Ótrúleg endurkoma Daniil Kvyat Bragi Þórðarson skrifar 3. október 2018 06:00 Daniil Kvyat er að fá tækifæri í þriðja skiptið. vísir/getty 24 ára rússneski ökumaðurinn Daniil Kvyat er í þriðja skiptið á ferlinum að fá tækifæri hjá liði Toro Rosso í Formúlu 1. Kvyat mun aka fyrir Toro Rosso á næsta tímabili en Rússinn byrjaði feril sinn í Formúlu 1 árið 2014 með liðinu. Ári seinna fékk hann tækifæri hjá Red Bull en nýtti það illa. Eftir aðeins fimm keppnir árið 2016 var Daniil rekinn til baka í Toro Rosso eftir vafasama tilburði á brautinni. Til dæmis klessti Rússinn tvisvar sinnum aftan á Sebastian Vettel í heimakeppni sinni það ár. Daniil tókst aldrei að sanna sig aftur hjá Toro Rosso og var endanlega rekinn frá liðinu árið 2017. Á þessu ári hefur Kvyat starfað sem þróunarökumaður hjá Ferrari. „Hann hefur þroskast mikið persónulega,” sagði Helmut Marko, yfirmaður Red Bull liðanna, í viðtali við Sky. Marko bætti við að honum hefur alltaf fundist Daniil mjög hraður ökumaður, það vantaði bara rétta hugarfarið. Enn er óljóst hver mun aka með Rússanum á næsta ári þar sem Pierre Gasly fer frá Toro Rosso yfir til Red Bull árið 2019. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
24 ára rússneski ökumaðurinn Daniil Kvyat er í þriðja skiptið á ferlinum að fá tækifæri hjá liði Toro Rosso í Formúlu 1. Kvyat mun aka fyrir Toro Rosso á næsta tímabili en Rússinn byrjaði feril sinn í Formúlu 1 árið 2014 með liðinu. Ári seinna fékk hann tækifæri hjá Red Bull en nýtti það illa. Eftir aðeins fimm keppnir árið 2016 var Daniil rekinn til baka í Toro Rosso eftir vafasama tilburði á brautinni. Til dæmis klessti Rússinn tvisvar sinnum aftan á Sebastian Vettel í heimakeppni sinni það ár. Daniil tókst aldrei að sanna sig aftur hjá Toro Rosso og var endanlega rekinn frá liðinu árið 2017. Á þessu ári hefur Kvyat starfað sem þróunarökumaður hjá Ferrari. „Hann hefur þroskast mikið persónulega,” sagði Helmut Marko, yfirmaður Red Bull liðanna, í viðtali við Sky. Marko bætti við að honum hefur alltaf fundist Daniil mjög hraður ökumaður, það vantaði bara rétta hugarfarið. Enn er óljóst hver mun aka með Rússanum á næsta ári þar sem Pierre Gasly fer frá Toro Rosso yfir til Red Bull árið 2019.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira