Fótbolti

Modric verður ekki kærður fyrir meinsæri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Modric tekur við verðlaunum FIFA sem besti leikmaður heims. Hann getur brosað í dag en er ekki sloppinn.
Modric tekur við verðlaunum FIFA sem besti leikmaður heims. Hann getur brosað í dag en er ekki sloppinn. vísir/getty
Besti knattspyrnumaður heims á þessu ári, Króatinn Luka Modric, verður ekki kærður fyrir meinsæri eins og búist var við.

Dómstóll í Zagreb vísaði máli Modric frá í dag en hann var sakaður um að hafa borið ljúgvitni í máli hins alræmda Zdravko Mamic.

Mamic réði öllu hjá Dinamo Zagreb er Modric var þar. Mamic og þrír stjórnarmenn Zagreb voru allir sakfelldir fyrir fjárdrátt. Mamic flúði til Bosníu áður en hægt var að handtaka hann.

Dómstóllinn sagði að þar sem ekki öll kurl væru komin til grafar í máli Dinamo, og enn væru áfrýjanir í gangi, væri engin ástæða til þess að kæra Modric.

Saksóknari getur áfrýjað þessum úrskurði og ekki víst hvort hann geri það á þessari stundu.


Tengdar fréttir

Modric besti leikmaður HM í Rússlandi

Luka Modric fékk gullboltann á HM í Rússlandi, verðlaunin fyrir besta leikmann keppninnar. Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaðurinn og Harry Kane varð markahrókur keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×