Þorsteinn og sex aðrir vilja afnema einokun á sölu áfengis Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2018 19:14 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/ERNIR Þorsteinn Víglundsson og sex aðrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp um afnám einkaleyfis ríkisins á smásölu á áfengi. Þá verða áfengisauglýsingar heimilaðar með takmörkunum verði frumvarpið að lögum og auknu fjármagni varið í forvarnir og fræðslu til eflingar lýðheilsu. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fjórum sinnum fram áður en aldrei komið til atkvæðagreiðslu Alþingis. Með frumvarpinu er ætlunin að afnema einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis, að smásala með áfengi verði gefin frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og sérstök áhersla verði lögð á eflingu lýðheilsusjóðs með auknum framlögum ásamt því að heimilt verði að auglýsa áfengi með takmörkunum. Ekki leyft í matvöruverslunum nema úti á landi Verði frumvarpið að lögum verður einkaaðilum heimila sala áfengis að uppfylltum ströngum skilyrðum. Frumvarpið gerir almennt ráð fyrir að heimilt verði að selja áfengi í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Í frumvarpinu er þó kveðið á um að ráðherra geti í reglugerð kveðið á um að í tilteknum sveitarfélögum verði heimilt að veita undanþágu frá meginreglunni um sérverslanir, enda sé talið óhagkvæmt sökum fámennis að reka sérverslun einungis með áfengi. Í þeim tilfellum skal áfengi vera í afmörkuðu rými eða í sérrými innan almennra verslana, þó þannig að áfengið verði ekki sýnilegt viðskiptavinum almennu verslunarinnar. Er þetta gert til þess að koma til móts við þau sjónarmið að fyrirkomulag sérverslana gæti reynst óhagkvæmt á landsbyggðinni.ÁTVR enn í rekstri Ekki er lagt til í frumvarpi þessu að ÁTVR verði gert að hætta smásölu á áfengi. Afnám einkaleyfis ríkisins á smásölu áfengis kallar engu síður á að starfsemi ÁTVR verði, í kjölfar lögfestingar frumvarpsins, tekin til endurskoðunar til að tryggja að nauðsynlegar breytingar á rekstri, reikningsskilum og upplýsingagjöf verði í samræmi við samkeppnisreglur, enda mikilvægt að einkaaðilar standi ekki höllum fæti í samkeppni við ríkið í smásölu áfengis. Í greinargerð frumvarpsins er fullyrt að áfengismenning og áfengisneysla hafi gjörbreyst frá þeim tíma sem ÁTVR var komið á fót árið 1961 og að samfélagið sé orðið opnara og fjölbreyttara. Er vín sagt vera órjúfanlegur hluti gróskumikillar matarmenningar og innlend framleiðsla áfengis að festa sig í sess og orðin iðnaður sem sé nátengdur landkynningu og þjónustu við sívaxandi fjölda ferðamanna. Aðgengi að áfengi er sagt hafa stóraukist á undanförnum árum og áratugum og útsölustöðum ríkisins með áfengi fjölgað.Vínveitingaleyfum stórfjölgað Hefur opnunartími áfengisverslana ríkisins verið rýmkaður, úrvalið aukist og netverslun verið komið á fót. Vínveitingaleyfum um land allt hefur samhliða stórfjölgað á síðastliðnum 20 árum. Á sama tíma hafi fyrirkomulag á einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis verið í grundvallaratriðum óbreytt í nær 95 ár, eða síðan sterkt áfengi var aftur gert að löglegri neysluvöru árið 1922.Einokun hamli eðlilegri samkeppni Er það mat þingmannanna sem standa að þessu frumvarpið að einokunarfyrirkomulag ríkisins með löglega neysluvöru hamli eðlilegri og heilbrigðri samkeppni og skerði atvinnufrelsi fólks. Löngu sé tímabært að breyting verði á því fyrirkomulagi sem um ræðir og er tilgangur frumvarpsins sagður að lögfesta nauðsynlegar breytingar í þá veru. Meginmarkmið frumvarpsins er að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis og að einkaaðilum verði heimiluð slík sala að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að almennt verði heimilt að selja áfengi í smásölu í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, leggur frumvarpið fram en þeir sem standa með honum að frumvarpinu eru flokkssystkini hans Jón Steindór Valdimarsson, Hanna Katrín Friðriksson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Jón Þór Ólafsson Pírati og þingmenn Sjálfstæðisflokksins Jón Gunnarsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru einnig flutningsmenn frumvarpsins. Alþingi Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson og sex aðrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp um afnám einkaleyfis ríkisins á smásölu á áfengi. Þá verða áfengisauglýsingar heimilaðar með takmörkunum verði frumvarpið að lögum og auknu fjármagni varið í forvarnir og fræðslu til eflingar lýðheilsu. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fjórum sinnum fram áður en aldrei komið til atkvæðagreiðslu Alþingis. Með frumvarpinu er ætlunin að afnema einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis, að smásala með áfengi verði gefin frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og sérstök áhersla verði lögð á eflingu lýðheilsusjóðs með auknum framlögum ásamt því að heimilt verði að auglýsa áfengi með takmörkunum. Ekki leyft í matvöruverslunum nema úti á landi Verði frumvarpið að lögum verður einkaaðilum heimila sala áfengis að uppfylltum ströngum skilyrðum. Frumvarpið gerir almennt ráð fyrir að heimilt verði að selja áfengi í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Í frumvarpinu er þó kveðið á um að ráðherra geti í reglugerð kveðið á um að í tilteknum sveitarfélögum verði heimilt að veita undanþágu frá meginreglunni um sérverslanir, enda sé talið óhagkvæmt sökum fámennis að reka sérverslun einungis með áfengi. Í þeim tilfellum skal áfengi vera í afmörkuðu rými eða í sérrými innan almennra verslana, þó þannig að áfengið verði ekki sýnilegt viðskiptavinum almennu verslunarinnar. Er þetta gert til þess að koma til móts við þau sjónarmið að fyrirkomulag sérverslana gæti reynst óhagkvæmt á landsbyggðinni.ÁTVR enn í rekstri Ekki er lagt til í frumvarpi þessu að ÁTVR verði gert að hætta smásölu á áfengi. Afnám einkaleyfis ríkisins á smásölu áfengis kallar engu síður á að starfsemi ÁTVR verði, í kjölfar lögfestingar frumvarpsins, tekin til endurskoðunar til að tryggja að nauðsynlegar breytingar á rekstri, reikningsskilum og upplýsingagjöf verði í samræmi við samkeppnisreglur, enda mikilvægt að einkaaðilar standi ekki höllum fæti í samkeppni við ríkið í smásölu áfengis. Í greinargerð frumvarpsins er fullyrt að áfengismenning og áfengisneysla hafi gjörbreyst frá þeim tíma sem ÁTVR var komið á fót árið 1961 og að samfélagið sé orðið opnara og fjölbreyttara. Er vín sagt vera órjúfanlegur hluti gróskumikillar matarmenningar og innlend framleiðsla áfengis að festa sig í sess og orðin iðnaður sem sé nátengdur landkynningu og þjónustu við sívaxandi fjölda ferðamanna. Aðgengi að áfengi er sagt hafa stóraukist á undanförnum árum og áratugum og útsölustöðum ríkisins með áfengi fjölgað.Vínveitingaleyfum stórfjölgað Hefur opnunartími áfengisverslana ríkisins verið rýmkaður, úrvalið aukist og netverslun verið komið á fót. Vínveitingaleyfum um land allt hefur samhliða stórfjölgað á síðastliðnum 20 árum. Á sama tíma hafi fyrirkomulag á einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis verið í grundvallaratriðum óbreytt í nær 95 ár, eða síðan sterkt áfengi var aftur gert að löglegri neysluvöru árið 1922.Einokun hamli eðlilegri samkeppni Er það mat þingmannanna sem standa að þessu frumvarpið að einokunarfyrirkomulag ríkisins með löglega neysluvöru hamli eðlilegri og heilbrigðri samkeppni og skerði atvinnufrelsi fólks. Löngu sé tímabært að breyting verði á því fyrirkomulagi sem um ræðir og er tilgangur frumvarpsins sagður að lögfesta nauðsynlegar breytingar í þá veru. Meginmarkmið frumvarpsins er að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis og að einkaaðilum verði heimiluð slík sala að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að almennt verði heimilt að selja áfengi í smásölu í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, leggur frumvarpið fram en þeir sem standa með honum að frumvarpinu eru flokkssystkini hans Jón Steindór Valdimarsson, Hanna Katrín Friðriksson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Jón Þór Ólafsson Pírati og þingmenn Sjálfstæðisflokksins Jón Gunnarsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru einnig flutningsmenn frumvarpsins.
Alþingi Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15