Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 26. september 2018 13:01 Engan sakaði en málið er rakið til slæmra mannlegra mistaka Vísir/Vilhelm Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð í Reykjavík í apríl síðastliðnum. Engan sakaði en málið er rakið til mannlegra mistaka. Í svari við fyrirspurn segir lögreglufulltrúi að farið hafi verið ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna. Í apríl síðastliðnum stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í heimahúsi þar sem einnig fundust sterar, lítilræði af öðrum fíkniefnum og talsvert magn af peningum sem talið er að sé gróði af fíkniefnasölu. Fjögur skotvopn fundust á heimilinu, haglabyssa og þrír rifflar en tveir þeirra voru hálfsjálfvirkir. Þórir Ingvarsson segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að skotvopnin hefðu verið færð á lögreglustöð til frekari skoðunar og skráningar. Skotstæðið virtist autt Við yfirferð var kannað hvort riffillinn væri hlaðinn og að lögreglumaður hafi opnað hann, litið í skotstæðið, sem virtist autt, og þreifaði með fingri, eins og kennt er, en ekki tekið eftir skotinu. „Þegar hann hins vegar lokaði byssuhúsinu og lagði boltann aftur hljóp skotið úr byssunni. Engan sakaði en byssuhlaupið sneri frá lögreglumönnunum og lenti skotið því í steyptum vegg,“ segir Þórir í svari sínu. Hann segir að í ljós hafi komið að riffilskotið hafði leynst aftarlega í byssulásnum þar sem lögreglumaðurinn kom ekki auga á það. „Við skoðun var talið líklegt að skotið hafi verið orðið tært vegna bleytu eða raka og hafi því gróið fast við „bolta“ skotvopnsins. Það hafi síðan leitt til þess að skotið dróst með boltanum aftur í riffilinn og blasti af þeim sökum ekki við þegar hann var opnaður,“ segir Þórir í svari sínu. Slæm mannleg mistök Hann segir að lögreglumanninum hafi orðið á slæm mannleg mistök sem hefðu getað haft alvarlegar afleiðingar. Var umrætt atvik strax tilkynnt yfirmönnum umræddrar lögreglustöðvar og yfirmönnum embættisins. Var greinargerð rituð þar sem málið var reifað. „Jafnframt var ákveðið að fara ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna, endurtaka hana og brýna sérstaklega fyrir þeim að grandskoða byssulása áður en þeim er lokað aftur. Farið var í sérstaka skoðun á öryggisatriðum í verklagi lögreglu þegar kemur að meðferð haldlagðra vopna og er þeirri yfirferð lokið,“ skrifar Þórir. Hann segir að rétt viðbrögð í þessu tilfelli hefðu verið að ganga strax úr skugga um það á vettvangi hvort einhver vopnanna væru hlaðin. „Þá hefði einnig þurft að ganga algjörlega úr skugga um það við skoðun að engin kúla væri í skothúsi riffilsins, með því að horfa upp eftir lásnum og meta vandlega hvert ástand vopnsins væri og hvort sérstakrar varúðar væri þörf. Sérstaklega er þetta talið mikilvægt þegar um haldlögð vopn að ræða og lítið er vitað um hvernig umgengni, viðhaldi og geymslu þeirra hefur verið háttað,“ segir Þórir í svari sínu. Lögreglumál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð í Reykjavík í apríl síðastliðnum. Engan sakaði en málið er rakið til mannlegra mistaka. Í svari við fyrirspurn segir lögreglufulltrúi að farið hafi verið ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna. Í apríl síðastliðnum stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í heimahúsi þar sem einnig fundust sterar, lítilræði af öðrum fíkniefnum og talsvert magn af peningum sem talið er að sé gróði af fíkniefnasölu. Fjögur skotvopn fundust á heimilinu, haglabyssa og þrír rifflar en tveir þeirra voru hálfsjálfvirkir. Þórir Ingvarsson segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að skotvopnin hefðu verið færð á lögreglustöð til frekari skoðunar og skráningar. Skotstæðið virtist autt Við yfirferð var kannað hvort riffillinn væri hlaðinn og að lögreglumaður hafi opnað hann, litið í skotstæðið, sem virtist autt, og þreifaði með fingri, eins og kennt er, en ekki tekið eftir skotinu. „Þegar hann hins vegar lokaði byssuhúsinu og lagði boltann aftur hljóp skotið úr byssunni. Engan sakaði en byssuhlaupið sneri frá lögreglumönnunum og lenti skotið því í steyptum vegg,“ segir Þórir í svari sínu. Hann segir að í ljós hafi komið að riffilskotið hafði leynst aftarlega í byssulásnum þar sem lögreglumaðurinn kom ekki auga á það. „Við skoðun var talið líklegt að skotið hafi verið orðið tært vegna bleytu eða raka og hafi því gróið fast við „bolta“ skotvopnsins. Það hafi síðan leitt til þess að skotið dróst með boltanum aftur í riffilinn og blasti af þeim sökum ekki við þegar hann var opnaður,“ segir Þórir í svari sínu. Slæm mannleg mistök Hann segir að lögreglumanninum hafi orðið á slæm mannleg mistök sem hefðu getað haft alvarlegar afleiðingar. Var umrætt atvik strax tilkynnt yfirmönnum umræddrar lögreglustöðvar og yfirmönnum embættisins. Var greinargerð rituð þar sem málið var reifað. „Jafnframt var ákveðið að fara ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna þegar kemur að haldlagningu vopna, endurtaka hana og brýna sérstaklega fyrir þeim að grandskoða byssulása áður en þeim er lokað aftur. Farið var í sérstaka skoðun á öryggisatriðum í verklagi lögreglu þegar kemur að meðferð haldlagðra vopna og er þeirri yfirferð lokið,“ skrifar Þórir. Hann segir að rétt viðbrögð í þessu tilfelli hefðu verið að ganga strax úr skugga um það á vettvangi hvort einhver vopnanna væru hlaðin. „Þá hefði einnig þurft að ganga algjörlega úr skugga um það við skoðun að engin kúla væri í skothúsi riffilsins, með því að horfa upp eftir lásnum og meta vandlega hvert ástand vopnsins væri og hvort sérstakrar varúðar væri þörf. Sérstaklega er þetta talið mikilvægt þegar um haldlögð vopn að ræða og lítið er vitað um hvernig umgengni, viðhaldi og geymslu þeirra hefur verið háttað,“ segir Þórir í svari sínu.
Lögreglumál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira