Aleksejev fékk spjaldið fyrir að hafa viljandi reynt að sparka í Brynjólf Snæ Brynjólfsson.
„Auðvitað. Sáu þið það ekki?“ spurði Logi Geirsson, einn sérfræðinga þáttarins, og var alveg á sama máli og dómarar leiksins.
„Boltinn er löngu farinn framhjá honum hinu meginn. Þetta er algjör steypa.“
Jóhann Gunnar Einarsson var þó ekki sammála kollega sínum í þessu máli.
„Þetta er ekki neitt. Ég heyrði einhvers staðar að markmaðurinn væri heilagur í teignum.“
„Þeir mega samt ekki sparka í hausinn á mönnum,“ skaut þáttastjórnandinn Tómas Þór Þórðarson þá inn í.
„Í markmannshreyfingu þá getur hann alltaf réttlætt að þetta sé bara markmannshreyfing,“ svaraði Jóhann Gunnar. „Þú átt ekki að stökkva inn í markið.“
„Þú ert bara í ruglinu,“ sagði Logi og lauk umræðunni.
Deilur sérfræðinganna og brotið má sjá í klippunni hér að neðan.