Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2018 22:15 Kristján Þór Ebenserson og Rebekka Eiríksdóttir, bændur á Stað í Reykhólasveit. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu, hún spilli túnum og æðarvarpi en einnig votlendi, fuglalífi og birkikjarri. Rætt var við bændur á Stað í Reykhólasveit í fréttum Stöðvar 2. Deilurnar um Teigsskóg og framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit tóku óvænta stefnu í sumar þegar kynnt var sem sáttaleið tillaga norskrar verkfræðistofu um veg þvert yfir mynni Þorskafjarðar með áttahundrað metra langri brú, kölluð R-leið, og var fullyrt að hún myndi kosta svipað.Brúarsporðurinn að austanverðu yrði við jörðina Stað í Reykhólasveit.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Því fer þó fjarri að hún teljist sáttaleið. „Nei, það er engin sátt um R-leið í Reykhólahreppi,“ segir Kristján Þór Ebeneserson, bóndi á Stað í Reykhólasveit. „Og þetta er bara sorglegt að okkar mati að þeir skyldu voga sér að nota þetta orð,“ segir Rebekka Eiríksdóttir.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Tillagan þýddi að Vestfjarðavegur færi í gegnum fjórar bújarðir, sem allar eru nýttar, Stað og Árbæ á Reykjanesi, en einnig jarðirnar Berufjörð og Skáldstaði í botni Berufjarðar en þrjár þessara jarða eru í eigu Staðarbænda. „Við höfum auðvitað bara áhyggjur af okkar framtíð. Þetta er í rauninni framtíðarbreyting á öllu hér og allt óafturkræft. Af því að við erum með fullt af ræktuðu landi og við erum með æðarvarp fyrir neðan. Og það er alveg sama hvort verður tekið af okkur, það verður alltaf geysilegt tjón fyrir okkur,“ segir Rebekka.Jarðirnar Árbær og Staður. Vestfjarðavegur færi um lönd þeirra, ef R-leið verður valin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En jafnframt sé gert ráð fyrir að leggja veginn yfir ósnortna náttúru. „Hér er gríðarlegt votlendi og fuglalíf, - og hríslur og fleira í Berufirði og Skáldstöðum, sem við getum ekki ímyndað okkur annað en að þurfi að skoða eitthvað betur. Við ætlum kannski ekki að segja að það sé betra að eyðileggja annarra manna land. En við vitum allavega hver skaðinn okkar er,“ segir hún. „Og það er þó allavega búseta hér. Það er engin búseta á Hallsteinsnesi eða Grónesi,“ segir Kristján Þór en Teigsskógarleiðin færi um þær jarðir.Leiðarstytting fyrir botn Berufjarðar þýðir að ryðja þarf burt birkikjarri og fara yfir lönd jarðanna Skáldstaða og Berufjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá gera þau athugasemd við að Reykhólahreppur skyldi taka við fimm milljóna króna styrk frá Hagkaupsbræðrum til að kosta norsku skýrsluna. „Já, það er alveg magnað og helvíti hart að við þurfum að fara að eyða sauðfjárinnlegginu okkar til að verja okkur á meðan sveitarfélagið þiggur styrki frá auðmönnum,“ segir Kristján.Jarðirnar Árbær og Staður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kristján og Rebekka krefjast nýs umhverfismats og segjast klárlega ætla að nýta sér allar mögulegar kæruleiðir, verði reynt að fara R-leiðina. „Þetta er líka svolítið sorglegt að sveitarstjórn skuli vera að taka afstöðu gegn íbúum, en afstöðu með einhverjum birkihríslum,“ segir Kristján. „Af því að við þurfum auðvitað öll að standa saman í svona litlu samfélagi,“ segir Rebekka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. 28. maí 2018 22:00 Efast um brúarhugmynd Norðmannanna Vegagerðin telur að þverun Þorskafjarðar, sem norskir ráðgjafar leggja til sem lausn vegamála í Gufudalssveit, sé dýrari lausn en tillögur Vegagerðarinnar um brúargerð gera ráð fyrir. 28. júní 2018 07:27 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu, hún spilli túnum og æðarvarpi en einnig votlendi, fuglalífi og birkikjarri. Rætt var við bændur á Stað í Reykhólasveit í fréttum Stöðvar 2. Deilurnar um Teigsskóg og framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit tóku óvænta stefnu í sumar þegar kynnt var sem sáttaleið tillaga norskrar verkfræðistofu um veg þvert yfir mynni Þorskafjarðar með áttahundrað metra langri brú, kölluð R-leið, og var fullyrt að hún myndi kosta svipað.Brúarsporðurinn að austanverðu yrði við jörðina Stað í Reykhólasveit.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Því fer þó fjarri að hún teljist sáttaleið. „Nei, það er engin sátt um R-leið í Reykhólahreppi,“ segir Kristján Þór Ebeneserson, bóndi á Stað í Reykhólasveit. „Og þetta er bara sorglegt að okkar mati að þeir skyldu voga sér að nota þetta orð,“ segir Rebekka Eiríksdóttir.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Tillagan þýddi að Vestfjarðavegur færi í gegnum fjórar bújarðir, sem allar eru nýttar, Stað og Árbæ á Reykjanesi, en einnig jarðirnar Berufjörð og Skáldstaði í botni Berufjarðar en þrjár þessara jarða eru í eigu Staðarbænda. „Við höfum auðvitað bara áhyggjur af okkar framtíð. Þetta er í rauninni framtíðarbreyting á öllu hér og allt óafturkræft. Af því að við erum með fullt af ræktuðu landi og við erum með æðarvarp fyrir neðan. Og það er alveg sama hvort verður tekið af okkur, það verður alltaf geysilegt tjón fyrir okkur,“ segir Rebekka.Jarðirnar Árbær og Staður. Vestfjarðavegur færi um lönd þeirra, ef R-leið verður valin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En jafnframt sé gert ráð fyrir að leggja veginn yfir ósnortna náttúru. „Hér er gríðarlegt votlendi og fuglalíf, - og hríslur og fleira í Berufirði og Skáldstöðum, sem við getum ekki ímyndað okkur annað en að þurfi að skoða eitthvað betur. Við ætlum kannski ekki að segja að það sé betra að eyðileggja annarra manna land. En við vitum allavega hver skaðinn okkar er,“ segir hún. „Og það er þó allavega búseta hér. Það er engin búseta á Hallsteinsnesi eða Grónesi,“ segir Kristján Þór en Teigsskógarleiðin færi um þær jarðir.Leiðarstytting fyrir botn Berufjarðar þýðir að ryðja þarf burt birkikjarri og fara yfir lönd jarðanna Skáldstaða og Berufjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá gera þau athugasemd við að Reykhólahreppur skyldi taka við fimm milljóna króna styrk frá Hagkaupsbræðrum til að kosta norsku skýrsluna. „Já, það er alveg magnað og helvíti hart að við þurfum að fara að eyða sauðfjárinnlegginu okkar til að verja okkur á meðan sveitarfélagið þiggur styrki frá auðmönnum,“ segir Kristján.Jarðirnar Árbær og Staður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kristján og Rebekka krefjast nýs umhverfismats og segjast klárlega ætla að nýta sér allar mögulegar kæruleiðir, verði reynt að fara R-leiðina. „Þetta er líka svolítið sorglegt að sveitarstjórn skuli vera að taka afstöðu gegn íbúum, en afstöðu með einhverjum birkihríslum,“ segir Kristján. „Af því að við þurfum auðvitað öll að standa saman í svona litlu samfélagi,“ segir Rebekka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. 28. maí 2018 22:00 Efast um brúarhugmynd Norðmannanna Vegagerðin telur að þverun Þorskafjarðar, sem norskir ráðgjafar leggja til sem lausn vegamála í Gufudalssveit, sé dýrari lausn en tillögur Vegagerðarinnar um brúargerð gera ráð fyrir. 28. júní 2018 07:27 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26
Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. 28. maí 2018 22:00
Efast um brúarhugmynd Norðmannanna Vegagerðin telur að þverun Þorskafjarðar, sem norskir ráðgjafar leggja til sem lausn vegamála í Gufudalssveit, sé dýrari lausn en tillögur Vegagerðarinnar um brúargerð gera ráð fyrir. 28. júní 2018 07:27
Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15