Allt virtist stefna í markalausan leik er Brann og Sandefjord mættust í norsku úrvalsdeildinni í dag en Emil Pálsson lék allan leikinn í liði Sandefjord.
Það var ekki fyrr en á 80. mínútu leiksins sem fyrsta markið leit dagsins ljós en þá komst Sandefjord yfir.
Skömmu síðar jafnaði Brann og urðu það lokatölur. Emil nældi sér í gult spjald í uppbótartíma.
Brann er í harðri titilbaráttu við Rosenborg en Sandefjord situr sem fastast á botni deildarinnar.
Aron Sigurðarson sat allan tímann á varamannabekk Start sem vann Bodo/Glimt, 2-1. Start er í 14. sæti deildarinnar.
Emil Pálsson spilaði allan leikinn í jafntefli
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
