Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Sveinn Arnarsson skrifar 9. október 2018 06:30 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mun freista þess að höggva á þann hnút sem kominn er á málefni laxeldisfyrirtækja. Fréttablaðið/Ernir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mun í dag leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtæki í laxeldi á Vestfjörðum, Fjarðalax og Arctic Fish, geti haldið áfram starfsemi þrátt fyrir úrskurði og afturköllun starfsleyfa fyrirtækjanna. Í frumvarpi Kristjáns Þórs kemur fram að ráðherra sé heimilt, að undangenginni umsögn Matvælastofnunar, að veita fyrirtækjum í laxeldi bráðabirgðaleyfi, til allt að tíu mánaða. „Þetta eru mál sem snerta sjávarútvegsráðherra. Það sem snýr að mér hefur með starfsleyfi að gera á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þar er alveg ljóst að fyrirtækin geta sótt um undanþágu frá starfsleyfinu og það var ekki rætt á ríkisstjórnarfundi.“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra þegar hann gekk af ríkisstjórnarfundi í gær. Hann sagði enn fremur að hann hefði ekki fengið inn á sitt borð umsókn fyrirtækjanna um undanþágu en ef til þess kæmi myndi hann taka málið til meðferðar. Fundur var haldinn í gær með Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og laxeldisfyrirtækjunum tveimur. Sigrún Ágústsdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði friðlýsinga og starfsleyfa, segir að á fundinum hafi verið rædd tillaga um hvernig væri hægt að bæta úr þeim annmarka sem fjallað er um í úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Ný leyfi fyrirtækjanna tveggja eru fallin úr gildi en eldri leyfi þeirra fyrir minna umfangi eru enn í gildi samkvæmt okkar skilningi. Það sé því enn hægt að nýta þau leyfi að okkar mati,“ segir Sigrún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru fulltrúar Arctic Fish kallaðir á fund viðskiptabanka síns þegar rekstrarleyfi þeirra hafði verið afturkallað og gerð grein fyrir því að afturköllun á rekstrarleyfi gæti þýtt riftun á lánasamningum við félagið. Hins vegar hafi fréttir síðustu daga um inngrip stjórnvalda róað viðskiptabankann. Litlu hafi þó mátt muna á tímabili. Halla Signý Kristjánsdóttir, annar varaformaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, segir að gjaldþrot fyrirtækjanna hafi komið til tals. „Þetta er dagaspursmál því þeir sjá stefnuleysið í málaflokknum og vandræðaganginn og hafa kallað fyrirtækin að borðinu og viljað fá svör,“ segir Halla Signý. „Fyrirtækin hafa sagt atvinnuveganefnd þetta og ég sem þingmaður kjördæmisins hef verið fyrir vestan og hef verið að heyra þetta.“Vill laxveiðirétthafa á fund Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segist ekki hafa séð frumvarp sjávarútvegsráðherra. „En ég óskaði eftir því á sunnudag að umhverfisverndarsinnar og laxveiðirétthafar komi á fund umhverfis- og samgöngunefndar í vikunni, enda nauðsynlegt að við fáum að heyra þeirra sjónarmið í nefndinni,“ segir Rósa. Aðspurð segir Rósa að enn sem komið er hafi engar undirtektir verið við þá beiðni, hvorki frá stjórnarliðum né stjórnarandstöðu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mun í dag leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtæki í laxeldi á Vestfjörðum, Fjarðalax og Arctic Fish, geti haldið áfram starfsemi þrátt fyrir úrskurði og afturköllun starfsleyfa fyrirtækjanna. Í frumvarpi Kristjáns Þórs kemur fram að ráðherra sé heimilt, að undangenginni umsögn Matvælastofnunar, að veita fyrirtækjum í laxeldi bráðabirgðaleyfi, til allt að tíu mánaða. „Þetta eru mál sem snerta sjávarútvegsráðherra. Það sem snýr að mér hefur með starfsleyfi að gera á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þar er alveg ljóst að fyrirtækin geta sótt um undanþágu frá starfsleyfinu og það var ekki rætt á ríkisstjórnarfundi.“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra þegar hann gekk af ríkisstjórnarfundi í gær. Hann sagði enn fremur að hann hefði ekki fengið inn á sitt borð umsókn fyrirtækjanna um undanþágu en ef til þess kæmi myndi hann taka málið til meðferðar. Fundur var haldinn í gær með Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og laxeldisfyrirtækjunum tveimur. Sigrún Ágústsdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði friðlýsinga og starfsleyfa, segir að á fundinum hafi verið rædd tillaga um hvernig væri hægt að bæta úr þeim annmarka sem fjallað er um í úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Ný leyfi fyrirtækjanna tveggja eru fallin úr gildi en eldri leyfi þeirra fyrir minna umfangi eru enn í gildi samkvæmt okkar skilningi. Það sé því enn hægt að nýta þau leyfi að okkar mati,“ segir Sigrún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru fulltrúar Arctic Fish kallaðir á fund viðskiptabanka síns þegar rekstrarleyfi þeirra hafði verið afturkallað og gerð grein fyrir því að afturköllun á rekstrarleyfi gæti þýtt riftun á lánasamningum við félagið. Hins vegar hafi fréttir síðustu daga um inngrip stjórnvalda róað viðskiptabankann. Litlu hafi þó mátt muna á tímabili. Halla Signý Kristjánsdóttir, annar varaformaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, segir að gjaldþrot fyrirtækjanna hafi komið til tals. „Þetta er dagaspursmál því þeir sjá stefnuleysið í málaflokknum og vandræðaganginn og hafa kallað fyrirtækin að borðinu og viljað fá svör,“ segir Halla Signý. „Fyrirtækin hafa sagt atvinnuveganefnd þetta og ég sem þingmaður kjördæmisins hef verið fyrir vestan og hef verið að heyra þetta.“Vill laxveiðirétthafa á fund Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segist ekki hafa séð frumvarp sjávarútvegsráðherra. „En ég óskaði eftir því á sunnudag að umhverfisverndarsinnar og laxveiðirétthafar komi á fund umhverfis- og samgöngunefndar í vikunni, enda nauðsynlegt að við fáum að heyra þeirra sjónarmið í nefndinni,“ segir Rósa. Aðspurð segir Rósa að enn sem komið er hafi engar undirtektir verið við þá beiðni, hvorki frá stjórnarliðum né stjórnarandstöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00