Staðan í bandarískum stjórnmálum mánuði fyrir kosningar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. október 2018 11:15 Bandaríska þinghúsið í Washington D.C. Vísir/Getty Í dag er sléttur mánuður þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu. Skoðanakönnunum og stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum ber saman um að Demókratar séu líklegir til þess að fá meirihluta sæta í fulltrúadeildinni. Eins og stendur hafa Repúblikanar 235 sæti, Demókratar hafa 193 og og sjö eru auð. 218 sæti duga til að mynda einfaldan meirihluta. Það væru engin óvænt tíðindi að Demókratar bættu við sig sætum í kosningunum, sem fara fram eftir sléttan mánuð. Það er nærri algild regla að flokkur forsetans tapi í kosningum á miðju kjörtímabili hans. Ekki bætir úr skák að Donald Trump mælist óvinsælli en Barack Obama gerði árið 2010. Þá sögðust 45,5 prósent styðja forsetann, nú 42,2 prósent.Donald Trump og aðrir Repúblikanar hafa því hvatt íhaldssama kjósendur eindregið til þess að skila sér á kjörstað. „Eina ástæðan fyrir því að kjósa Demókrata er sú að þú sért orðinn þreyttur á því að sigra,“ tísti Trump forseti til að mynda í vikunni. Ítarlegasta útgáfa spálíkans tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight tekur tillit til skoðanakannana, fjáröflunar flokkanna, sögunnar og fleiri þátta. Samkvæmt því eru 28,8 prósenta líkur á því að Repúblikanar haldi meirihluta sínum. Líkurnar á því að Demókratar nái meirihluta eru þá 71,2 prósent. Almennt eru bandarískir kjósendur ósáttir við störf fulltrúadeildarinnar en sáttir við sinn fulltrúa. Er það því venjulega töluvert auðveldara að verja sæti sitt en að hirða sæti af sitjandi þingmanni. Það bætir því ekki úr skák fyrir Repúblikana að mun fleiri þingmanna flokksins eru að hætta á þingi en er raunin hjá Demókrötum. Alls eru 39 Repúblikanar að segja það gott og er það mun hærri tala en í undanförnum kosningum.Repúblikanar með forskot í öldungadeildinni Mjótt er á munum í öldungadeildinni eins og staðan er nú, fyrir kosningar. Repúblikanar hafa 51 sæti og Demókratar 47. Tveir eru óháðir en þeir greiða alla jafna atkvæði með Demókrötum og má því segja að staðan í öldungadeildinni sé í raun 51-49. Í ljósi þess að varaforsetinn Mike Pence hefur oddaatkvæði mega Repúblikanar við því að tapa einu sæti án þess að tapa völdum.Eins og venjulega er einungis kosið um þriðjung öldungadeildarþingsæta. Þau eru reyndar 35 talsins í ár. Ætti því að vera mögulegt fyrir Demókrata að ná meirihluta í ljósi óvinsælda ríkisstjórnar Trumps. En málið er flóknara en svo. Af þeim 35 sætum sem kosið er um þurfa Demókratar og hinir tveir óháðu að verja 26 sæti. Þar af tíu í ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum 2016. Þeir þurfa því að treysta á að vinna tveimur fleiri sæti en þeir tapa. Samkvæmt spálíkani FiveThirtyEight eru 78,7 prósenta líkur á að Repúblikanar haldi meirihluta en einungis 21,3 prósenta líkur á að Demókrötum takist ætlunarverk sitt. Forskot Repúblikana í könnunum hefur aukist undanfarnar vikur á meðan mál Bretts Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt til hæstaréttar, hefur verið í hámæli. Þau sæti sem Repúblikanar halda nú og jöfnust barátta er um eru í Tennessee, þar sem Repúblikani leiðir með hálfu prósenti samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClearPolitics tekur saman, í Nevada leiðir Demókrati með 2,3 prósentum, í Arizona leiðir Demókrati með 3,5 prósentum og í Texas leiðir Repúblikani með 4,6 prósentum. Fimm sæti Demókrata þykja hins vegar afar viðkvæm. Útlit er fyrir að Demókratar tapi sæti sínu í Norður-Dakóta, en þar leiðir Repúblikani nú með 8,7 prósentum. Meiri spenna er í Flórída þar sem Demókrati leiðir með 2,4 prósentum, Indiana þar sem Demókrati leiðir með 2,5 prósentum, Missouri þar sem Repúblikani leiðir með 0,4 prósentum og Montana þar sem Demókrati leiðir með þremur prósentum. Gangi þessar skoðanakannanir eftir myndu Demókratar tapa tveimur af sætum sínum. Þeir myndu þó vinna tvö sæti af Repúblikönum. Staðan yrði sem sagt óbreytt í öldungadeildinni.Ríkisstjórastólar gætu skipst jafnt Kosið er um ríkisstjórastólinn í 36 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Eins og stendur halda Repúblikanar 33 ríkisstjórasetrum, Demókratar sextán og einn er óháður. Samkvæmt spá RealClearPolitics er útlit fyrir að Repúblikanar haldi að minnsta kosti 23 sætum og Demókratar 19 en í átta ríkjum er afar mjótt á munum. Einna mest spennandi er baráttan í Flórída. Þar mætast algjörlega andstæðir pólar bandarískra stjórnmála. Demókratinn Andrew Gillum er á meðal þeirra frjálslyndustu í flokki sínum en Repúblikaninn Ron DeSantis er harður íhaldsmaður. Í síðustu tveimur könnunum sem birst hafa mælist Gillum með eins prósentustigs forskot. Forskot hans hefur farið minnkandi undanfarnar vikur en stóð til að mynda í fimm prósentustigum um miðjan september.Demókratar mælast sigurstranglegri í flestum öðrum ríkjum þar sem mjótt er á munum. Það er að segja í Wisconsin, Oregon, Ohio, Nevada og Iowa. Einnig er spenna í Georgíu þar sem Repúblikani mælist með 0,5 prósenta forskot og í Kansas þar sem Repúblikani mælist með eins prósents forskot. Demókratar virðast svo líklegir til þess að hirða fjóra stóla sem Repúblikanar halda og Repúblikanar eru líklegir til að taka stól hins óháða. Verði þetta raunin myndu Repúblikanar samtals halda 25 ríkisstjórastólum og Demókratar 25.Hlutverk þingsins og fyrirkomulag Bandaríska þingið skiptist í tvær deildir, fulltrúa- og öldungadeild. Þingið fer með löggjafarvaldið. Forseti hefur takmarkað neitunarvald og getur sjálfur gefið út tilskipanir. Nokkur munur er á starfi deilda þingsins sem og fyrirkomulagi þeirra. Hvert ríki Bandaríkjanna sendir þingmenn í báðar deildir. Mismargir sitja í fulltrúadeild þingsins frá hverju ríki Bandaríkjanna. Fjöldi þingmanna hvers ríkis er ákveðinn með tilliti til íbúafjölda ríkisins. Þannig eru einhver ríki bara með einn þingmann í fulltrúadeildinni á meðan önnur eru með tugi. Tveir fara hins vegar frá hverju ríki í öldungadeildina, algjörlega óháð íbúafjölda. Sömuleiðis eru kjörtímabilin mislöng. Öldungadeildarþingmenn sitja í sex ár en fulltrúadeildarþingmenn tvö. Þess vegna er bara kosið um rétt rúman þriðjung sæta í öldungadeildinni nú en öll sæti í fulltrúadeildinni. Hlutverk deildanna er líka misjafnt. Öldungadeildin getur ein samþykkt milliríkjasamninga og skipun embættismanna, líkt og margir gætu hafa tekið eftir í máli Bretts Kavanaugh undanfarna daga. Hins vegar sér fulltrúadeildin um almenna alríkislöggjöf. Varaforseti gegnir ávallt hlutverki forseta öldungadeildarinnar en meirihlutinn kemur sér saman um forseta fulltrúadeildar. Ef atkvæðagreiðslur í öldungadeild enda í jafntefli sker varaforsetinn úr um niðurstöðuna. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Sjá meira
Í dag er sléttur mánuður þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu. Skoðanakönnunum og stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum ber saman um að Demókratar séu líklegir til þess að fá meirihluta sæta í fulltrúadeildinni. Eins og stendur hafa Repúblikanar 235 sæti, Demókratar hafa 193 og og sjö eru auð. 218 sæti duga til að mynda einfaldan meirihluta. Það væru engin óvænt tíðindi að Demókratar bættu við sig sætum í kosningunum, sem fara fram eftir sléttan mánuð. Það er nærri algild regla að flokkur forsetans tapi í kosningum á miðju kjörtímabili hans. Ekki bætir úr skák að Donald Trump mælist óvinsælli en Barack Obama gerði árið 2010. Þá sögðust 45,5 prósent styðja forsetann, nú 42,2 prósent.Donald Trump og aðrir Repúblikanar hafa því hvatt íhaldssama kjósendur eindregið til þess að skila sér á kjörstað. „Eina ástæðan fyrir því að kjósa Demókrata er sú að þú sért orðinn þreyttur á því að sigra,“ tísti Trump forseti til að mynda í vikunni. Ítarlegasta útgáfa spálíkans tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight tekur tillit til skoðanakannana, fjáröflunar flokkanna, sögunnar og fleiri þátta. Samkvæmt því eru 28,8 prósenta líkur á því að Repúblikanar haldi meirihluta sínum. Líkurnar á því að Demókratar nái meirihluta eru þá 71,2 prósent. Almennt eru bandarískir kjósendur ósáttir við störf fulltrúadeildarinnar en sáttir við sinn fulltrúa. Er það því venjulega töluvert auðveldara að verja sæti sitt en að hirða sæti af sitjandi þingmanni. Það bætir því ekki úr skák fyrir Repúblikana að mun fleiri þingmanna flokksins eru að hætta á þingi en er raunin hjá Demókrötum. Alls eru 39 Repúblikanar að segja það gott og er það mun hærri tala en í undanförnum kosningum.Repúblikanar með forskot í öldungadeildinni Mjótt er á munum í öldungadeildinni eins og staðan er nú, fyrir kosningar. Repúblikanar hafa 51 sæti og Demókratar 47. Tveir eru óháðir en þeir greiða alla jafna atkvæði með Demókrötum og má því segja að staðan í öldungadeildinni sé í raun 51-49. Í ljósi þess að varaforsetinn Mike Pence hefur oddaatkvæði mega Repúblikanar við því að tapa einu sæti án þess að tapa völdum.Eins og venjulega er einungis kosið um þriðjung öldungadeildarþingsæta. Þau eru reyndar 35 talsins í ár. Ætti því að vera mögulegt fyrir Demókrata að ná meirihluta í ljósi óvinsælda ríkisstjórnar Trumps. En málið er flóknara en svo. Af þeim 35 sætum sem kosið er um þurfa Demókratar og hinir tveir óháðu að verja 26 sæti. Þar af tíu í ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum 2016. Þeir þurfa því að treysta á að vinna tveimur fleiri sæti en þeir tapa. Samkvæmt spálíkani FiveThirtyEight eru 78,7 prósenta líkur á að Repúblikanar haldi meirihluta en einungis 21,3 prósenta líkur á að Demókrötum takist ætlunarverk sitt. Forskot Repúblikana í könnunum hefur aukist undanfarnar vikur á meðan mál Bretts Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt til hæstaréttar, hefur verið í hámæli. Þau sæti sem Repúblikanar halda nú og jöfnust barátta er um eru í Tennessee, þar sem Repúblikani leiðir með hálfu prósenti samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClearPolitics tekur saman, í Nevada leiðir Demókrati með 2,3 prósentum, í Arizona leiðir Demókrati með 3,5 prósentum og í Texas leiðir Repúblikani með 4,6 prósentum. Fimm sæti Demókrata þykja hins vegar afar viðkvæm. Útlit er fyrir að Demókratar tapi sæti sínu í Norður-Dakóta, en þar leiðir Repúblikani nú með 8,7 prósentum. Meiri spenna er í Flórída þar sem Demókrati leiðir með 2,4 prósentum, Indiana þar sem Demókrati leiðir með 2,5 prósentum, Missouri þar sem Repúblikani leiðir með 0,4 prósentum og Montana þar sem Demókrati leiðir með þremur prósentum. Gangi þessar skoðanakannanir eftir myndu Demókratar tapa tveimur af sætum sínum. Þeir myndu þó vinna tvö sæti af Repúblikönum. Staðan yrði sem sagt óbreytt í öldungadeildinni.Ríkisstjórastólar gætu skipst jafnt Kosið er um ríkisstjórastólinn í 36 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Eins og stendur halda Repúblikanar 33 ríkisstjórasetrum, Demókratar sextán og einn er óháður. Samkvæmt spá RealClearPolitics er útlit fyrir að Repúblikanar haldi að minnsta kosti 23 sætum og Demókratar 19 en í átta ríkjum er afar mjótt á munum. Einna mest spennandi er baráttan í Flórída. Þar mætast algjörlega andstæðir pólar bandarískra stjórnmála. Demókratinn Andrew Gillum er á meðal þeirra frjálslyndustu í flokki sínum en Repúblikaninn Ron DeSantis er harður íhaldsmaður. Í síðustu tveimur könnunum sem birst hafa mælist Gillum með eins prósentustigs forskot. Forskot hans hefur farið minnkandi undanfarnar vikur en stóð til að mynda í fimm prósentustigum um miðjan september.Demókratar mælast sigurstranglegri í flestum öðrum ríkjum þar sem mjótt er á munum. Það er að segja í Wisconsin, Oregon, Ohio, Nevada og Iowa. Einnig er spenna í Georgíu þar sem Repúblikani mælist með 0,5 prósenta forskot og í Kansas þar sem Repúblikani mælist með eins prósents forskot. Demókratar virðast svo líklegir til þess að hirða fjóra stóla sem Repúblikanar halda og Repúblikanar eru líklegir til að taka stól hins óháða. Verði þetta raunin myndu Repúblikanar samtals halda 25 ríkisstjórastólum og Demókratar 25.Hlutverk þingsins og fyrirkomulag Bandaríska þingið skiptist í tvær deildir, fulltrúa- og öldungadeild. Þingið fer með löggjafarvaldið. Forseti hefur takmarkað neitunarvald og getur sjálfur gefið út tilskipanir. Nokkur munur er á starfi deilda þingsins sem og fyrirkomulagi þeirra. Hvert ríki Bandaríkjanna sendir þingmenn í báðar deildir. Mismargir sitja í fulltrúadeild þingsins frá hverju ríki Bandaríkjanna. Fjöldi þingmanna hvers ríkis er ákveðinn með tilliti til íbúafjölda ríkisins. Þannig eru einhver ríki bara með einn þingmann í fulltrúadeildinni á meðan önnur eru með tugi. Tveir fara hins vegar frá hverju ríki í öldungadeildina, algjörlega óháð íbúafjölda. Sömuleiðis eru kjörtímabilin mislöng. Öldungadeildarþingmenn sitja í sex ár en fulltrúadeildarþingmenn tvö. Þess vegna er bara kosið um rétt rúman þriðjung sæta í öldungadeildinni nú en öll sæti í fulltrúadeildinni. Hlutverk deildanna er líka misjafnt. Öldungadeildin getur ein samþykkt milliríkjasamninga og skipun embættismanna, líkt og margir gætu hafa tekið eftir í máli Bretts Kavanaugh undanfarna daga. Hins vegar sér fulltrúadeildin um almenna alríkislöggjöf. Varaforseti gegnir ávallt hlutverki forseta öldungadeildarinnar en meirihlutinn kemur sér saman um forseta fulltrúadeildar. Ef atkvæðagreiðslur í öldungadeild enda í jafntefli sker varaforsetinn úr um niðurstöðuna.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent