Bróðir Ragnars og Vals segir dóminn fáránlegan Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2018 14:30 Guðni Lýðsson segir sjö ára dóminn yfir Vali bróður sínum vægan. Vísir Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða. Valur var á mánudaginn í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. „Ragnar var ósköp venjulegur og ljúfur maður. Gamansamur og skemmtilegur í umgengni,“ segir Guðni. Mikið hefur verið fjallað um málið en það var 31. mars á Gýgjarhóli II í Biskupstungum sem Ragnari var ráðinn bani. Guðni er einn fjögurra bræðra, Lýðssona. Til viðbótar er Örn sem var á Gýgjarhóli nóttina örlagaríku en sofnaður þegar árásin átti sér stað. Guðni segir Ragnar bróður sinn hafa haft gaman af lífinu.Ímyndaði sér tólf ára dóm „Já, og sá spaugilegu hliðarnar á lífinu,“ segir Guðni. Þeir bræður Ragnar og Valur hafi verið ólíkir. Valur hafi verið öðruvísi. „Ekki alveg jafn skarpgreindur og klár á mörgum sviðum. Tók einhverjar skoðanir beint upp á sig og vann þá í þeim hreint í botn,“ segir Guðni. Hann sé þó klár og skynsamur maður. Atburðarásin á Gýgjarhóli II hafi komið honum mjög á óvart.Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum.Vísir/VilhelmBeðinn um lýsa eigin líðan finnst honum eins og hann sé á einhvern hátt tognaður upp eftir öllum líkamanum. Gott hafi verið á milli þeirra bræðra og þeim öllum samið vel. „Já já, það var aldrei neitt að því.“ Guðni er þó ósáttur við dóminn. Saksóknari fór fram á sextán ára fangelsisdóm yfir Vali fyrir manndráp en niðurstaðan var sjö ára fangelsi. Sonur Ragnars er mjög ósáttur við dóminn og Guðni tekur undir það. „Mér finnst hann alveg fáránlegur. Ég var búinn að ímynda mér tólf ár,“ segir Guðni. Hann eigi erfitt með að útskýra hvaða hug hann beri til Vals þessa stundina. „Það er ekki gott að segja. Mér finnst að hver eigi að taka afleiðingum gjörða sinna. Maður vorkennir honum að sumu leyti en þetta er náttúrulega hlutur sem hann gerði og verður að taka sínum afleiðingum.“ Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. 24. september 2018 15:58 Hitti föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir. 25. september 2018 19:45 Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða. Valur var á mánudaginn í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. „Ragnar var ósköp venjulegur og ljúfur maður. Gamansamur og skemmtilegur í umgengni,“ segir Guðni. Mikið hefur verið fjallað um málið en það var 31. mars á Gýgjarhóli II í Biskupstungum sem Ragnari var ráðinn bani. Guðni er einn fjögurra bræðra, Lýðssona. Til viðbótar er Örn sem var á Gýgjarhóli nóttina örlagaríku en sofnaður þegar árásin átti sér stað. Guðni segir Ragnar bróður sinn hafa haft gaman af lífinu.Ímyndaði sér tólf ára dóm „Já, og sá spaugilegu hliðarnar á lífinu,“ segir Guðni. Þeir bræður Ragnar og Valur hafi verið ólíkir. Valur hafi verið öðruvísi. „Ekki alveg jafn skarpgreindur og klár á mörgum sviðum. Tók einhverjar skoðanir beint upp á sig og vann þá í þeim hreint í botn,“ segir Guðni. Hann sé þó klár og skynsamur maður. Atburðarásin á Gýgjarhóli II hafi komið honum mjög á óvart.Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum.Vísir/VilhelmBeðinn um lýsa eigin líðan finnst honum eins og hann sé á einhvern hátt tognaður upp eftir öllum líkamanum. Gott hafi verið á milli þeirra bræðra og þeim öllum samið vel. „Já já, það var aldrei neitt að því.“ Guðni er þó ósáttur við dóminn. Saksóknari fór fram á sextán ára fangelsisdóm yfir Vali fyrir manndráp en niðurstaðan var sjö ára fangelsi. Sonur Ragnars er mjög ósáttur við dóminn og Guðni tekur undir það. „Mér finnst hann alveg fáránlegur. Ég var búinn að ímynda mér tólf ár,“ segir Guðni. Hann eigi erfitt með að útskýra hvaða hug hann beri til Vals þessa stundina. „Það er ekki gott að segja. Mér finnst að hver eigi að taka afleiðingum gjörða sinna. Maður vorkennir honum að sumu leyti en þetta er náttúrulega hlutur sem hann gerði og verður að taka sínum afleiðingum.“
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. 24. september 2018 15:58 Hitti föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir. 25. september 2018 19:45 Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. 24. september 2018 15:58
Hitti föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir. 25. september 2018 19:45
Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels