Erfitt er fyrir fatlað fólk að sækja rétt sinn fyrir dómstólum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. september 2018 20:00 Erfitt er fyrir fatlað fólk að sækja rétt sinn fyrir dómstólum, að mati lögfræðings, sem segir Hæstarétt ekki líta til þess að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólk hafi verið samþykktur. Öryrkjabandalag Íslands stóð fyrir málþingi í dag þar sem því var velt upp hvort félagsleg réttindi fatlaðs fólks séu í raun tryggð. Þessa daganna er verið að undirbúa heildar breytingar á almannatryggingakerfinu en áætlun ríkisstjórnarinnar er að tillaga með breytingunum verði tilbúin fyrsta nóvember næstkomandi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Það að þetta frumvarp eigi að vera tilbúið og eigi að koma fram 1. nóvember held ég að sé svolítið bjartsýnt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Þuríður segir öryrkja hafa verulegar áhyggjur af því að stjórnvöld kasti til höndum við frumvarpsgerðina vegna þess hver tíminn er naumur þar til leggja á frumvarpið fram. „Það má ekki, undir engum kringumstæðum , koma verr niður á þessu fólki en það gerir í dag, því staða fatlaðs fólks í dag hérna á Íslandi er verulega bágborin,“ segir Þuríður. Öryrkjabandalagið á fulltrúa í samráðshópi um breytt framfærslukerfi. Þuríður segir að stjórnvöld verði einnig að horfa til atvinnumarkaðarins sem verði að aðlaga sig aðstæðum öryrkja.Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingurVísir/Jóhann K. JóhannssonSigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur flutti erindi á málþinginu en hún kynnti niðurstöður meistararitgerðar í lögfræði um túlkun á jákvæðum skyldum ríkisins á sviði mannréttinda í íslenskri réttaframkvæmd með hliðsjón af réttarvernd fatlaðs fólks. Hún segir að í þróun dómaframkvæmdar síðustu ára hjá Hæstarétti, þá virðist hann veigra sér við því að fjalla um efnahagsleg, félagsleg- og menningarleg réttindi fólks meðal annars með vísan til skilyrða í réttarfarslögum. „Fatlað fólk á erfitt með að fá efnislega umfjöllun um úrlausn málefna sinna,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur. Sigurlaug segir að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólks sem þegar er samþykktur, en ekki lögfestur, ætti að nægja til þess að tryggja að Hæstiréttur myndi líta til samningsins. „Við höfum því miður einn dóm þar sem að, þar sem ekki er búið að lögfesta samninginn þá skapaði hann ekki fötluðu fólki nægilega vernd,“ segir Sigurlaug. Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Erfitt er fyrir fatlað fólk að sækja rétt sinn fyrir dómstólum, að mati lögfræðings, sem segir Hæstarétt ekki líta til þess að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólk hafi verið samþykktur. Öryrkjabandalag Íslands stóð fyrir málþingi í dag þar sem því var velt upp hvort félagsleg réttindi fatlaðs fólks séu í raun tryggð. Þessa daganna er verið að undirbúa heildar breytingar á almannatryggingakerfinu en áætlun ríkisstjórnarinnar er að tillaga með breytingunum verði tilbúin fyrsta nóvember næstkomandi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Það að þetta frumvarp eigi að vera tilbúið og eigi að koma fram 1. nóvember held ég að sé svolítið bjartsýnt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Þuríður segir öryrkja hafa verulegar áhyggjur af því að stjórnvöld kasti til höndum við frumvarpsgerðina vegna þess hver tíminn er naumur þar til leggja á frumvarpið fram. „Það má ekki, undir engum kringumstæðum , koma verr niður á þessu fólki en það gerir í dag, því staða fatlaðs fólks í dag hérna á Íslandi er verulega bágborin,“ segir Þuríður. Öryrkjabandalagið á fulltrúa í samráðshópi um breytt framfærslukerfi. Þuríður segir að stjórnvöld verði einnig að horfa til atvinnumarkaðarins sem verði að aðlaga sig aðstæðum öryrkja.Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingurVísir/Jóhann K. JóhannssonSigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur flutti erindi á málþinginu en hún kynnti niðurstöður meistararitgerðar í lögfræði um túlkun á jákvæðum skyldum ríkisins á sviði mannréttinda í íslenskri réttaframkvæmd með hliðsjón af réttarvernd fatlaðs fólks. Hún segir að í þróun dómaframkvæmdar síðustu ára hjá Hæstarétti, þá virðist hann veigra sér við því að fjalla um efnahagsleg, félagsleg- og menningarleg réttindi fólks meðal annars með vísan til skilyrða í réttarfarslögum. „Fatlað fólk á erfitt með að fá efnislega umfjöllun um úrlausn málefna sinna,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur. Sigurlaug segir að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólks sem þegar er samþykktur, en ekki lögfestur, ætti að nægja til þess að tryggja að Hæstiréttur myndi líta til samningsins. „Við höfum því miður einn dóm þar sem að, þar sem ekki er búið að lögfesta samninginn þá skapaði hann ekki fötluðu fólki nægilega vernd,“ segir Sigurlaug.
Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira