Háum fjárhæðum stolið af eldra fólki um helgina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. september 2018 18:30 Háum fjárhæðum var stolið af greiðslukortum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í öllum tilfellum nálguðust þjófarnir eldri konur í kringum verslanir. Yfirlögregluþjónn segir líkindi með öllum málunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á samfélagsmiðlum á sunnudag að upp hafi komið nokkur mál þar sem greiðslukortum hafi verið stolið af fólki og í beinu framhaldi verið reynt að taka fé út úr hraðbönkum með kortunum. Grunur leikur á að þjófarnir hafi komist yfir PIN númerin kortanna þegar þau voru notuð. „Þetta eru mjög alvarleg mál, það verður að segjast eins og er, það er hvernig ráðist er að fólki með þessu hætti,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fimm mál komu upp um helgina þar sem sérstaklega var herjað á eldra fólk og segir Skúli að þau beri öll að með svipuðum hætti. En greinilegt sé að fylgst sé með fólki meðan það verslar og þegar það notar sín greiðslukort.Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Síðan fer ákveðið leikrit af stað þar sem fólkið er nálgast úti á bílastæði til dæmis og fólk spurt til vegar eða eitthvað svoleiðis og síðan uppgötvar fólk að veskið er bara horfið,“ segir Skúli. Skúli segir að í öllum málunum hafi þjófarnir verið ansi fljótir til að koma sér í hraðbanka til þess að taka út peninga. „Þetta eru tugir þúsunda í einhver skipti og síðan sá ég í nýjasta málinu að það var á fimmta hundrað þúsund og í þessu tilviki núna um helgina að þá voru þetta konur sem voru þolendur í öllum málunum,“ segir Skúli. Rannsókn málsins er í fullum gangi en Skúli bætir því við að málin um helgina eigi sér líkindi með öðrum málum sem komu upp fyrr í sumar. „Við erum með lýsingu frá þolendum í málunum og það ver verið að herja á okkur með skipulögðum hætti eins og í þessu og bendir allt til þess að um erlenda aðila sé að ræða sem eru að herja á okkur,“ segir Skúli. Lögreglumál Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira
Háum fjárhæðum var stolið af greiðslukortum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í öllum tilfellum nálguðust þjófarnir eldri konur í kringum verslanir. Yfirlögregluþjónn segir líkindi með öllum málunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á samfélagsmiðlum á sunnudag að upp hafi komið nokkur mál þar sem greiðslukortum hafi verið stolið af fólki og í beinu framhaldi verið reynt að taka fé út úr hraðbönkum með kortunum. Grunur leikur á að þjófarnir hafi komist yfir PIN númerin kortanna þegar þau voru notuð. „Þetta eru mjög alvarleg mál, það verður að segjast eins og er, það er hvernig ráðist er að fólki með þessu hætti,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fimm mál komu upp um helgina þar sem sérstaklega var herjað á eldra fólk og segir Skúli að þau beri öll að með svipuðum hætti. En greinilegt sé að fylgst sé með fólki meðan það verslar og þegar það notar sín greiðslukort.Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Síðan fer ákveðið leikrit af stað þar sem fólkið er nálgast úti á bílastæði til dæmis og fólk spurt til vegar eða eitthvað svoleiðis og síðan uppgötvar fólk að veskið er bara horfið,“ segir Skúli. Skúli segir að í öllum málunum hafi þjófarnir verið ansi fljótir til að koma sér í hraðbanka til þess að taka út peninga. „Þetta eru tugir þúsunda í einhver skipti og síðan sá ég í nýjasta málinu að það var á fimmta hundrað þúsund og í þessu tilviki núna um helgina að þá voru þetta konur sem voru þolendur í öllum málunum,“ segir Skúli. Rannsókn málsins er í fullum gangi en Skúli bætir því við að málin um helgina eigi sér líkindi með öðrum málum sem komu upp fyrr í sumar. „Við erum með lýsingu frá þolendum í málunum og það ver verið að herja á okkur með skipulögðum hætti eins og í þessu og bendir allt til þess að um erlenda aðila sé að ræða sem eru að herja á okkur,“ segir Skúli.
Lögreglumál Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira