Blár var litur kónganna, víkinganna og ríka fólksins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2018 08:30 "Ég fæ hópa í heimsókn til mín á vinnustofuna að kíkja í pottana og allir virðast hafa gaman af,“ segir Guðrún. „Blár litur er fágæti úr náttúrunni, mjög fáar jurtir gefa bláan lit,“ segir Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur, sem á laugardaginn heldur litunarnámskeið í Hespuhúsinu við Andakílsárvirkjun. Þar læra nemendur að nota indígójurtina til að lita blátt, Guðrún segir það aðeins snúnara en hefðbundin jurtalitun. „Indígólitun er skemmtilegt ævintýri því litunarlögurinn er ekki blár heldur gulur og litarefnið getur bara fest stig við ullina í súrefnisleysi en sýnir sig svo þegar bandið kemur upp úr pottinum. Þá kemur í ljós hvort það var of lengi eða of stutt ofan í, hvort liturinn verður dökkur eða ljós. Þetta er í raun dálítil happa- og glappaaðferð. En það er eitt af því óvænta sem heldur manni gangandi.“ Sagan segir að blágresi (Geranium sylvaticum) hafi getað gefið bláan lit en aðferðin við það hafi gleymst þegar kona á Skagaströnd tók hana með sér í gröfina. Líklega var það þó aðeins grátt sem fékkst úr blágresinu en ekki blátt. Grátt virkar blátt innan um aðra liti. Saga bláa litarins er skemmtileg því það var svo erfitt að ná honum fram, að sögn Guðrúnar. „Þess vegna var hann litur kónganna og víkinganna,“ segir hún. „Þeir elskuðu bláa litinn. Hann var tákn valds og ríkidæmis og þess að þeir hefðu ferðast. Það var einmitt málið. Víkingarnir ferðuðust til Noregs og keyptu þar litklæði sem voru meðal annars blá. Norðmenn gátu fengið blátt úr sinni náttúru en ekki við. Woad, eða litunarkarsi eins og tegundin nefnist á íslensku, var besta uppsprettan af bláum lit á landsnámsöld og fram á þá 15. þegar indígó barst til Evrópu og ruddi woad úr sessi.“ Guðrún segir jurtalitun höfða til fólks á öllum aldri og báðum kynjum. „Unga fólkinu finnst þetta spennandi og núna er mikið í tísku að prjóna. Jurtalitun sameinar margt sem fólk fékk áhuga á eftir bankahrunið svo sem að nýta náttúruleg hráefni, halda við gömlum hefðum og gera eitthvað sjálfur. Ég fæ hópa í heimsókn til mín á vinnustofuna að kíkja í pottana og allir virðast hafa gaman af.“ Stór uppskrift verður blönduð á laugardaginn, að sögn Guðrúnar. „Þá getum við sett fleira en hvítt band í pottinn, til dæmis gult og þá verður bandið grænt. Svo er hægt að nota hnútaaðferð til að fá marglitað band. Möguleikarnir í litunarpottinum eru endalausir.“ Námskeiðið er á vegum endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
„Blár litur er fágæti úr náttúrunni, mjög fáar jurtir gefa bláan lit,“ segir Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur, sem á laugardaginn heldur litunarnámskeið í Hespuhúsinu við Andakílsárvirkjun. Þar læra nemendur að nota indígójurtina til að lita blátt, Guðrún segir það aðeins snúnara en hefðbundin jurtalitun. „Indígólitun er skemmtilegt ævintýri því litunarlögurinn er ekki blár heldur gulur og litarefnið getur bara fest stig við ullina í súrefnisleysi en sýnir sig svo þegar bandið kemur upp úr pottinum. Þá kemur í ljós hvort það var of lengi eða of stutt ofan í, hvort liturinn verður dökkur eða ljós. Þetta er í raun dálítil happa- og glappaaðferð. En það er eitt af því óvænta sem heldur manni gangandi.“ Sagan segir að blágresi (Geranium sylvaticum) hafi getað gefið bláan lit en aðferðin við það hafi gleymst þegar kona á Skagaströnd tók hana með sér í gröfina. Líklega var það þó aðeins grátt sem fékkst úr blágresinu en ekki blátt. Grátt virkar blátt innan um aðra liti. Saga bláa litarins er skemmtileg því það var svo erfitt að ná honum fram, að sögn Guðrúnar. „Þess vegna var hann litur kónganna og víkinganna,“ segir hún. „Þeir elskuðu bláa litinn. Hann var tákn valds og ríkidæmis og þess að þeir hefðu ferðast. Það var einmitt málið. Víkingarnir ferðuðust til Noregs og keyptu þar litklæði sem voru meðal annars blá. Norðmenn gátu fengið blátt úr sinni náttúru en ekki við. Woad, eða litunarkarsi eins og tegundin nefnist á íslensku, var besta uppsprettan af bláum lit á landsnámsöld og fram á þá 15. þegar indígó barst til Evrópu og ruddi woad úr sessi.“ Guðrún segir jurtalitun höfða til fólks á öllum aldri og báðum kynjum. „Unga fólkinu finnst þetta spennandi og núna er mikið í tísku að prjóna. Jurtalitun sameinar margt sem fólk fékk áhuga á eftir bankahrunið svo sem að nýta náttúruleg hráefni, halda við gömlum hefðum og gera eitthvað sjálfur. Ég fæ hópa í heimsókn til mín á vinnustofuna að kíkja í pottana og allir virðast hafa gaman af.“ Stór uppskrift verður blönduð á laugardaginn, að sögn Guðrúnar. „Þá getum við sett fleira en hvítt band í pottinn, til dæmis gult og þá verður bandið grænt. Svo er hægt að nota hnútaaðferð til að fá marglitað band. Möguleikarnir í litunarpottinum eru endalausir.“ Námskeiðið er á vegum endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira