Þorsteinn og sex aðrir vilja afnema einokun á sölu áfengis Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2018 19:14 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/ERNIR Þorsteinn Víglundsson og sex aðrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp um afnám einkaleyfis ríkisins á smásölu á áfengi. Þá verða áfengisauglýsingar heimilaðar með takmörkunum verði frumvarpið að lögum og auknu fjármagni varið í forvarnir og fræðslu til eflingar lýðheilsu. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fjórum sinnum fram áður en aldrei komið til atkvæðagreiðslu Alþingis. Með frumvarpinu er ætlunin að afnema einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis, að smásala með áfengi verði gefin frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og sérstök áhersla verði lögð á eflingu lýðheilsusjóðs með auknum framlögum ásamt því að heimilt verði að auglýsa áfengi með takmörkunum. Ekki leyft í matvöruverslunum nema úti á landi Verði frumvarpið að lögum verður einkaaðilum heimila sala áfengis að uppfylltum ströngum skilyrðum. Frumvarpið gerir almennt ráð fyrir að heimilt verði að selja áfengi í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Í frumvarpinu er þó kveðið á um að ráðherra geti í reglugerð kveðið á um að í tilteknum sveitarfélögum verði heimilt að veita undanþágu frá meginreglunni um sérverslanir, enda sé talið óhagkvæmt sökum fámennis að reka sérverslun einungis með áfengi. Í þeim tilfellum skal áfengi vera í afmörkuðu rými eða í sérrými innan almennra verslana, þó þannig að áfengið verði ekki sýnilegt viðskiptavinum almennu verslunarinnar. Er þetta gert til þess að koma til móts við þau sjónarmið að fyrirkomulag sérverslana gæti reynst óhagkvæmt á landsbyggðinni.ÁTVR enn í rekstri Ekki er lagt til í frumvarpi þessu að ÁTVR verði gert að hætta smásölu á áfengi. Afnám einkaleyfis ríkisins á smásölu áfengis kallar engu síður á að starfsemi ÁTVR verði, í kjölfar lögfestingar frumvarpsins, tekin til endurskoðunar til að tryggja að nauðsynlegar breytingar á rekstri, reikningsskilum og upplýsingagjöf verði í samræmi við samkeppnisreglur, enda mikilvægt að einkaaðilar standi ekki höllum fæti í samkeppni við ríkið í smásölu áfengis. Í greinargerð frumvarpsins er fullyrt að áfengismenning og áfengisneysla hafi gjörbreyst frá þeim tíma sem ÁTVR var komið á fót árið 1961 og að samfélagið sé orðið opnara og fjölbreyttara. Er vín sagt vera órjúfanlegur hluti gróskumikillar matarmenningar og innlend framleiðsla áfengis að festa sig í sess og orðin iðnaður sem sé nátengdur landkynningu og þjónustu við sívaxandi fjölda ferðamanna. Aðgengi að áfengi er sagt hafa stóraukist á undanförnum árum og áratugum og útsölustöðum ríkisins með áfengi fjölgað.Vínveitingaleyfum stórfjölgað Hefur opnunartími áfengisverslana ríkisins verið rýmkaður, úrvalið aukist og netverslun verið komið á fót. Vínveitingaleyfum um land allt hefur samhliða stórfjölgað á síðastliðnum 20 árum. Á sama tíma hafi fyrirkomulag á einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis verið í grundvallaratriðum óbreytt í nær 95 ár, eða síðan sterkt áfengi var aftur gert að löglegri neysluvöru árið 1922.Einokun hamli eðlilegri samkeppni Er það mat þingmannanna sem standa að þessu frumvarpið að einokunarfyrirkomulag ríkisins með löglega neysluvöru hamli eðlilegri og heilbrigðri samkeppni og skerði atvinnufrelsi fólks. Löngu sé tímabært að breyting verði á því fyrirkomulagi sem um ræðir og er tilgangur frumvarpsins sagður að lögfesta nauðsynlegar breytingar í þá veru. Meginmarkmið frumvarpsins er að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis og að einkaaðilum verði heimiluð slík sala að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að almennt verði heimilt að selja áfengi í smásölu í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, leggur frumvarpið fram en þeir sem standa með honum að frumvarpinu eru flokkssystkini hans Jón Steindór Valdimarsson, Hanna Katrín Friðriksson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Jón Þór Ólafsson Pírati og þingmenn Sjálfstæðisflokksins Jón Gunnarsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru einnig flutningsmenn frumvarpsins. Alþingi Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson og sex aðrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp um afnám einkaleyfis ríkisins á smásölu á áfengi. Þá verða áfengisauglýsingar heimilaðar með takmörkunum verði frumvarpið að lögum og auknu fjármagni varið í forvarnir og fræðslu til eflingar lýðheilsu. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fjórum sinnum fram áður en aldrei komið til atkvæðagreiðslu Alþingis. Með frumvarpinu er ætlunin að afnema einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis, að smásala með áfengi verði gefin frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og sérstök áhersla verði lögð á eflingu lýðheilsusjóðs með auknum framlögum ásamt því að heimilt verði að auglýsa áfengi með takmörkunum. Ekki leyft í matvöruverslunum nema úti á landi Verði frumvarpið að lögum verður einkaaðilum heimila sala áfengis að uppfylltum ströngum skilyrðum. Frumvarpið gerir almennt ráð fyrir að heimilt verði að selja áfengi í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Í frumvarpinu er þó kveðið á um að ráðherra geti í reglugerð kveðið á um að í tilteknum sveitarfélögum verði heimilt að veita undanþágu frá meginreglunni um sérverslanir, enda sé talið óhagkvæmt sökum fámennis að reka sérverslun einungis með áfengi. Í þeim tilfellum skal áfengi vera í afmörkuðu rými eða í sérrými innan almennra verslana, þó þannig að áfengið verði ekki sýnilegt viðskiptavinum almennu verslunarinnar. Er þetta gert til þess að koma til móts við þau sjónarmið að fyrirkomulag sérverslana gæti reynst óhagkvæmt á landsbyggðinni.ÁTVR enn í rekstri Ekki er lagt til í frumvarpi þessu að ÁTVR verði gert að hætta smásölu á áfengi. Afnám einkaleyfis ríkisins á smásölu áfengis kallar engu síður á að starfsemi ÁTVR verði, í kjölfar lögfestingar frumvarpsins, tekin til endurskoðunar til að tryggja að nauðsynlegar breytingar á rekstri, reikningsskilum og upplýsingagjöf verði í samræmi við samkeppnisreglur, enda mikilvægt að einkaaðilar standi ekki höllum fæti í samkeppni við ríkið í smásölu áfengis. Í greinargerð frumvarpsins er fullyrt að áfengismenning og áfengisneysla hafi gjörbreyst frá þeim tíma sem ÁTVR var komið á fót árið 1961 og að samfélagið sé orðið opnara og fjölbreyttara. Er vín sagt vera órjúfanlegur hluti gróskumikillar matarmenningar og innlend framleiðsla áfengis að festa sig í sess og orðin iðnaður sem sé nátengdur landkynningu og þjónustu við sívaxandi fjölda ferðamanna. Aðgengi að áfengi er sagt hafa stóraukist á undanförnum árum og áratugum og útsölustöðum ríkisins með áfengi fjölgað.Vínveitingaleyfum stórfjölgað Hefur opnunartími áfengisverslana ríkisins verið rýmkaður, úrvalið aukist og netverslun verið komið á fót. Vínveitingaleyfum um land allt hefur samhliða stórfjölgað á síðastliðnum 20 árum. Á sama tíma hafi fyrirkomulag á einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis verið í grundvallaratriðum óbreytt í nær 95 ár, eða síðan sterkt áfengi var aftur gert að löglegri neysluvöru árið 1922.Einokun hamli eðlilegri samkeppni Er það mat þingmannanna sem standa að þessu frumvarpið að einokunarfyrirkomulag ríkisins með löglega neysluvöru hamli eðlilegri og heilbrigðri samkeppni og skerði atvinnufrelsi fólks. Löngu sé tímabært að breyting verði á því fyrirkomulagi sem um ræðir og er tilgangur frumvarpsins sagður að lögfesta nauðsynlegar breytingar í þá veru. Meginmarkmið frumvarpsins er að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis og að einkaaðilum verði heimiluð slík sala að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að almennt verði heimilt að selja áfengi í smásölu í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, leggur frumvarpið fram en þeir sem standa með honum að frumvarpinu eru flokkssystkini hans Jón Steindór Valdimarsson, Hanna Katrín Friðriksson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Jón Þór Ólafsson Pírati og þingmenn Sjálfstæðisflokksins Jón Gunnarsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru einnig flutningsmenn frumvarpsins.
Alþingi Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15