Þeir Hörður Magnússon, Reynir Leósson og Þorvaldur Örlygsson fóru yfir mark Björgvins og skiptinguna undarlegu, að þeirra mati, í Pepsi-mörkunum á sunnudag:
„Hann vinnur fyrir því og svo þegar boltinn dettur fyrir hann þá klárar hann þetta vel. Hann er sterkur en er svo skipt útaf fljótlega. Það var mjög sérstakt,” sagði Þorvaldur og Reynir tók undir það:
„Auðvitað getur hann orðið brjálaður að vera tekinn útaf en mér fannst þetta vera röng skilaboð inn í leikinn. Þú ert á heimavelli og bara 1-0 yfir. Það er hellingur eftir og mér fannst KR ekki eins beinskyttir eftir þetta.”
Umræðuna um markið og skiptinguna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.