Bubbi segir Kim Larsen hafa samið einn fallegasta kærleikssöng allra tíma Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2018 15:01 Bubbi minnist Kim Larsen sem féll frá í dag. Vísir/Eyþór/Getty „Við komum og við förum og þetta liggur fyrir okkur öllum,“ segir Bubbi Morthens í samtali við Vísi um danska tónlistarmanninn Kim Larsen sem lést í morgun, 72 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Bubbi segir Kim Larsen hafa kennt sér að vera trúr sínum kjarna. Larsen hafi verið götustrákur sem „meikaði“ það en engu að síður laus við stæla og prjál. Hann segir Larsen hafa ort einn fallegasta kærleikssöng sem hefur verið saminn og að Danir hafi í dag misst sannkallaða þjóðargersemi. „Það er efst í huga þegar einhverjir fara sem maður þekkir að einhverju leyti og þykir að einhverju leyti vænt um, þá myndast ákveðið gat í lífslofthjúpi manns, það slokknar á einni stjörnu í viðbót. Bubbi man hvar hann var þegar hann heyrði í fyrsta skiptið í Kim Larsen. Það var snemma á áttunda áratug síðustu aldar þegar Bubbi var í heimavistarskóla í Danmörku fjórtán ára gamall. „Málið er að ég er meiri Dani en Íslendingur. Ég veit ekki hvort að menn viti það. Ég er ekki nema einn fjórði Íslendingur en ég er hálfur Dani,“ segir Bubbi.Kim Larsen var allt trúr kjarnanum að sögn Bubba.Vísir/GettyÞótti tónlistin æðisleg Hann sat uppi á heimavist og hlustaði á hljómsveitina Gasolin, sem Larsen stofnaði, ásamt nokkrum krökkum. „Okkur þótti Gasolin vera þrusuband. Maður tengdi við hann. Þetta var bara eins og að hlusta íslenska tónlist fyrir mér. Þetta var tungumál sem var mér í blóð borið, þannig að mér þótti þetta æðislegt.“ Hann hefur fylgt Larsen í gegnum tíðina. Að mati Bubba er platan Yummi Yummi með Larsen æðisleg. „Ég var skeptískari á 80´s hljómborðssyntha dæmið hans. En hann á alveg klikkuð lög.“ Bubbi segir Larsen hafa sagt það sem honum bjó í brjósti og tekið afstöðu gagnvart allskonar hitamálum í Danmörku. „Og hægt og rólega varð hann einhverskonar þjóðargersemi.“ De Smukke Unge Mennesker í uppáhaldi Lagið sem Bubba þykir vænst um með Kim Larsen er De Smukke Unge Mennesker, sem er að finna á plötunni Yummi Yummi sem kom út árið 1988. „Sem mér finnst vera einn fallegasti kærleikssöngur sem hefur verið saminn. Það er ótrúleg næmni í lagi og texta og myndirnar sem hann dregur upp eru algjörlega óaðfinnanlegar. Þær segja þessa sögu; þegar börnin okkar verða unglingar og allt í einu þekkjum við þau ekki, röddin er öðruvísi, svo fara þau eins og fiðrildi í fyrsta sumardaginn og við stöndum eftir og horfum á eftir þeim fljúga úr hreiðrinu. Einhvern veginn nær hann utan um þessa tilfinningu á svo ótrúlega fallegan máta. Þetta lag hefur verið á prógramminu hjá mér í mörg ár.“Bubbi hitti Kim Larsen og segir Danann hafa verið götustrák sem sló í gegn. Larsen var mjög skemmtilegur og laus við stæla og prjál. Hann segir Larsen hafa farið allskonar hringi í lífsleiðinni en kjarninn hélst sá sami. „Hann var alltaf sannur,“ segir Bubbi. Ræða á afmæli drottningarinnar eftirminnileg Hann bendir fólki á að leita uppi ræðu sem Larsen hélt á afmæli Margrétar Danadrottningar ef það vill sjá hversu skemmtilegur hann var. „Þar sem hann stendur fyrir framan hana og heldur algjörlega óborganlega ræðu. Hann minnist eiginlega eingöngu bara á einn mann, Johnn Lennon, algjörlega geggjaður.“ Larsen greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í desember síðastliðnum. Hann sagði frá því janúar síðastliðnum og þurfti að fresta fyrirhugaðri tónleikaferð. Hann ákvað hins vegar að halda nokkurs konar kveðju tónleika í sumar. Fylgdi ljósi hans eftir Bubbi segir þetta ansi magnað kveðju. „Það er ekkert nema fegurð, ást og kærleikur. Ég hugleiddi Kim Larsen í morgun og fór í gegnum smá ferðalag í huganum og fylgdi ljósi hans eftir.“ Larsen hafði áhrif á Bubba sem segir Danann hafa kennt sér að vera trúr sjálfum sér. „Þú verður að segja það sem þér finnst og vera trúr þínum kjarna. Og mér fannst hann höndla það ótrúlega vel. Það eru aðrir tónlistarmenn sem hafa haft meiri áhrif á mig. En fyrir mér var Kim Larsen partur af dönsku fjölskyldu minni. Kim Larsen hefur alltaf verið við hliðina á manni. Ég hlusta oft á ákveðin lög með honum til að tengja mig inn í móðurlandið.“Hér fyrir neðan má heyra Bubba spila De Smukke Unge Mennesker á afmælisdegi sínum fyrir tveimur árum. Tónlist Tengdar fréttir Kim Larsen látinn Lést í morgun 72 ára að aldri eftir langvinn veikindi. 30. september 2018 09:37 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Við komum og við förum og þetta liggur fyrir okkur öllum,“ segir Bubbi Morthens í samtali við Vísi um danska tónlistarmanninn Kim Larsen sem lést í morgun, 72 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Bubbi segir Kim Larsen hafa kennt sér að vera trúr sínum kjarna. Larsen hafi verið götustrákur sem „meikaði“ það en engu að síður laus við stæla og prjál. Hann segir Larsen hafa ort einn fallegasta kærleikssöng sem hefur verið saminn og að Danir hafi í dag misst sannkallaða þjóðargersemi. „Það er efst í huga þegar einhverjir fara sem maður þekkir að einhverju leyti og þykir að einhverju leyti vænt um, þá myndast ákveðið gat í lífslofthjúpi manns, það slokknar á einni stjörnu í viðbót. Bubbi man hvar hann var þegar hann heyrði í fyrsta skiptið í Kim Larsen. Það var snemma á áttunda áratug síðustu aldar þegar Bubbi var í heimavistarskóla í Danmörku fjórtán ára gamall. „Málið er að ég er meiri Dani en Íslendingur. Ég veit ekki hvort að menn viti það. Ég er ekki nema einn fjórði Íslendingur en ég er hálfur Dani,“ segir Bubbi.Kim Larsen var allt trúr kjarnanum að sögn Bubba.Vísir/GettyÞótti tónlistin æðisleg Hann sat uppi á heimavist og hlustaði á hljómsveitina Gasolin, sem Larsen stofnaði, ásamt nokkrum krökkum. „Okkur þótti Gasolin vera þrusuband. Maður tengdi við hann. Þetta var bara eins og að hlusta íslenska tónlist fyrir mér. Þetta var tungumál sem var mér í blóð borið, þannig að mér þótti þetta æðislegt.“ Hann hefur fylgt Larsen í gegnum tíðina. Að mati Bubba er platan Yummi Yummi með Larsen æðisleg. „Ég var skeptískari á 80´s hljómborðssyntha dæmið hans. En hann á alveg klikkuð lög.“ Bubbi segir Larsen hafa sagt það sem honum bjó í brjósti og tekið afstöðu gagnvart allskonar hitamálum í Danmörku. „Og hægt og rólega varð hann einhverskonar þjóðargersemi.“ De Smukke Unge Mennesker í uppáhaldi Lagið sem Bubba þykir vænst um með Kim Larsen er De Smukke Unge Mennesker, sem er að finna á plötunni Yummi Yummi sem kom út árið 1988. „Sem mér finnst vera einn fallegasti kærleikssöngur sem hefur verið saminn. Það er ótrúleg næmni í lagi og texta og myndirnar sem hann dregur upp eru algjörlega óaðfinnanlegar. Þær segja þessa sögu; þegar börnin okkar verða unglingar og allt í einu þekkjum við þau ekki, röddin er öðruvísi, svo fara þau eins og fiðrildi í fyrsta sumardaginn og við stöndum eftir og horfum á eftir þeim fljúga úr hreiðrinu. Einhvern veginn nær hann utan um þessa tilfinningu á svo ótrúlega fallegan máta. Þetta lag hefur verið á prógramminu hjá mér í mörg ár.“Bubbi hitti Kim Larsen og segir Danann hafa verið götustrák sem sló í gegn. Larsen var mjög skemmtilegur og laus við stæla og prjál. Hann segir Larsen hafa farið allskonar hringi í lífsleiðinni en kjarninn hélst sá sami. „Hann var alltaf sannur,“ segir Bubbi. Ræða á afmæli drottningarinnar eftirminnileg Hann bendir fólki á að leita uppi ræðu sem Larsen hélt á afmæli Margrétar Danadrottningar ef það vill sjá hversu skemmtilegur hann var. „Þar sem hann stendur fyrir framan hana og heldur algjörlega óborganlega ræðu. Hann minnist eiginlega eingöngu bara á einn mann, Johnn Lennon, algjörlega geggjaður.“ Larsen greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í desember síðastliðnum. Hann sagði frá því janúar síðastliðnum og þurfti að fresta fyrirhugaðri tónleikaferð. Hann ákvað hins vegar að halda nokkurs konar kveðju tónleika í sumar. Fylgdi ljósi hans eftir Bubbi segir þetta ansi magnað kveðju. „Það er ekkert nema fegurð, ást og kærleikur. Ég hugleiddi Kim Larsen í morgun og fór í gegnum smá ferðalag í huganum og fylgdi ljósi hans eftir.“ Larsen hafði áhrif á Bubba sem segir Danann hafa kennt sér að vera trúr sjálfum sér. „Þú verður að segja það sem þér finnst og vera trúr þínum kjarna. Og mér fannst hann höndla það ótrúlega vel. Það eru aðrir tónlistarmenn sem hafa haft meiri áhrif á mig. En fyrir mér var Kim Larsen partur af dönsku fjölskyldu minni. Kim Larsen hefur alltaf verið við hliðina á manni. Ég hlusta oft á ákveðin lög með honum til að tengja mig inn í móðurlandið.“Hér fyrir neðan má heyra Bubba spila De Smukke Unge Mennesker á afmælisdegi sínum fyrir tveimur árum.
Tónlist Tengdar fréttir Kim Larsen látinn Lést í morgun 72 ára að aldri eftir langvinn veikindi. 30. september 2018 09:37 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira