Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2018 19:30 Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Rannsóknarlögreglumaður segir póstinn innihalda spilliforrit sem veitir hinum óprúttna aðila aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars upplýsingar um heimabanka fólks. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim var fólk beðið um að hlaða niður málsgögnum sem innihalda vírus. Þá leit pósturinn út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar en í stað bókstafsins L var ritað i. „Við vitum að það var spilliforrit inni í póstinum. Það voru mjög margir sem lentu í þessu en við eigum eftir að komast að því hversu margir. Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður. Þar sem pósturinn er mjög vel gerður og allt málfar rétt segir hann að ekki sé hægt að útiloka að á ferðinni hafi verið Íslendingur. Hann segir að hakkarinn hafi einbeitt sér að upplýsingum um heimabanka fólks.Hér má sjá hvernig hakkarinn blekkti fólk með bókstafnum iSkjáskot/Stöð2Nú talar þú um að þetta sé spilliforrit. Vitið þið hvaða upplýsingar þrjóturinn gæti hafa komist yfir?„Já forritið virkar þannig að það veitir algjört aðgengi að vélinni. Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar,“ segir Daði. Þá er ekki vitað hversu margir fengu slíkan póst en lögreglan hefur sent spilliforritið til Europol til frekari rannsóknar. Lögreglan brýnir fyrir þeim sem fengu slíkan póst að ganga úr skugga um að vélarnar séu ekki sýktar. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta er mjög stórt og vel gert, enda virðast margir hafa fallið fyrir þessu. Síðan sem fólki er vísað inn á er hönnuð eins og hún sé frá lögreglunni, þannig þetta er mjög alvarlegt,“ segir Daði.Hér má sjá umræddan póst. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Lögreglan fékk ófáar ábendingar vegna póstsins í gær 7. október 2018 12:10 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Rannsóknarlögreglumaður segir póstinn innihalda spilliforrit sem veitir hinum óprúttna aðila aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars upplýsingar um heimabanka fólks. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim var fólk beðið um að hlaða niður málsgögnum sem innihalda vírus. Þá leit pósturinn út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar en í stað bókstafsins L var ritað i. „Við vitum að það var spilliforrit inni í póstinum. Það voru mjög margir sem lentu í þessu en við eigum eftir að komast að því hversu margir. Það verður að koma í ljós síðar,“ segir Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður. Þar sem pósturinn er mjög vel gerður og allt málfar rétt segir hann að ekki sé hægt að útiloka að á ferðinni hafi verið Íslendingur. Hann segir að hakkarinn hafi einbeitt sér að upplýsingum um heimabanka fólks.Hér má sjá hvernig hakkarinn blekkti fólk með bókstafnum iSkjáskot/Stöð2Nú talar þú um að þetta sé spilliforrit. Vitið þið hvaða upplýsingar þrjóturinn gæti hafa komist yfir?„Já forritið virkar þannig að það veitir algjört aðgengi að vélinni. Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar,“ segir Daði. Þá er ekki vitað hversu margir fengu slíkan póst en lögreglan hefur sent spilliforritið til Europol til frekari rannsóknar. Lögreglan brýnir fyrir þeim sem fengu slíkan póst að ganga úr skugga um að vélarnar séu ekki sýktar. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta er mjög stórt og vel gert, enda virðast margir hafa fallið fyrir þessu. Síðan sem fólki er vísað inn á er hönnuð eins og hún sé frá lögreglunni, þannig þetta er mjög alvarlegt,“ segir Daði.Hér má sjá umræddan póst.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Lögreglan fékk ófáar ábendingar vegna póstsins í gær 7. október 2018 12:10 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Lögreglan fékk ófáar ábendingar vegna póstsins í gær 7. október 2018 12:10
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10