Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. september 2018 19:26 Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð í Sviss. Þar af hefur einn Íslendingur fengið ósk sína uppfyllta. Formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, segir íslenska lækna oft trega til að skrifa undir gögn sem nauðsynleg eru til að fara þessa leið. Erlendir sérfræðingar segja Íslendinga geta lært af því sem gefist hefur vel í öðrum löndum. Málþing um dánaraðstoð og líknandi meðferðar fór fram í dag en íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð. „Eftir að við stofnuðum félagið, í janúar 2017, þá vitum við allavega um fjóra einstaklinga sem eru í dag að sækja um dánaraðstoð í Sviss,“ segir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Meðal framsögumanna í dag voru læknar frá Belgíu og Hollandi sem eru á meðal fremstu sérfræðinga í Evrópu um dánaraðstoð og líknandi meðferðir. „Ég er sannfærður um að fólk á Íslandi, bæði stjórnmálamenn, almenningur, hjúkrunarfræðingar og læknar, þurfa að kynna sér reynslu Hollendinga, Belga og Lúxemborgara af að veita heildstæða aðstoð við að binda enda á líf sem felur í sér möguleikann á líknardauða,“ segir Jan Bernheim, krabbameinslæknir og prófessor emeritus í læknisfræði. „Það er mikilvægt að samþykkja lög eða setja reglugerð sem kveður á um að allir einstaklingar frá Íslandi eigi þann valkost að binda enda á eigið líf þegar fólk stendur frammi fyrir því að deyja kvalafullum dauða og fólk vill deyja sársaukalaust. Á Íslandi er fólki ekki heimilt að taka ákvörðun um slíkt. Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að skoða ekki reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Rob Jonquire, framkvæmdastjóri World Federation of Right to Die Societies. Ingrid er kunnugt um einn Íslending sem fékk ósk sína uppfyllta árið 2013 en það er ekki einfalt ferli sem þarf að fara í gegnum til að fá dánaraðstoð. „Það hefur gengið brösuglega hérlendis að fá gögn frá læknum. Við vitum um eitt tilfelli hérlendis þar sem þarf að fá yfirlýsingu frá lækni um að viðkomandi sé með ráð og rænu. Og það hefur hingað til ekki gengið, geðlæknirinn neitar að gefa þessa yfirlýsingu og þarf af leiðandi er ferlið frekar flókið.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun í næstu viku endurflytja þingsályktunartillögu um dánaraðstoð sem kveður á um að heilbrigðisráðherra verði falið að taka málið til skoðunar. „Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að líta ekki til reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Jan Bernheim. Dánaraðstoð Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð í Sviss. Þar af hefur einn Íslendingur fengið ósk sína uppfyllta. Formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, segir íslenska lækna oft trega til að skrifa undir gögn sem nauðsynleg eru til að fara þessa leið. Erlendir sérfræðingar segja Íslendinga geta lært af því sem gefist hefur vel í öðrum löndum. Málþing um dánaraðstoð og líknandi meðferðar fór fram í dag en íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð. „Eftir að við stofnuðum félagið, í janúar 2017, þá vitum við allavega um fjóra einstaklinga sem eru í dag að sækja um dánaraðstoð í Sviss,“ segir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Meðal framsögumanna í dag voru læknar frá Belgíu og Hollandi sem eru á meðal fremstu sérfræðinga í Evrópu um dánaraðstoð og líknandi meðferðir. „Ég er sannfærður um að fólk á Íslandi, bæði stjórnmálamenn, almenningur, hjúkrunarfræðingar og læknar, þurfa að kynna sér reynslu Hollendinga, Belga og Lúxemborgara af að veita heildstæða aðstoð við að binda enda á líf sem felur í sér möguleikann á líknardauða,“ segir Jan Bernheim, krabbameinslæknir og prófessor emeritus í læknisfræði. „Það er mikilvægt að samþykkja lög eða setja reglugerð sem kveður á um að allir einstaklingar frá Íslandi eigi þann valkost að binda enda á eigið líf þegar fólk stendur frammi fyrir því að deyja kvalafullum dauða og fólk vill deyja sársaukalaust. Á Íslandi er fólki ekki heimilt að taka ákvörðun um slíkt. Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að skoða ekki reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Rob Jonquire, framkvæmdastjóri World Federation of Right to Die Societies. Ingrid er kunnugt um einn Íslending sem fékk ósk sína uppfyllta árið 2013 en það er ekki einfalt ferli sem þarf að fara í gegnum til að fá dánaraðstoð. „Það hefur gengið brösuglega hérlendis að fá gögn frá læknum. Við vitum um eitt tilfelli hérlendis þar sem þarf að fá yfirlýsingu frá lækni um að viðkomandi sé með ráð og rænu. Og það hefur hingað til ekki gengið, geðlæknirinn neitar að gefa þessa yfirlýsingu og þarf af leiðandi er ferlið frekar flókið.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun í næstu viku endurflytja þingsályktunartillögu um dánaraðstoð sem kveður á um að heilbrigðisráðherra verði falið að taka málið til skoðunar. „Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að líta ekki til reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Jan Bernheim.
Dánaraðstoð Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira