Innlent

Eyjamenn vilja sjúkraþyrlu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vilja styttri útkallstíma á Suðurlandi.
Vilja styttri útkallstíma á Suðurlandi. Fréttablaðið/Pjetur
Bæjarráð Vestmannaeyja kveðst taka undir ályktun stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) um að koma eigi upp sérstakri sjúkraþyrlu.

Bæjarráðið vitnar til nýlegrar skýrslu starfshóps velferðarráðuneytisins og segist eins og SASS taka undir með tveimur af sjö fulltrúum í starfshópnum um að koma ætti upp sérstakri sjúkraþyrlu með útkallstíma sem væri styttri en tíu mínútur. Rekstrarkostnaður yrði 500 til 880 milljónir króna á ári. Stjórn SASS leggur til að þyrlan verði staðsett á Suðurlandi og bæjarráð Vestmannaeyja telur ákjósanlegt að þyrlan verði í Eyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×