Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 09:52 Brett Kavanaugh. AP/Andrew Harnik Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. Fyrst þarf þó að uppfylla ákveðin skilyrði sem snúa að því að hún njóti sanngirni og öryggis. Ford og fjölskylda hennar hafa þurft að flýja heimili þeirra vegna morðhótana. Hún hefur beðið um tíma til að tryggja öryggi fjölskyldunnar, undirbúa málflutning sinn og ferðast til Washington DC. Hún myndi þá mæta á fund dómsmálanefndar öldungaþingsins og Kavanaugh myndi mæta sömuleiðis. Þau myndu bæði segja sögu sína um hvað gerðist í unglingasamkvæminu snemma á 9. áratug síðustu aldar. Ford segir að þegar þau hafi verið í samkvæmi á unglingsaldri hafi Kavanaugh haldið henni niðri og haldið fyrir munn hennar, káfað á henni, reynt að rífa hana úr fötunum og reynt að nauðga henni á meðan vinur hans horfði á. Hún hafði sent trúnaðarbréf til þingmanna Demókrataflokksins fyrr í sumar en steig fram undir nafni á dögunum og sagði sögu sína. Hún er nú 51 árs gömul og starfar sem sálfræðiprófessor í KaliforníuSjá einnig: Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárásTil stóð að nefndarfundurinn yrðu haldinn á mánudaginn en nú stendur til að vitnaleiðslan fari fram á fimmtudaginn, samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar. Það er þó ekki víst að af því verði.Repúblikanar eru með 11-10 meirihluta í nefndinni og þar sitja einungis fjórar konur. Allar tilheyra þær Demókrataflokknum og hafa Repúblikanar áhyggjur af því hvernig það lyti út ef ellefu eldri menn spyrji konu sem segist hafa orðið fyrir kynferðisárás ágengra spurninga. Því hefur því verið velt upp að fá utanaðkomandi kvenkyns lögfræðinga til að spyrja Ford í stað Repúblikana í dómsmálanefndinni. Þeir hafa sömuleiðis áhyggjur af því að stutt er í þingkosningar og er líklegt að sýnt verði frá fundinum í sjónvarpi. Kavanaugh sjálfur hefur hins vegar viljað segja sögu sína opinberlega en hann hefur þvertekið fyrir að hafa brotið gegn Ford. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Ásakanir um tilraun dómaraefnis til nauðgunar teknar fyrir á mánudaginn Bæði Brett Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem hefur sakað hann um að hafa reynt að nauðga sér, munu fara fyrir þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings á mánudaginn. 18. september 2018 13:15 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. Fyrst þarf þó að uppfylla ákveðin skilyrði sem snúa að því að hún njóti sanngirni og öryggis. Ford og fjölskylda hennar hafa þurft að flýja heimili þeirra vegna morðhótana. Hún hefur beðið um tíma til að tryggja öryggi fjölskyldunnar, undirbúa málflutning sinn og ferðast til Washington DC. Hún myndi þá mæta á fund dómsmálanefndar öldungaþingsins og Kavanaugh myndi mæta sömuleiðis. Þau myndu bæði segja sögu sína um hvað gerðist í unglingasamkvæminu snemma á 9. áratug síðustu aldar. Ford segir að þegar þau hafi verið í samkvæmi á unglingsaldri hafi Kavanaugh haldið henni niðri og haldið fyrir munn hennar, káfað á henni, reynt að rífa hana úr fötunum og reynt að nauðga henni á meðan vinur hans horfði á. Hún hafði sent trúnaðarbréf til þingmanna Demókrataflokksins fyrr í sumar en steig fram undir nafni á dögunum og sagði sögu sína. Hún er nú 51 árs gömul og starfar sem sálfræðiprófessor í KaliforníuSjá einnig: Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárásTil stóð að nefndarfundurinn yrðu haldinn á mánudaginn en nú stendur til að vitnaleiðslan fari fram á fimmtudaginn, samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar. Það er þó ekki víst að af því verði.Repúblikanar eru með 11-10 meirihluta í nefndinni og þar sitja einungis fjórar konur. Allar tilheyra þær Demókrataflokknum og hafa Repúblikanar áhyggjur af því hvernig það lyti út ef ellefu eldri menn spyrji konu sem segist hafa orðið fyrir kynferðisárás ágengra spurninga. Því hefur því verið velt upp að fá utanaðkomandi kvenkyns lögfræðinga til að spyrja Ford í stað Repúblikana í dómsmálanefndinni. Þeir hafa sömuleiðis áhyggjur af því að stutt er í þingkosningar og er líklegt að sýnt verði frá fundinum í sjónvarpi. Kavanaugh sjálfur hefur hins vegar viljað segja sögu sína opinberlega en hann hefur þvertekið fyrir að hafa brotið gegn Ford.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Ásakanir um tilraun dómaraefnis til nauðgunar teknar fyrir á mánudaginn Bæði Brett Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem hefur sakað hann um að hafa reynt að nauðga sér, munu fara fyrir þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings á mánudaginn. 18. september 2018 13:15 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39
Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30
Ásakanir um tilraun dómaraefnis til nauðgunar teknar fyrir á mánudaginn Bæði Brett Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem hefur sakað hann um að hafa reynt að nauðga sér, munu fara fyrir þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings á mánudaginn. 18. september 2018 13:15