Enn segja breskir fjölmiðlar falsfréttir sem tengjast Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2018 14:00 Fylgst er grannt með Benny. Vísir/AP Ef marka mátti fréttir í breskum fjölmiðlum um helgina stóð til að flytja mjaldurinn Benny sem álpast hefur inn í Thames í Bretlandi til Íslands í fyrirhugað hvalaathvarf í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem að fréttirnar hafi byggst á misskilningi, líkt og fréttir um yfirvofandi gos í Kötlu fyrir skömmu. Benny the Beluga, eða mjaldurinn Benny, hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi undanfarna daga en hann hefur dvalið í Thames-ánni í um tvær vikur. Sérfræðingar fylgast nú grannt með atferli Benny. Vonir standa til að hann muni sjálfur koma sér aftur í Norðursjóinn en takist það ekki verður skoðað hægt verði aðstoða hvalinn. Um helgina birtust hins vegar fréttir af því að til stæði að fanga Benny til þess að koma honum flugleiðis til Vestmannaeyja þar sem fyrirhugað hvalaathvarf verður staðsett. Var aðgerðinni líkt við þá sem fór af stað þegar háhyrningurinn Keikó kom hingað til lands á síðustu öld.Fyrirsögn greinar Daily Telegraph.Mynd/SkjáskotVoru fréttir þess efnis byggðar á frétt Daily Telegraph þar sem rætt var sjávarlífræðinginn Chris Parsons um hvernig slík aðgerð yrði framkvæmd. Daily Mail, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, og Daily Mirror, birtu fréttir byggðar á frétt Telegraph og því slegið upp að Benny væri mögulega á leið til Íslands.Því sáu forsvarsmenn British Divers Marine Life Rescue, sem hafa fengið það verkefnið að fylgjast með Benny, sig tilneydda til þess að gefa útyfirlýsingu á Facebook vegna fréttar Telegraphþar sem segir að fréttin sé ekki byggð á staðreyndum.Þar segir að verið sé að kanna hvernig sé hægt að koma Benny til aðstoðar en engar áætlanir séu uppi um að flytja hann flugleiðis úr ánni. „Við höfum engar áætlanir uppi um að flytja hann til Íslands,“ segir í bréfi sem samtökin sendu á ritstjórn Telegraph. Þar segir einnig að líklega sé fréttin á misskilningi byggð þar sem samtal Parsons við blaðamann Telegraph hafi aðeins snúist um tvo mjaldra í Kína sem stefnt er að flytja til Vestmannaeyja, líkt og greint hefur verið frá.Stutt er síðan breskir fjölmiðlar birtu fréttir um að eldfjallið Katla væri við það að fara að gjósa og var súumfjöllun byggð á frétt Sunday Timesvegna rannsóknar eldfjallafræðingsins Evgeniu Ilyinskaya og samstarfsfélaga hennar sem benti til þess að mikið magn koltvísýrings flæði upp úr Kötlu. Var það túlkað sem svo að gos í Kötlu væri yfirvofandi.Eftir harða gagnrýni Evgeniu leiðrétti Times fréttina,baðst afsökunar og breytti fyrirsögn hennar. Dýr Fjölmiðlar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira
Ef marka mátti fréttir í breskum fjölmiðlum um helgina stóð til að flytja mjaldurinn Benny sem álpast hefur inn í Thames í Bretlandi til Íslands í fyrirhugað hvalaathvarf í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem að fréttirnar hafi byggst á misskilningi, líkt og fréttir um yfirvofandi gos í Kötlu fyrir skömmu. Benny the Beluga, eða mjaldurinn Benny, hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi undanfarna daga en hann hefur dvalið í Thames-ánni í um tvær vikur. Sérfræðingar fylgast nú grannt með atferli Benny. Vonir standa til að hann muni sjálfur koma sér aftur í Norðursjóinn en takist það ekki verður skoðað hægt verði aðstoða hvalinn. Um helgina birtust hins vegar fréttir af því að til stæði að fanga Benny til þess að koma honum flugleiðis til Vestmannaeyja þar sem fyrirhugað hvalaathvarf verður staðsett. Var aðgerðinni líkt við þá sem fór af stað þegar háhyrningurinn Keikó kom hingað til lands á síðustu öld.Fyrirsögn greinar Daily Telegraph.Mynd/SkjáskotVoru fréttir þess efnis byggðar á frétt Daily Telegraph þar sem rætt var sjávarlífræðinginn Chris Parsons um hvernig slík aðgerð yrði framkvæmd. Daily Mail, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, og Daily Mirror, birtu fréttir byggðar á frétt Telegraph og því slegið upp að Benny væri mögulega á leið til Íslands.Því sáu forsvarsmenn British Divers Marine Life Rescue, sem hafa fengið það verkefnið að fylgjast með Benny, sig tilneydda til þess að gefa útyfirlýsingu á Facebook vegna fréttar Telegraphþar sem segir að fréttin sé ekki byggð á staðreyndum.Þar segir að verið sé að kanna hvernig sé hægt að koma Benny til aðstoðar en engar áætlanir séu uppi um að flytja hann flugleiðis úr ánni. „Við höfum engar áætlanir uppi um að flytja hann til Íslands,“ segir í bréfi sem samtökin sendu á ritstjórn Telegraph. Þar segir einnig að líklega sé fréttin á misskilningi byggð þar sem samtal Parsons við blaðamann Telegraph hafi aðeins snúist um tvo mjaldra í Kína sem stefnt er að flytja til Vestmannaeyja, líkt og greint hefur verið frá.Stutt er síðan breskir fjölmiðlar birtu fréttir um að eldfjallið Katla væri við það að fara að gjósa og var súumfjöllun byggð á frétt Sunday Timesvegna rannsóknar eldfjallafræðingsins Evgeniu Ilyinskaya og samstarfsfélaga hennar sem benti til þess að mikið magn koltvísýrings flæði upp úr Kötlu. Var það túlkað sem svo að gos í Kötlu væri yfirvofandi.Eftir harða gagnrýni Evgeniu leiðrétti Times fréttina,baðst afsökunar og breytti fyrirsögn hennar.
Dýr Fjölmiðlar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira
Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59
Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45