Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2018 16:42 Heldur eru þau nöturleg fyrstu viðbrögð við skýrslu Hannesar, sé litið til samfélagsmiðla. Þar fer meira fyrir því að menn efist um hæfi hans en að skýrslan sé rædd efnislega. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum skilaði prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson loks í gær skýrslu sinni um hrunið. Hannes hefur unnið að gerð skýrslunnar í fjögur ár eftir að Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra fól Hannesi að stýra rannsóknarverkefninu í júlí árið 2014. Var upphaflega áætlað að verklok yrðu í byrjun september 2015 en útgáfu hennar var frestað í einhvern tíma. Áætlaður kostnaður við verkefnið var metinn um tíu milljónir króna við upphaf þessarar rannsóknar prófessorsins. Sé litið til viðbragða á samfélagsmiðlum við framlagningu hennar verður ekki annað sagt en viðbrögðin séu blendin. Fáir eru til að fagna skýrslunni en þeim mun fleiri vilja efast um hæfi Hannesar til að fjalla um þetta tiltekna viðfangsefni. Og hæðast að henni sem slíkri fremur en að hún fái einhverja efnislega umræðu. Á Twitter er maður sem kallar sig Kjartan Vído sem segir: „Það er meira rætt um Magnus Falkerup á samfélagsmiðlum en skýrslu Hannesar Hólmsteins.“ Nafnið Magnús Falkerup hefur komið upp í dreifipóstum á samfélagsmiðlum, þar sem hrekklausar sálir eru varaðar við því að þar fari harðsvíraður hakkari sem muni komast inná bankabækur þeirra sem samþykkja vinabeiðni frá þeim meinta hrappi.Mistekist að losna undan klíkuskap og fáræði En, þó lítt sé um efni skýrslunnar rætt á samfélagsmiðlum er þeim mun meira rætt um tilurð hennar. Jón Trausti Reynisson ritstjóri er helst á því að galið hafi verið að fá Hannes til þessa verks. Efnið sé skýr vitnisburður um vanhæfi skýrsluhöfundarins og íslenskt klíkuræði.Jón Trausti Reynisson telur skýrsluna sem slíka skandal.Vísir/ÞÞJón Trausti er afar harðorður, segir formann Sjálfstæðisflokksins vel hafa vitað hann væri að fórna fagmennsku, hlutleysi og trúverðugleika í þágu flokksins, þegar hann ráðstafaði skattfé Íslendinga, tíu milljónum, til verksins. Á sama tíma séu þetta skýr skilaboð frá flokknum og stjórnvöldum um að spillt vinnubrögð séu umborin og ástunduð í efstu röðum, að ekki skuli takast að gera umbætur á stjórnmálunum. „Uppgjörið er fullkomnað. Helsti stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins afhendir formanni Sjálfstæðisflokksins skýrslu um hvernig útlendingar fóru illa með Íslendinga, þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd og allt hrundi. Birt í fjölmiðlinum sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins ritstýrir, en hann var seðlabankastjóri þegar bankakerfið hrundi og skýrsluhöfundurinn er margyfirlýstur aðdáandi hans. Og reikningurinn fyrir verkið, tíu milljónir króna, sendur á okkur. Á tíu ára afmæli hrunsins,“ skrifar Jón Trausti og bætir við: „Helsta niðurstaða skýrslunnar virðist vera að það hafi mistekist að innleiða fagmennsku, hlutleysi og trúverðugleika og losna undan klíkuskap og fáræði.“ Á Twitter tjáir sig annar ritstjóri sem heitir Þórður Snær Júlíusson og hann telur að hér sé verið að endurrita söguna. „Davíð Oddsson er nefndur 163 sinnum í skýrslu Hannesar Hólmsteins. Og Icesave 224. Hún er 211 blaðsíður. Ekkert verið að eyða miklu púðri í kaup bankanna á eigin bréfum, með eigin peningum, eða fordæmalausa dóma vegna þessa. Minnst á það einu sinni.“ Ein niðurstaða Hannesar Hólmsteins er sú að Bretar skuldi Íslendingum afsökunarbeiðni vegna þess hvernig þeir komu fram til að mynda með að setja á Ísland hryðjuverkalög.Davíð Oddsson er nefndur 163 sinnum í skýrslu Hannesar Hólmsteins. Og Icesave 224. Hún er 211 blaðsíður. Ekkert verið að eyða miklu púðri í kaup bankanna á eigin bréfum, með eigin peningum, eða fordæmalausa dóma vegna þessa. Minnst á það einu sinni. #endursamningsögunnar — Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) September 25, 2018 Hæðnislegur er tónninn Gylfi Magnússon, dósent og fyrrverandi fjármálaráðherra, leggur út af þessu atriði í Facebook-færslu. „Ef Bretar fara að biðjast afsökunar á framferði sínu í gegnum aldirnar þá verður það mjög viðamikið verkefni. M.a. munu þeir hafa ráðist inn í vel á annað hundrað lönd (öll ríki heims nema 22 skv. einni mælingu en hún er umdeild) og áttu um 60 nýlendur. Nú svo eru það auðvitað þorskastríðin. Á móti kemur auðvitað að þeir fundu upp fótboltann og gufuvélina og Monty Python. Og menntuðu Hannes.“Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, vekur athygli á því að Davíð Oddsson sé nefndur 167 sinnum í skýrslu Hannesar.Vísir/ValgarðurHeldur er þetta hæðnislegur tónn sem fellur í góðan jarðveg meðal Facebook-vina Gylfa. Össur Skarphéðinsson er annar fyrrverandi ráðherra sem leggur orð í belg um skýrslu Hannesar á Facebook. „Félagi Hannes Hólmsteinn dásamar einkavæðingu bankanna og fiskiauðlindarinnar sem færðu gríðarlegt fjármagn í hendur „ungra og sprækra manna í bankaheiminum“ og lofsyngur í leiðinni útrásina skömmu fyrir hrun: "...og svo fóru víkingarnir bara með þetta fjármagn út." - Ekki er að efa að hann rekur þetta rækilega í skýrslu sinni um orsakir hrunsins.“Vill að Bjarni segi af sér Almennt er þessi tónninn þegar litið er til viðbragða við skýrslunni. Ýmist hæðast menn að tilurð hennar og því hver skrifar hana eða eru beinlínis reiðir. Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri, sem óvænt komst í kastljós samfélagsumræðunnar í tengslum við mál Roberts Downey, birtir á sinni Facebooksíðu eftirfarandi:Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri er einn þeirra sem er beinlínis reiður fremur en að hann sjái nokkuð fyndið við framlagningu skýrslunnar.Skjáskot úr frétt„Í þroskuðu lýðræði væri eðlileg krafa að Bjarni Benediktsson segði af sér sem fjármálaráðherra eftir að hafa pantað og tekið við skýrslu frá sérvöldum vanhæfum aðila sem vinnur undantekningalaust í þágu stjórnmálaflokksins hans. Þessi skýrsla er nákvæmlega það sem var að íslenskum stjórnmálum og stjórnkerfi. Og að mörgu leyti verra en nokkru sinni.“Hannes dæmdur fyrirfram Einn fárra sem virðist raunverulega spenntur fyrir afurðinni og innihaldi hennar er Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður.Björn Ingi telur líklegast að menn stökkvi í skotgrafirnar fremur en að þeir lesi skýrslu prófessors Hannesar með opnum huga.Vísir/ValliEn, hann er hins vegar fullur efasemda um að Hannes muni njóta sannmælis.„Það verður spennandi að sjá hvort rannsókn prófessors Hannesar Hólmsteins á bankahruninu fær málefnalega umræðu eða hvort fylkingarnar stökkva strax ofan í skotgrafirnar. Sjaldan hafa jafn margir haft jafn miklar skoðanir á ritverki og höfundi þess fyrirfram,“ Og séu samfélagsmiðlar skoðaðir að teknu tilliti til viðbragða við skýrslunni hittir Björn Ingi naglann á höfuðið, sem í felst einskonar svar við spurningunni um hæfi skýrsluhöfundar. Mjög kósí að vera svona pilsfalda-frjálshyggjumaður á Íslandi- Kippt fram fyrir röðina til að fá æviráðningu hjá ríkinu- Fá blank check til að skrifa bara einhverja skýrslu fyrir ríkiðhttps://t.co/VqILQr0XWi— dagurbollason (@DagurBollason) September 25, 2018 Ætla rétt að vona að það sé búið að renna þessari Hannesar skýrslu í gegnum ritstuldarforritið Turnitin.— María Björk (@baragrin) September 26, 2018 Það er meira rætt um Magnus Falkerup á samfélagsmiðlum en skýrslu Hannesar Hólmsteins.— Kjartan Vído (@VidoKjartan) September 26, 2018 Hrunið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum skilaði prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson loks í gær skýrslu sinni um hrunið. Hannes hefur unnið að gerð skýrslunnar í fjögur ár eftir að Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra fól Hannesi að stýra rannsóknarverkefninu í júlí árið 2014. Var upphaflega áætlað að verklok yrðu í byrjun september 2015 en útgáfu hennar var frestað í einhvern tíma. Áætlaður kostnaður við verkefnið var metinn um tíu milljónir króna við upphaf þessarar rannsóknar prófessorsins. Sé litið til viðbragða á samfélagsmiðlum við framlagningu hennar verður ekki annað sagt en viðbrögðin séu blendin. Fáir eru til að fagna skýrslunni en þeim mun fleiri vilja efast um hæfi Hannesar til að fjalla um þetta tiltekna viðfangsefni. Og hæðast að henni sem slíkri fremur en að hún fái einhverja efnislega umræðu. Á Twitter er maður sem kallar sig Kjartan Vído sem segir: „Það er meira rætt um Magnus Falkerup á samfélagsmiðlum en skýrslu Hannesar Hólmsteins.“ Nafnið Magnús Falkerup hefur komið upp í dreifipóstum á samfélagsmiðlum, þar sem hrekklausar sálir eru varaðar við því að þar fari harðsvíraður hakkari sem muni komast inná bankabækur þeirra sem samþykkja vinabeiðni frá þeim meinta hrappi.Mistekist að losna undan klíkuskap og fáræði En, þó lítt sé um efni skýrslunnar rætt á samfélagsmiðlum er þeim mun meira rætt um tilurð hennar. Jón Trausti Reynisson ritstjóri er helst á því að galið hafi verið að fá Hannes til þessa verks. Efnið sé skýr vitnisburður um vanhæfi skýrsluhöfundarins og íslenskt klíkuræði.Jón Trausti Reynisson telur skýrsluna sem slíka skandal.Vísir/ÞÞJón Trausti er afar harðorður, segir formann Sjálfstæðisflokksins vel hafa vitað hann væri að fórna fagmennsku, hlutleysi og trúverðugleika í þágu flokksins, þegar hann ráðstafaði skattfé Íslendinga, tíu milljónum, til verksins. Á sama tíma séu þetta skýr skilaboð frá flokknum og stjórnvöldum um að spillt vinnubrögð séu umborin og ástunduð í efstu röðum, að ekki skuli takast að gera umbætur á stjórnmálunum. „Uppgjörið er fullkomnað. Helsti stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins afhendir formanni Sjálfstæðisflokksins skýrslu um hvernig útlendingar fóru illa með Íslendinga, þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd og allt hrundi. Birt í fjölmiðlinum sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins ritstýrir, en hann var seðlabankastjóri þegar bankakerfið hrundi og skýrsluhöfundurinn er margyfirlýstur aðdáandi hans. Og reikningurinn fyrir verkið, tíu milljónir króna, sendur á okkur. Á tíu ára afmæli hrunsins,“ skrifar Jón Trausti og bætir við: „Helsta niðurstaða skýrslunnar virðist vera að það hafi mistekist að innleiða fagmennsku, hlutleysi og trúverðugleika og losna undan klíkuskap og fáræði.“ Á Twitter tjáir sig annar ritstjóri sem heitir Þórður Snær Júlíusson og hann telur að hér sé verið að endurrita söguna. „Davíð Oddsson er nefndur 163 sinnum í skýrslu Hannesar Hólmsteins. Og Icesave 224. Hún er 211 blaðsíður. Ekkert verið að eyða miklu púðri í kaup bankanna á eigin bréfum, með eigin peningum, eða fordæmalausa dóma vegna þessa. Minnst á það einu sinni.“ Ein niðurstaða Hannesar Hólmsteins er sú að Bretar skuldi Íslendingum afsökunarbeiðni vegna þess hvernig þeir komu fram til að mynda með að setja á Ísland hryðjuverkalög.Davíð Oddsson er nefndur 163 sinnum í skýrslu Hannesar Hólmsteins. Og Icesave 224. Hún er 211 blaðsíður. Ekkert verið að eyða miklu púðri í kaup bankanna á eigin bréfum, með eigin peningum, eða fordæmalausa dóma vegna þessa. Minnst á það einu sinni. #endursamningsögunnar — Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) September 25, 2018 Hæðnislegur er tónninn Gylfi Magnússon, dósent og fyrrverandi fjármálaráðherra, leggur út af þessu atriði í Facebook-færslu. „Ef Bretar fara að biðjast afsökunar á framferði sínu í gegnum aldirnar þá verður það mjög viðamikið verkefni. M.a. munu þeir hafa ráðist inn í vel á annað hundrað lönd (öll ríki heims nema 22 skv. einni mælingu en hún er umdeild) og áttu um 60 nýlendur. Nú svo eru það auðvitað þorskastríðin. Á móti kemur auðvitað að þeir fundu upp fótboltann og gufuvélina og Monty Python. Og menntuðu Hannes.“Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, vekur athygli á því að Davíð Oddsson sé nefndur 167 sinnum í skýrslu Hannesar.Vísir/ValgarðurHeldur er þetta hæðnislegur tónn sem fellur í góðan jarðveg meðal Facebook-vina Gylfa. Össur Skarphéðinsson er annar fyrrverandi ráðherra sem leggur orð í belg um skýrslu Hannesar á Facebook. „Félagi Hannes Hólmsteinn dásamar einkavæðingu bankanna og fiskiauðlindarinnar sem færðu gríðarlegt fjármagn í hendur „ungra og sprækra manna í bankaheiminum“ og lofsyngur í leiðinni útrásina skömmu fyrir hrun: "...og svo fóru víkingarnir bara með þetta fjármagn út." - Ekki er að efa að hann rekur þetta rækilega í skýrslu sinni um orsakir hrunsins.“Vill að Bjarni segi af sér Almennt er þessi tónninn þegar litið er til viðbragða við skýrslunni. Ýmist hæðast menn að tilurð hennar og því hver skrifar hana eða eru beinlínis reiðir. Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri, sem óvænt komst í kastljós samfélagsumræðunnar í tengslum við mál Roberts Downey, birtir á sinni Facebooksíðu eftirfarandi:Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri er einn þeirra sem er beinlínis reiður fremur en að hann sjái nokkuð fyndið við framlagningu skýrslunnar.Skjáskot úr frétt„Í þroskuðu lýðræði væri eðlileg krafa að Bjarni Benediktsson segði af sér sem fjármálaráðherra eftir að hafa pantað og tekið við skýrslu frá sérvöldum vanhæfum aðila sem vinnur undantekningalaust í þágu stjórnmálaflokksins hans. Þessi skýrsla er nákvæmlega það sem var að íslenskum stjórnmálum og stjórnkerfi. Og að mörgu leyti verra en nokkru sinni.“Hannes dæmdur fyrirfram Einn fárra sem virðist raunverulega spenntur fyrir afurðinni og innihaldi hennar er Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður.Björn Ingi telur líklegast að menn stökkvi í skotgrafirnar fremur en að þeir lesi skýrslu prófessors Hannesar með opnum huga.Vísir/ValliEn, hann er hins vegar fullur efasemda um að Hannes muni njóta sannmælis.„Það verður spennandi að sjá hvort rannsókn prófessors Hannesar Hólmsteins á bankahruninu fær málefnalega umræðu eða hvort fylkingarnar stökkva strax ofan í skotgrafirnar. Sjaldan hafa jafn margir haft jafn miklar skoðanir á ritverki og höfundi þess fyrirfram,“ Og séu samfélagsmiðlar skoðaðir að teknu tilliti til viðbragða við skýrslunni hittir Björn Ingi naglann á höfuðið, sem í felst einskonar svar við spurningunni um hæfi skýrsluhöfundar. Mjög kósí að vera svona pilsfalda-frjálshyggjumaður á Íslandi- Kippt fram fyrir röðina til að fá æviráðningu hjá ríkinu- Fá blank check til að skrifa bara einhverja skýrslu fyrir ríkiðhttps://t.co/VqILQr0XWi— dagurbollason (@DagurBollason) September 25, 2018 Ætla rétt að vona að það sé búið að renna þessari Hannesar skýrslu í gegnum ritstuldarforritið Turnitin.— María Björk (@baragrin) September 26, 2018 Það er meira rætt um Magnus Falkerup á samfélagsmiðlum en skýrslu Hannesar Hólmsteins.— Kjartan Vído (@VidoKjartan) September 26, 2018
Hrunið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39