Guðni Eiríksson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs FH í fótbolta.
Guðni þekkir vel til hjá FH en hann var aðstoðarþjálfari kvennaliðsins árin 2015 og 2016 en FH liðið komst upp úr 1. deildinni í Pepsi-deildina árið 2015.
FH endaði í neðsta sæti Pepsi-deildar kvenna í sumar og mun því leika í Inkasso-deildinni næsta sumar.
"Ég þekki vel til meistaraflokks kvenna hjá FH eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari þar í tvö ár og veit að þar er góður efniviður til staðar. Við stefnum að sjálfsögðu að því að fara beint aftur upp í Pepsí deildina og ég hef fulla trú á því að verðum með mannskap næsta sumar sem gerir tilkall að Pepsí deildar sæti. Ég er fullur tilhlökkunar fyrir verkefninu en núna fer á fullt undirbúningur fyrir næsta keppnistímabil," sagði Guðni.
Guðni Eiríksson ráðinn þjálfari kvennaliðs FH
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið



Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús
Enski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

