Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2018 07:30 Brett Kavanaugh. Vísir/EPA Bandaríkin Öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum fengu í gær að skoða skýrslu um afrakstur bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á dómaranum Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. Bakgrunnsrannsóknin var opnuð á ný eftir að Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar kröfðust þess við yfirheyrslur yfir Kavanaugh og sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á níunda áratugnum, að rannsóknin yrði opnuð á ný í ljósi ásakana Ford og annarra kvenna. Repúblikaninn Jeff Flake tók svo undir kröfuna, og kom þannig í veg fyrir að Kavanaugh hefði meirihluta á bak við sig. Í kröfu Flakes á þeim tíma kom fram að hann vildi að rannsóknin yrði ekki lengri en vika og að umfang hennar yrði takmarkað. Við það var staðið og samþykktu Demókratar þá málamiðlun. Dianne Feinstein, æðsti þingmaður Demókrata í nefndinni, og Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata, héldu blaðamannafund um hina nýju skýrslu í gær. „Það merkilegasta við skýrsluna er það sem er ekki í henni. FBI hafði hvorki tal af Brett Kavanaugh né Blasey Ford,“ sagði Feinstein og bætti við: „Það sem við fengum að skoða í dag […] virðist vera afrakstur ókláraðrar rannsóknar. Ef til vill gerði forsetaembættið þessar takmarkanir, ég veit það ekki.“ Feinstein sagði Demókrata hafa samþykkt að umfang rannsóknarinnar yrði takmarkað. „En við samþykktum ekki að forsetaembættið ætti að tjóðra FBI,“ sagði hún. Schumer tók í sama streng og gagnrýndi takmarkanir á umfangi skýrslunnar. „Við ítrekum ákall okkar um það, í ljósi takmarkana á rannsókninni, að þessi skjöl verði gerð opinber. Af hverju ætti almenningur ekki að fá að sjá þetta?“ spurði Schumer en skýrslan var ekki gerð opinber í gær né var henni lekið í fjölmiðla. Bæði gagnrýndu þau að öldungadeildarþingmennirnir, hundrað talsins, hafi einungis fengið eitt eintak til að skoða saman. Repúblikanar eru öllu sáttari við skýrsluna og segja málflutning Demókrata einungis til þess gerðan að tefja. Chuck Grassley, formaður dómsmálanefndarinnar, sagði ekkert í skýrslunni sem nefndin vissi ekki áður. „Rannsóknin leiddi ekki í ljós neinar vísbendingar um illgjörðir og það sama má segja um fyrri sex bakgrunnsrannsóknir sem gerðar hafa verið á Kavanaugh á 25 ára starfsferli hans fyrir hið opinbera,“ sagði formaðurinn. Schumer sagðist hins vegar ósammála orðum hans en útskýrði það ekki frekar. John Kennedy, Repúblikani í dómsmálanefndinni [sem er ekki hluti af hinni frægu Kennedy-fjölskyldu], tók undir með Grassley. „Ég kom ekki auga á neitt sem styður ásakanir á hendur Kavanaugh og sé ekki hvernig nokkur sanngjörn manneskja getur komist að annarri niðurstöðu.“ Forsetinn tjáði sig einnig um rannsóknina á Twitter. „Þetta er í sjöunda skipti sem FBI rannsakar Kavanaugh dómara. Jafnvel þótt rannsóknirnar yrðu hundrað talsins væri það samt ekki nógu gott fyrir Demókrata sem vilja ekkert gera nema tefja og hindra. Atkvæðagreiðsla fer fram í öldungadeildinni í heild í dag um að taka málið til umfjöllunar. Mitch McConnell, þingflokksformaður Repúblikana í öldungadeildinni, hefur svo sagt að atkvæðagreiðslan um sjálfa tilnefninguna fari fram á morgun. Ekki er öruggt að þingmenn greiði atkvæði á sama hátt í atkvæðagreiðslunum tveimur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Bandaríkin Öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum fengu í gær að skoða skýrslu um afrakstur bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á dómaranum Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. Bakgrunnsrannsóknin var opnuð á ný eftir að Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar kröfðust þess við yfirheyrslur yfir Kavanaugh og sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á níunda áratugnum, að rannsóknin yrði opnuð á ný í ljósi ásakana Ford og annarra kvenna. Repúblikaninn Jeff Flake tók svo undir kröfuna, og kom þannig í veg fyrir að Kavanaugh hefði meirihluta á bak við sig. Í kröfu Flakes á þeim tíma kom fram að hann vildi að rannsóknin yrði ekki lengri en vika og að umfang hennar yrði takmarkað. Við það var staðið og samþykktu Demókratar þá málamiðlun. Dianne Feinstein, æðsti þingmaður Demókrata í nefndinni, og Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata, héldu blaðamannafund um hina nýju skýrslu í gær. „Það merkilegasta við skýrsluna er það sem er ekki í henni. FBI hafði hvorki tal af Brett Kavanaugh né Blasey Ford,“ sagði Feinstein og bætti við: „Það sem við fengum að skoða í dag […] virðist vera afrakstur ókláraðrar rannsóknar. Ef til vill gerði forsetaembættið þessar takmarkanir, ég veit það ekki.“ Feinstein sagði Demókrata hafa samþykkt að umfang rannsóknarinnar yrði takmarkað. „En við samþykktum ekki að forsetaembættið ætti að tjóðra FBI,“ sagði hún. Schumer tók í sama streng og gagnrýndi takmarkanir á umfangi skýrslunnar. „Við ítrekum ákall okkar um það, í ljósi takmarkana á rannsókninni, að þessi skjöl verði gerð opinber. Af hverju ætti almenningur ekki að fá að sjá þetta?“ spurði Schumer en skýrslan var ekki gerð opinber í gær né var henni lekið í fjölmiðla. Bæði gagnrýndu þau að öldungadeildarþingmennirnir, hundrað talsins, hafi einungis fengið eitt eintak til að skoða saman. Repúblikanar eru öllu sáttari við skýrsluna og segja málflutning Demókrata einungis til þess gerðan að tefja. Chuck Grassley, formaður dómsmálanefndarinnar, sagði ekkert í skýrslunni sem nefndin vissi ekki áður. „Rannsóknin leiddi ekki í ljós neinar vísbendingar um illgjörðir og það sama má segja um fyrri sex bakgrunnsrannsóknir sem gerðar hafa verið á Kavanaugh á 25 ára starfsferli hans fyrir hið opinbera,“ sagði formaðurinn. Schumer sagðist hins vegar ósammála orðum hans en útskýrði það ekki frekar. John Kennedy, Repúblikani í dómsmálanefndinni [sem er ekki hluti af hinni frægu Kennedy-fjölskyldu], tók undir með Grassley. „Ég kom ekki auga á neitt sem styður ásakanir á hendur Kavanaugh og sé ekki hvernig nokkur sanngjörn manneskja getur komist að annarri niðurstöðu.“ Forsetinn tjáði sig einnig um rannsóknina á Twitter. „Þetta er í sjöunda skipti sem FBI rannsakar Kavanaugh dómara. Jafnvel þótt rannsóknirnar yrðu hundrað talsins væri það samt ekki nógu gott fyrir Demókrata sem vilja ekkert gera nema tefja og hindra. Atkvæðagreiðsla fer fram í öldungadeildinni í heild í dag um að taka málið til umfjöllunar. Mitch McConnell, þingflokksformaður Repúblikana í öldungadeildinni, hefur svo sagt að atkvæðagreiðslan um sjálfa tilnefninguna fari fram á morgun. Ekki er öruggt að þingmenn greiði atkvæði á sama hátt í atkvæðagreiðslunum tveimur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila