Mildi að ekki varð mannskaði í Borgarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2018 12:00 Frá vettvangi í Borgarnesi í gær. Karlmaður á stórum jeppa má teljast heppinn að hafa ekki orðið erlendri fjölskyldu að bana í Borgarnesi klukkan rúmlega tvö í gær. Maðurinn ók jeppa sínum suður á Þjóðvegi 1, til móts við Límtré Vírnet þegar jeppinn fór skyndilega yfir á rangan vegarhelming. Þetta sést glögglega á myndbandi sem tekið var úr bíl sem ók fyrir aftan fólksbílinn og sjá má hér fyrir neðan. Ók maðurinn á jeppanum utan í einn fólksbíl og negldi svo beint framan á annan, lítinn fólksbíl. Seinlega gekk að ná yngri dóttur mannsins úr bílnum því dyrnar að aftan vildu ekki opnast, svo illa var bíllinn farinn. Faðirinn náði þó dætrum sínum út úr bílnum en var skiljanlega í miklu uppnámi. Hann hellti sér yfir ökumann jeppans sem kom gangandi úr bíl sínum. Lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn nokkru síðar og var ökumaður jeppans fjarlægður. Töldu vitni á staðnum líklegt að hann hefði verið undir áhrifum miðað við háttarlag hans. Faðirinn og dæturnar kenndu sér einhvers meins en virðist ekki hafa orðið verulega meint af.Hér má sjá upptöku af slysinu. Töluverðar umferðartafir voru á þjóðveginum í gegnum Borgarnes á þriðja tímanum vegna árekstursins. Jónas Hallgrímur Oddsson, rannsóknarlögreglumaður á Vesturlandi, staðfestir í samtali við Vísi að ökumaðurinn jeppans hafi verið handtekinn grunaður um ölvun og akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafi verið fluttur á lögreglustöð og sleppt eftir að hafa gefið blóðsýni, eins og venja er.Uppfært klukkan 23:20 Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld. Þar má sjá lengra myndband með eftirmála slyssins. Lögreglumaður segir útköll vegna ölvunar- og vímuaksturs sífellt stærri hluta af vinnu lögreglu. Lögreglumál Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Sjá meira
Karlmaður á stórum jeppa má teljast heppinn að hafa ekki orðið erlendri fjölskyldu að bana í Borgarnesi klukkan rúmlega tvö í gær. Maðurinn ók jeppa sínum suður á Þjóðvegi 1, til móts við Límtré Vírnet þegar jeppinn fór skyndilega yfir á rangan vegarhelming. Þetta sést glögglega á myndbandi sem tekið var úr bíl sem ók fyrir aftan fólksbílinn og sjá má hér fyrir neðan. Ók maðurinn á jeppanum utan í einn fólksbíl og negldi svo beint framan á annan, lítinn fólksbíl. Seinlega gekk að ná yngri dóttur mannsins úr bílnum því dyrnar að aftan vildu ekki opnast, svo illa var bíllinn farinn. Faðirinn náði þó dætrum sínum út úr bílnum en var skiljanlega í miklu uppnámi. Hann hellti sér yfir ökumann jeppans sem kom gangandi úr bíl sínum. Lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn nokkru síðar og var ökumaður jeppans fjarlægður. Töldu vitni á staðnum líklegt að hann hefði verið undir áhrifum miðað við háttarlag hans. Faðirinn og dæturnar kenndu sér einhvers meins en virðist ekki hafa orðið verulega meint af.Hér má sjá upptöku af slysinu. Töluverðar umferðartafir voru á þjóðveginum í gegnum Borgarnes á þriðja tímanum vegna árekstursins. Jónas Hallgrímur Oddsson, rannsóknarlögreglumaður á Vesturlandi, staðfestir í samtali við Vísi að ökumaðurinn jeppans hafi verið handtekinn grunaður um ölvun og akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafi verið fluttur á lögreglustöð og sleppt eftir að hafa gefið blóðsýni, eins og venja er.Uppfært klukkan 23:20 Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld. Þar má sjá lengra myndband með eftirmála slyssins. Lögreglumaður segir útköll vegna ölvunar- og vímuaksturs sífellt stærri hluta af vinnu lögreglu.
Lögreglumál Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Sjá meira