framburðum hans og sálfræðingar lýstu því síðar yfir að hann væri raðjátari (e. serial confessor) og ekkert væri að marka játningar hans. Við lok munnlegs málflutnings í Hæstarétti varð nokkur umræða um sýknudóma og sakleysi. Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, kvað ekki mögulegt að setja fram slíka kröfu enda sé bara unnt að krefjast sakfellingar eða sýknu. „Í sýknudómi felst yfirlýsing um sakleysi,“ sagði Jón Steinar til nánari skýringar. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, tók undir þetta en lýsti þó því viðhorfi að mikilvægt væri að tekin yrðu af tvímæli um að meintir atburðir sem dómurinn byggir á hefðu aldrei gerst. Ragnar mótmælti því að í sýknudómi fælist ávallt yfirlýsing um sakleysi og tók dæmi um sýknudóma þar vegna skorts á sönnunargögnum eða vafa sem skýra þurfti sakborningi í hag. Um slíkt sé ekki að ræða í því máli sem hér um ræðir. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11 Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. 12. september 2018 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum klukkan 14 í dag. Búist er við sýknudómi og helst að óvissa ríki um hvort Hæstiréttur lýsi yfir sakleysi dómfelldu eins og Ragnar Aðalsteinsson gerir kröfu um fyrir sinn skjólstæðing, Guðjón Skarphéðinsson. „Ég er reiðubúinn öllu,“ segir Ragnar aðspurður um væntingar til nýs dóms, en lýsir þó aukinni bjartsýni eftir að ljóst varð að myndavélar verði leyfðar við dómsuppkvaðninguna og tekur fram að það hafi ekki gerst lengi að Hæstiréttur leyfi myndatökur við dómsuppkvaðningu, jafnvel ekki síðan dómur var kveðinn upp í sama máli árið 1980, en til eru fréttaupptökur af forseta Hæstaréttar lesa dómsorðið upp. Í málflutningi í Hæstarétti fyrr í mánuðinum virtist óumdeilt að Hæstiréttur gæti ekki kveðið upp sakfellingardóm þar sem enginn gerir slíka kröfu. En menn greinir á um hversu langt Hæstiréttur getur gengið í sýknudómi. „Það vakti nokkra athygli að ég skyldi krefjast dóms um sakleysi Guðjóns Skarphéðinssonar. Var jafnvel látið að því liggja að þar sem það hefði ekki verið gert væri það ógerlegt,“ segir Ragnar og bendir á að þetta sé alls ekki óþekkt. Hann vísar til máls Peters Fell í Bretlandi sem var lýstur saklaus af áfrýjunardómstól í Bretlandi eftir að hafa setið í fangelsi í 17 ár fyrir morð. Við dómsuppkvaðninguna sagði einn þriggja dómaranna sem kváðu upp dóminn: „Fell er saklaus af þessum hræðilegu morðum og hann á það skilið að við lýsum því yfir.“ Dómurinn hlaut mikla athygli í Bretlandi á sínum tíma, ekki síst vegna yfirlýsingar dómsins um sakleysi Fells. Mál Fells er áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálum að ýmsu leyti. Sakfellingin var byggð eingöngu á framburðum hans og sálfræðingar lýstu því síðar yfir að hann væri raðjátari (e. serial confessor) og ekkert væri að marka játningar hans. Við lok munnlegs málflutnings í Hæstarétti varð nokkur umræða um sýknudóma og sakleysi. Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, kvað ekki mögulegt að setja fram slíka kröfu enda sé bara unnt að krefjast sakfellingar eða sýknu. „Í sýknudómi felst yfirlýsing um sakleysi,“ sagði Jón Steinar til nánari skýringar. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, tók undir þetta en lýsti þó því viðhorfi að mikilvægt væri að tekin yrðu af tvímæli um að meintir atburðir sem dómurinn byggir á hefðu aldrei gerst. Ragnar mótmælti því að í sýknudómi fælist ávallt yfirlýsing um sakleysi og tók dæmi um sýknudóma þar vegna skorts á sönnunargögnum eða vafa sem skýra þurfti sakborningi í hag. Um slíkt sé ekki að ræða í því máli sem hér um ræðir.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11 Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. 12. september 2018 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
„Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04
Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11
Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. 12. september 2018 13:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent