Segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn, þrátt fyrir sönnunargögn Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2018 12:31 Dmitry Peskov er hér fyrir miðju. Við hlið hans eru þeir Dmitry Medvedev, forsætisráðherra og fyrrverandi forseti, og Vladimir Pútín, forseti og fyrrverandi forsætisráðherra. EPA/MICHAEL KLIMENTYEV Yfirvöld Rússlands segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn fyrir því að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar GRU, hafi reynt að brjóta sér leið í tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, í apríl. Það segja þeir þrátt fyrir að Hollendingar hafi birt fjölda sönnunargagna á blaðamannafundi fyrir helgi. Sendiherra Hollands í Rússlandi var kallaður á teppið í dag þar sem mótmælum Rússa gagnvart ásökunum var komið á framfæri. Á blaðamannafundinum sögðu Hollendingar að mennirnir fjórir hefðu verið gómaðir fyrir utan höfuðstöðvar OPCW á bílaleigubíl sem þeir höfðu útbúið tækjum til að stela lykilorðum og notendaupplýsingum úr tölvukerfi höfuðstöðvanna. Á þeim tíma kom OPCW meðal annars að rannsókninni á Skripal-eitruninni, þar sem Rússar eru sakaðir um að hafa beitt taugaeitrinu Novichok til að ráða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal af dögum í byrjun mars. OPCW var einnig að rannsaka efnavopnaárásina á Douma á þeim tíma. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefur verið sakaður um að framkvæma árásina en Rússar, sem styðja Assad, hafa sakað breta um að sviðsetja hana.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraDmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði á blaðamannafundi í dag að Hollendingar hefðu ekki lagt fram nein sönnunargögn fyrir aðild Rússlands að hinni meintu árás og að hann ætlaði ekki að ræða málið frekar.Samkvæmt TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskov að sönnunargögn Hollendinga ættu að berast í gegnum réttar leiðir en ekki fjölmiðla.Hollendingar opinberuðu í síðustu viku að mennirnir fjórir hefðu ferðast frá Rússlandi til Hollands á opinberum vegabréfum og að í fórum þeirra hefði fundist kvittun fyrir leigubíl frá deginum sem þeir ferðuðust. Kvittunin sýndi að þeir fengu far frá höfuðstöðvum GRU til flugvallarins. Þegar mennirnir voru gómaðir reyndu þeir að eyðileggja síma sem þeir voru með og voru þeir einnig gómaðir með tölvur. Minnst ein þeirra hefur verið tengd við aðrar tölvuárásir. Mennirnir voru einnig með tuttugu þúsund evrur og tuttugu þúsund dali í reiðufé. Þetta eru upplýsingar sem fjölmiðlar fengu en afar sjaldgæft er að gögn sem tengjast rannsóknum sem þessari séu opinberuð. Rússland Tengdar fréttir Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 14:23 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Yfirvöld Rússlands segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn fyrir því að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar GRU, hafi reynt að brjóta sér leið í tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, í apríl. Það segja þeir þrátt fyrir að Hollendingar hafi birt fjölda sönnunargagna á blaðamannafundi fyrir helgi. Sendiherra Hollands í Rússlandi var kallaður á teppið í dag þar sem mótmælum Rússa gagnvart ásökunum var komið á framfæri. Á blaðamannafundinum sögðu Hollendingar að mennirnir fjórir hefðu verið gómaðir fyrir utan höfuðstöðvar OPCW á bílaleigubíl sem þeir höfðu útbúið tækjum til að stela lykilorðum og notendaupplýsingum úr tölvukerfi höfuðstöðvanna. Á þeim tíma kom OPCW meðal annars að rannsókninni á Skripal-eitruninni, þar sem Rússar eru sakaðir um að hafa beitt taugaeitrinu Novichok til að ráða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal af dögum í byrjun mars. OPCW var einnig að rannsaka efnavopnaárásina á Douma á þeim tíma. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefur verið sakaður um að framkvæma árásina en Rússar, sem styðja Assad, hafa sakað breta um að sviðsetja hana.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraDmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði á blaðamannafundi í dag að Hollendingar hefðu ekki lagt fram nein sönnunargögn fyrir aðild Rússlands að hinni meintu árás og að hann ætlaði ekki að ræða málið frekar.Samkvæmt TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskov að sönnunargögn Hollendinga ættu að berast í gegnum réttar leiðir en ekki fjölmiðla.Hollendingar opinberuðu í síðustu viku að mennirnir fjórir hefðu ferðast frá Rússlandi til Hollands á opinberum vegabréfum og að í fórum þeirra hefði fundist kvittun fyrir leigubíl frá deginum sem þeir ferðuðust. Kvittunin sýndi að þeir fengu far frá höfuðstöðvum GRU til flugvallarins. Þegar mennirnir voru gómaðir reyndu þeir að eyðileggja síma sem þeir voru með og voru þeir einnig gómaðir með tölvur. Minnst ein þeirra hefur verið tengd við aðrar tölvuárásir. Mennirnir voru einnig með tuttugu þúsund evrur og tuttugu þúsund dali í reiðufé. Þetta eru upplýsingar sem fjölmiðlar fengu en afar sjaldgæft er að gögn sem tengjast rannsóknum sem þessari séu opinberuð.
Rússland Tengdar fréttir Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 14:23 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15
Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 14:23