Bíóleikmyndin Jarlhettur Tómas Guðbjartsson og Sigtryggur Ari Jóhannsson skrifar 20. september 2018 09:00 Útsýnið frá toppi Stóru-Jarlhettu er feikimagnað enda hafur landslagið verið notað í Hollywood-mynd. MYNDIR/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON Jarlhettur eru tæplega 15 kílómetra röð um 20 móbergstinda við Eystri-Hagafellsjökul í Langjökli, sem teygja sig frá Hagavatni í suðri til Skálpaness í norðri. Tindarnir urðu til við sprengigos undir jökli og rísa flestir um 200 til 300 metra yfir nágrenni sitt. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best, en nánast línulega tindaröðina umlykja svartir og ljósbrúnir sandflákar með vötnum og jökultjörnum. Skammt undan er Langjökull og minnir umhverfið helst á atriði úr bíómynd um Hringadróttinssögu. Jarlhettur koma við sögu í stórmyndinni Oblivion þar sem Tom Cruise situr á toppi einnar Hettunnar og virðir fyrir sér fljúgandi geimskip yfir Kili. Nafngift Jarlhettna hefur löngum valdið heilabrotum og sumir telja þær kenndar við eina jarl Íslandssögunnar, Gissur Þorvaldsson. Skemmtilegri er sú kenning fræðimanna að nafnið hafi upprunalega verið Járnhettur og síðar breyst í Jarlhettur, en hjálmar á síðmiðöldum voru kallaðir járnhettur. Óneitanlega líkjast margar af Hettunum hjálmum, ekki síst Stóra-Jarlhetta (943 metrar), sem er þeirra tilkomumest og sést best úr byggð. Flestir velja að ganga á hana og tekur gangan 5-6 klukkustundir fram og til baka. Ekki tekur nema tæpar þrjár stundir að aka frá Reykjavík að Hagavatni og því hægt að gera þetta að dagsferð. Austan við Hagavatn má leggja bílum og tekur þá við auðveld 5 kílómetra ganga að rótum Stóru-Hettu. Á leiðinni má toppa Stöku-Jarlhettu en af henni býðst frábært útsýni. Í fyrstu eru lausar skriður upp Stóru-Jarlhettu en ofar taka við móbergsklappir sem eru mikið augnakonfekt. Efsti hluti þeirra er ókleifur en engu að síður er þarna frábært útsýni í góðu veðri til Heklu, Hlöðufells, Þórisjökuls, Hagavatns og syðri hluta Langjökuls. Fyrir sprækt göngufólk er lítið mál að toppa fleiri Hettur í sömu göngu. Tilvalið er að ganga suður Jarlhettudal að skála Ferðafélags Íslands. Hann er skammt frá útfallinu á Hagavatni sem vert er að skoða. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Jarlhettur eru tæplega 15 kílómetra röð um 20 móbergstinda við Eystri-Hagafellsjökul í Langjökli, sem teygja sig frá Hagavatni í suðri til Skálpaness í norðri. Tindarnir urðu til við sprengigos undir jökli og rísa flestir um 200 til 300 metra yfir nágrenni sitt. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best, en nánast línulega tindaröðina umlykja svartir og ljósbrúnir sandflákar með vötnum og jökultjörnum. Skammt undan er Langjökull og minnir umhverfið helst á atriði úr bíómynd um Hringadróttinssögu. Jarlhettur koma við sögu í stórmyndinni Oblivion þar sem Tom Cruise situr á toppi einnar Hettunnar og virðir fyrir sér fljúgandi geimskip yfir Kili. Nafngift Jarlhettna hefur löngum valdið heilabrotum og sumir telja þær kenndar við eina jarl Íslandssögunnar, Gissur Þorvaldsson. Skemmtilegri er sú kenning fræðimanna að nafnið hafi upprunalega verið Járnhettur og síðar breyst í Jarlhettur, en hjálmar á síðmiðöldum voru kallaðir járnhettur. Óneitanlega líkjast margar af Hettunum hjálmum, ekki síst Stóra-Jarlhetta (943 metrar), sem er þeirra tilkomumest og sést best úr byggð. Flestir velja að ganga á hana og tekur gangan 5-6 klukkustundir fram og til baka. Ekki tekur nema tæpar þrjár stundir að aka frá Reykjavík að Hagavatni og því hægt að gera þetta að dagsferð. Austan við Hagavatn má leggja bílum og tekur þá við auðveld 5 kílómetra ganga að rótum Stóru-Hettu. Á leiðinni má toppa Stöku-Jarlhettu en af henni býðst frábært útsýni. Í fyrstu eru lausar skriður upp Stóru-Jarlhettu en ofar taka við móbergsklappir sem eru mikið augnakonfekt. Efsti hluti þeirra er ókleifur en engu að síður er þarna frábært útsýni í góðu veðri til Heklu, Hlöðufells, Þórisjökuls, Hagavatns og syðri hluta Langjökuls. Fyrir sprækt göngufólk er lítið mál að toppa fleiri Hettur í sömu göngu. Tilvalið er að ganga suður Jarlhettudal að skála Ferðafélags Íslands. Hann er skammt frá útfallinu á Hagavatni sem vert er að skoða.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira