Einar Jóns: Var að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann lokaði búrinu Anton Ingi Leifsson skrifar 8. október 2018 21:58 Einar á síðustu leiktíð. vísir/ernir „Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af strákunum fyrir að hafa klárað þetta. Þetta var alveg ótrúlega góður sigur hjá okkur,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir sigur sinna manna gegn KA á Akureyri í kvöld. Einar sagði sína menn ekki hafa spilað vel í kvöld en hann var ánægður með karakterinn í sínu liði gegn flottu KA liði. „Að koma hérna í KA heimilið, fullt hús, frábær stemmning og taka tvo punkta. Það verður ekki mikið betra en það,“ bætti Einar við. KA menn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14 – 10 og sagði Einar að allir í hans liði, bæði þjálfarar og leikmenn, hefðu verið óánægðir með nokkra hluti sem búið var að fara yfir. „Við vorum að gera hluti mjög illa, bæði í vörn og sókn og mér fannst menn laga það í seinni hálfleiknum. Vörnin var betri og Bjartur kom inn í síðari hálfleik algjörlega frábær og Hreiðar lokar markinu síðasta korterið eða svo,“ sagði Einar og bætti við: „Við vorum aðeins agaðri sóknarlega. Örugglega ekki flottasti sóknarleikur sem að sést hefur en við gerðum nóg og þá er ég sáttur.“ Bæði lið áttu erfitt með að halda boltanum innan sinna raða í upphafi síðari hálfleiks og sagði Einar það hafa farið í sig. Hann sagði það þó ekki hafa breyst mikið í síðari hálfleik. „Vörnin varð betri og svona jú þetta var nú aðeins skárra í seinni hálfleik sóknarlega en töpuðu boltarnir voru of margir en við unnum.“ Eins og Einar kom inn á var Hreiðar Levý drjúgur í síðari hálfleiknum og ekki síst á síðustu mínútu leiksins þegar hann varði þrjú skot í sömu sókninni. Spurður út í mikilvægi markmanns í hans gæðaflokki stóð ekki á svari. „Ég held að það sé nú bara mikilvægt fyrir öll lið að hafa góðan markmann í rammanum. Jovan var frábær hér í dag. Ég var nú að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann ákvað að loka búrinu og var frábær,“ sagði Einar og bætti við að Hreiðar væri vissulega stór hluti af Gróttu liðinu og væri búinn að vera frábær í vetur. Olís-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
„Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af strákunum fyrir að hafa klárað þetta. Þetta var alveg ótrúlega góður sigur hjá okkur,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir sigur sinna manna gegn KA á Akureyri í kvöld. Einar sagði sína menn ekki hafa spilað vel í kvöld en hann var ánægður með karakterinn í sínu liði gegn flottu KA liði. „Að koma hérna í KA heimilið, fullt hús, frábær stemmning og taka tvo punkta. Það verður ekki mikið betra en það,“ bætti Einar við. KA menn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14 – 10 og sagði Einar að allir í hans liði, bæði þjálfarar og leikmenn, hefðu verið óánægðir með nokkra hluti sem búið var að fara yfir. „Við vorum að gera hluti mjög illa, bæði í vörn og sókn og mér fannst menn laga það í seinni hálfleiknum. Vörnin var betri og Bjartur kom inn í síðari hálfleik algjörlega frábær og Hreiðar lokar markinu síðasta korterið eða svo,“ sagði Einar og bætti við: „Við vorum aðeins agaðri sóknarlega. Örugglega ekki flottasti sóknarleikur sem að sést hefur en við gerðum nóg og þá er ég sáttur.“ Bæði lið áttu erfitt með að halda boltanum innan sinna raða í upphafi síðari hálfleiks og sagði Einar það hafa farið í sig. Hann sagði það þó ekki hafa breyst mikið í síðari hálfleik. „Vörnin varð betri og svona jú þetta var nú aðeins skárra í seinni hálfleik sóknarlega en töpuðu boltarnir voru of margir en við unnum.“ Eins og Einar kom inn á var Hreiðar Levý drjúgur í síðari hálfleiknum og ekki síst á síðustu mínútu leiksins þegar hann varði þrjú skot í sömu sókninni. Spurður út í mikilvægi markmanns í hans gæðaflokki stóð ekki á svari. „Ég held að það sé nú bara mikilvægt fyrir öll lið að hafa góðan markmann í rammanum. Jovan var frábær hér í dag. Ég var nú að fara að skipta Hreiðari útaf þegar hann ákvað að loka búrinu og var frábær,“ sagði Einar og bætti við að Hreiðar væri vissulega stór hluti af Gróttu liðinu og væri búinn að vera frábær í vetur.
Olís-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira