Telur veggjaldið of hátt Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2018 06:00 Vaðlaheiðargöng verða brátt opnuð. Fréttablaðið/Auðunn Samgöngur Tvö þúsund króna veggjald í Vaðlaheiðargöng er of hátt að mati Jóns Þorvaldar Heiðarssonar, lektors við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, sem hefur í hátt á annan áratug rannsakað greiðsluvilja vegfarenda. Hann telur ólíklegt að margir nýti sér göngin á því verði. Rekstraraðili Vaðlaheiðarganga ætlar að mæta tryggum viðskiptavinum með ríkulegum afsláttarkjörum. „Ég gæti trúað því að stakt gjald, tæpar 2.000 krónur, sé of hátt og að fáir muni aka í gegnum göngin á því verði og fari þá frekar yfir Víkurskarð. Hins vegar munu vafalaust einhverjir annaðhvort slysast til að aka göngin á því verði eða neyðast til þess í einhverjum tilvikum,“ segir Jón Þorvaldur. Samkvæmt drögum að verðskrá Vaðlaheiðarganga, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, nær 2.000 króna hæsta veggjaldið aðeins til þeirra sem ekki hafa forskráð ökutæki sitt á netinu áður en keyrt er í gegn og fá reikning þar að lútandi sendan heim. Ofan á það leggst innheimtukostnaður. Hundrað ferða áskriftarleið myndi kosta 40.000 krónur, eða 400 krónur á hverja ferð, sem er afsláttur upp á 80 prósent. Því gætu heimamenn fengið mikinn afslátt á meðan aðrir þyrftu að greiða hærra verð sökum fjarlægðar. „Þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 greiddu vegfarendur sem voru að fara hringveginn sem samsvarar 23,8 krónum á hvern sparaðan kílómetra. Með því að uppreikna þá tölu miðað við vísitölu neysluverðs og vegstyttingu um 15,6 kílómetra ætti gjaldið í Vaðlaheiðargöng að vera um 921 króna,“ bætir Jón Þorvaldur við. Þó aðrir mælikvarðar séu notaðir nær það ekki hinum umtöluðu 2.000 krónum. „Svo má spyrja sig hvort það sé réttur mælikvarði. Ef við uppreiknum gjaldið miðað við verð á bensíni ætti veggjaldið að vera um 1.100 krónur. Einnig ef við uppreiknum þetta miðað við launavísitölu ætti gjaldið að vera um 1.500 krónur.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. 24. september 2018 13:03 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Samgöngur Tvö þúsund króna veggjald í Vaðlaheiðargöng er of hátt að mati Jóns Þorvaldar Heiðarssonar, lektors við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, sem hefur í hátt á annan áratug rannsakað greiðsluvilja vegfarenda. Hann telur ólíklegt að margir nýti sér göngin á því verði. Rekstraraðili Vaðlaheiðarganga ætlar að mæta tryggum viðskiptavinum með ríkulegum afsláttarkjörum. „Ég gæti trúað því að stakt gjald, tæpar 2.000 krónur, sé of hátt og að fáir muni aka í gegnum göngin á því verði og fari þá frekar yfir Víkurskarð. Hins vegar munu vafalaust einhverjir annaðhvort slysast til að aka göngin á því verði eða neyðast til þess í einhverjum tilvikum,“ segir Jón Þorvaldur. Samkvæmt drögum að verðskrá Vaðlaheiðarganga, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, nær 2.000 króna hæsta veggjaldið aðeins til þeirra sem ekki hafa forskráð ökutæki sitt á netinu áður en keyrt er í gegn og fá reikning þar að lútandi sendan heim. Ofan á það leggst innheimtukostnaður. Hundrað ferða áskriftarleið myndi kosta 40.000 krónur, eða 400 krónur á hverja ferð, sem er afsláttur upp á 80 prósent. Því gætu heimamenn fengið mikinn afslátt á meðan aðrir þyrftu að greiða hærra verð sökum fjarlægðar. „Þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 greiddu vegfarendur sem voru að fara hringveginn sem samsvarar 23,8 krónum á hvern sparaðan kílómetra. Með því að uppreikna þá tölu miðað við vísitölu neysluverðs og vegstyttingu um 15,6 kílómetra ætti gjaldið í Vaðlaheiðargöng að vera um 921 króna,“ bætir Jón Þorvaldur við. Þó aðrir mælikvarðar séu notaðir nær það ekki hinum umtöluðu 2.000 krónum. „Svo má spyrja sig hvort það sé réttur mælikvarði. Ef við uppreiknum gjaldið miðað við verð á bensíni ætti veggjaldið að vera um 1.100 krónur. Einnig ef við uppreiknum þetta miðað við launavísitölu ætti gjaldið að vera um 1.500 krónur.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. 24. september 2018 13:03 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. 24. september 2018 13:03
Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33
Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00