Áralangar deilur um hávaða í fjöleignarhúsi enduðu fyrir dómi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2018 06:15 Um áralanga deilu er að ræða en samkvæmt gögnum málsins hefur frá miðju ári 2006 verið hringt alls 74 sinnum í lögreglu vegna hávaða úr íbúðinni. Vísir/HARI Kona í Garðabæ var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpum hálfum mánuði sýknuð af kröfu húsfélags um að henni yrði gert skylt að flytja úr íbúð sinni í húsinu og að henni yrði gert að selja fasteignina. Ástæðan fyrir kröfu húsfélagsins var áralangt ónæði úr íbúð konunnar. Um áralanga deilu er að ræða en samkvæmt gögnum málsins hefur frá miðju ári 2006 verið hringt alls 74 sinnum í lögreglu vegna hávaða úr íbúðinni. Mikið ónæði hafi verið þaðan vegna tónlistar úr stórum hátölurum og þá hafi öðrum íbúum hússins stafað ógn af sambýlismanni konunnar. Sá á meðal annars að hafa hótað einum íbúa því að henda honum fram af annarri hæð hússins og að hann myndi missa stjórn á bíl sínum þegar viðkomandi íbúi væri nálægur. Þá báru aðrir íbúar hússins um að hann hefði átt það til að ganga í skrokk á konu sinni og hafði lögregla verið minnst einu sinni kölluð til vegna slíks ofbeldis. Málið var ítrekað tekið fyrir á húsfundum félagsins og konunni þar veitt áminning. Staðan var fyrst rædd á fundi árið 2008, aftur ári síðar og ítrekað síðan þá. Að endingu var dómsmál höfðað. „Verður háttsemi [konunnar og sambýlismannsins] með engu móti réttlætt hér. Hins vegar kom fram í skýrslum fyrir dómi, þegar spurt var hvernig háttsemi þeirra hefði verið upp á síðkastið, að ekkert ónæði hafi verið frá íbúð stefndu á þessu ári, fyrir utan að sambýlismaður stefndu hafi í janúar gengið ógnandi á milli íbúða í þeim tilgangi að fá eigendur til að falla frá þessari málsókn, en hann sé nú fluttur úr húsinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ekki þótti sannað að skilyrði fjöleignarhúsalaga um bann við dvöl og skyldu til að selja íbúðina væru uppfyllt. Því var konan sýknuð af kröfunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Kona í Garðabæ var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpum hálfum mánuði sýknuð af kröfu húsfélags um að henni yrði gert skylt að flytja úr íbúð sinni í húsinu og að henni yrði gert að selja fasteignina. Ástæðan fyrir kröfu húsfélagsins var áralangt ónæði úr íbúð konunnar. Um áralanga deilu er að ræða en samkvæmt gögnum málsins hefur frá miðju ári 2006 verið hringt alls 74 sinnum í lögreglu vegna hávaða úr íbúðinni. Mikið ónæði hafi verið þaðan vegna tónlistar úr stórum hátölurum og þá hafi öðrum íbúum hússins stafað ógn af sambýlismanni konunnar. Sá á meðal annars að hafa hótað einum íbúa því að henda honum fram af annarri hæð hússins og að hann myndi missa stjórn á bíl sínum þegar viðkomandi íbúi væri nálægur. Þá báru aðrir íbúar hússins um að hann hefði átt það til að ganga í skrokk á konu sinni og hafði lögregla verið minnst einu sinni kölluð til vegna slíks ofbeldis. Málið var ítrekað tekið fyrir á húsfundum félagsins og konunni þar veitt áminning. Staðan var fyrst rædd á fundi árið 2008, aftur ári síðar og ítrekað síðan þá. Að endingu var dómsmál höfðað. „Verður háttsemi [konunnar og sambýlismannsins] með engu móti réttlætt hér. Hins vegar kom fram í skýrslum fyrir dómi, þegar spurt var hvernig háttsemi þeirra hefði verið upp á síðkastið, að ekkert ónæði hafi verið frá íbúð stefndu á þessu ári, fyrir utan að sambýlismaður stefndu hafi í janúar gengið ógnandi á milli íbúða í þeim tilgangi að fá eigendur til að falla frá þessari málsókn, en hann sé nú fluttur úr húsinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ekki þótti sannað að skilyrði fjöleignarhúsalaga um bann við dvöl og skyldu til að selja íbúðina væru uppfyllt. Því var konan sýknuð af kröfunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira