Huawei atast í Apple Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. september 2018 09:15 Apple setti nýjustu snjallsíma sína, iPhone XS og XS Max, í sölu í gær. Raðir mynduðust fyrir utan verslanir Apple víða um heim líkt og þegar fyrri iPhone-símar hafa komið á markað. Vísir/Stöð 2 Apple setti nýjustu snjallsíma sína, iPhone XS og XS Max, í sölu í gær. Raðir mynduðust fyrir utan verslanir Apple víða um heim líkt og þegar fyrri iPhone-símar hafa komið á markað. Vaskir starfsmenn kínverska tæknifyrirtækisins Huawei tóku sig til og afhentu tilvonandi iPhone-kaupendum gefins hleðslukubba í Singapúr. „Hérna er hleðslukubbur. Þú munt þurfa á honum að halda. Í boði Huawei,“ stóð á pakkningunni sem starfsmennirnir afhentu og skaut fyrirtækið þannig á rafhlöðuendingu snjallsíma Apple sem Huawei telur greinilega of litla. Fyrirtækið sagði í orðsendingu til tæknimiðilsins CNET að uppátækið mætti rekja til þess að fyrirtækið hefði einfaldlega viljað sýna þeim sem biðu úti undir berum himni í langan tíma stuðning. Huawei var með svipað uppátæki í Lundúnum. Þar lagði fyrirtækið bifreið, skreyttri teikningu af rafhlöðu sem á stóð „djús sem endist“. Að auki mátti finna mynd af epli sem búið var að krossa yfir og undir stóð „ekki ein arða af eplum“. Rafhlaða iPhone XS er 2.658mAh. Til samanburðar er rafhlaða P20 Pro, síðasta flaggskipssíma Huawei, 4.000mAh og rafhlaða Samsung Galaxy S9 3.000 mAh. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Huawei skýtur á Apple fyrir rafhlöðuendingu. Í auglýsingu fyrir P20 Pro í vikunni var slíkt hið sama gert. Aukinheldur þakkaði Huawei Apple eftir kynningu síðarnefnda fyrirtækisins fyrr í mánuðinum fyrir að „halda öllu í sama horfi“ og fyrir að leyfa kínverska fyrirtækinu að verða „hetja ársins“. Með fylgdi dagsetning komandi kynningar Huawei, 16. október 2018. Önnur fyrirtæki hafa skotið á Apple í kringum kynningar nýrra síma þeirra undanfarin ár. Ber þar einna helst að nefna hinn risann á snjallsímamarkaði Vesturlanda, Samsung. Nú síðast í maí nýtti Samsung sér reiði iPhone-eigenda vegna ákvörðunar Apple um að hægja á eldri símum, til að bæta rafhlöðuendingu, og hvatti þá til að „uppfæra“ í Samsung-síma. Markaðshlutdeild Samsung á heimsvísu var 20,9 prósent á síðasta ársfjórðungi. Apple var með 12,1 prósent og Huawei 15,8 prósent samkvæmt Statista. Í Bandaríkjunum var aðra sögu að segja. Apple hafði 28 prósent, Samsung 31 prósent og Huawei var hvergi að finna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Apple setti nýjustu snjallsíma sína, iPhone XS og XS Max, í sölu í gær. Raðir mynduðust fyrir utan verslanir Apple víða um heim líkt og þegar fyrri iPhone-símar hafa komið á markað. Vaskir starfsmenn kínverska tæknifyrirtækisins Huawei tóku sig til og afhentu tilvonandi iPhone-kaupendum gefins hleðslukubba í Singapúr. „Hérna er hleðslukubbur. Þú munt þurfa á honum að halda. Í boði Huawei,“ stóð á pakkningunni sem starfsmennirnir afhentu og skaut fyrirtækið þannig á rafhlöðuendingu snjallsíma Apple sem Huawei telur greinilega of litla. Fyrirtækið sagði í orðsendingu til tæknimiðilsins CNET að uppátækið mætti rekja til þess að fyrirtækið hefði einfaldlega viljað sýna þeim sem biðu úti undir berum himni í langan tíma stuðning. Huawei var með svipað uppátæki í Lundúnum. Þar lagði fyrirtækið bifreið, skreyttri teikningu af rafhlöðu sem á stóð „djús sem endist“. Að auki mátti finna mynd af epli sem búið var að krossa yfir og undir stóð „ekki ein arða af eplum“. Rafhlaða iPhone XS er 2.658mAh. Til samanburðar er rafhlaða P20 Pro, síðasta flaggskipssíma Huawei, 4.000mAh og rafhlaða Samsung Galaxy S9 3.000 mAh. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Huawei skýtur á Apple fyrir rafhlöðuendingu. Í auglýsingu fyrir P20 Pro í vikunni var slíkt hið sama gert. Aukinheldur þakkaði Huawei Apple eftir kynningu síðarnefnda fyrirtækisins fyrr í mánuðinum fyrir að „halda öllu í sama horfi“ og fyrir að leyfa kínverska fyrirtækinu að verða „hetja ársins“. Með fylgdi dagsetning komandi kynningar Huawei, 16. október 2018. Önnur fyrirtæki hafa skotið á Apple í kringum kynningar nýrra síma þeirra undanfarin ár. Ber þar einna helst að nefna hinn risann á snjallsímamarkaði Vesturlanda, Samsung. Nú síðast í maí nýtti Samsung sér reiði iPhone-eigenda vegna ákvörðunar Apple um að hægja á eldri símum, til að bæta rafhlöðuendingu, og hvatti þá til að „uppfæra“ í Samsung-síma. Markaðshlutdeild Samsung á heimsvísu var 20,9 prósent á síðasta ársfjórðungi. Apple var með 12,1 prósent og Huawei 15,8 prósent samkvæmt Statista. Í Bandaríkjunum var aðra sögu að segja. Apple hafði 28 prósent, Samsung 31 prósent og Huawei var hvergi að finna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent