Óánægja starfsmanna á Bakka með vinnustaðarmenninguna Sveinn Arnarsson skrifar 3. október 2018 07:30 Mikil starfsmannavelta er hjá kísilverksmiðju PCC á Bakka sem gangsett var í apríl í vor. Fréttablaðið/Anton Brink Ólga er meðal starfsmanna PCC á Bakka með stjórnarhætti yfirmanna, vinnuaðstöðu sína og launakjör. Framsýn, stéttarfélag í Þingeyjarsýslum, vinnur nú að samningaviðræðum við PCC og hefur áhyggjur af starfseminni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið mikil starfsmannavelta upp á síðkastið hjá kísilmálmfyrirtækinu og hefur fjöldi manns bæði hætt störfum sjálfviljugur hjá fyrirtækinu og nokkrum verið sagt upp. Af þeim nýju einstaklingum sem hafa komið til starfa er meirihlutinn frá Eistlandi. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir málið alvarlegt og unnið sé að því að fá fund með starfsmönnum um miðjan mánuðinn. „Það er alveg rétt að það hefur verið mikil starfsmannavelta hjá fyrirtækinu. Við erum að fara að funda með starfsmönnum eftir rúma viku þar sem við förum yfir stöðuna. Við erum að undirbúa kjarasamningsgerð þar sem bráðabirgðakjarasamningur rennur út um áramótin,“ segir Aðalsteinn Árni. „Við höfum óskað eftir breytingum á kjarasamningnum. Einnig vitum við af starfsmannaveltu og óánægju sem hefur verið undirliggjandi og það þarf að laga.“ Þar vitnar Aðalsteinn Árni til óánægju starfsfólks með samskipti við yfirmenn og að nokkur kurr sé í starfsfólki. „Við höfum áhyggjur af þessu og þess vegna höfum við verið í sambandi við stjórnendur og óskað eftir því að það yrði tekið á ákveðnum málum til að búa til vinnufrið,“ segir hann. Fréttablaðið reyndi að ná í nýjan forstjóra PCC, Jökul Gunnarsson, en án árangurs. Hann tók við af Hafsteini Viktorssyni um miðjan mánuðinn. Ekki hefur gengið vel að gangsetja báða ofna kísilbræðslunnar og eru áform uppi um að fullum afköstum verði náð fyrir jól. Aðalsteinn Árni segir mikilvægt að bæta þá vinnustaðarmenningu sem hefur ráðið ríkjum hjá PCC. „Ef mannlegu samskiptin eru ekki í lagi þá er þetta í ólagi. Það hefur verið kurr í starfsmönnum yfir ýmsu og menn hafa viljað kalla eftir breytingum á vinnuaðstöðu, launakjörum og vaktafyrirkomulagi en einnig samskiptum við yfirmenn. Undanfarið hafa skjólstæðingar okkar verið ósáttir við stjórnunarstílinn,“ segir formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Ólga er meðal starfsmanna PCC á Bakka með stjórnarhætti yfirmanna, vinnuaðstöðu sína og launakjör. Framsýn, stéttarfélag í Þingeyjarsýslum, vinnur nú að samningaviðræðum við PCC og hefur áhyggjur af starfseminni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið mikil starfsmannavelta upp á síðkastið hjá kísilmálmfyrirtækinu og hefur fjöldi manns bæði hætt störfum sjálfviljugur hjá fyrirtækinu og nokkrum verið sagt upp. Af þeim nýju einstaklingum sem hafa komið til starfa er meirihlutinn frá Eistlandi. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir málið alvarlegt og unnið sé að því að fá fund með starfsmönnum um miðjan mánuðinn. „Það er alveg rétt að það hefur verið mikil starfsmannavelta hjá fyrirtækinu. Við erum að fara að funda með starfsmönnum eftir rúma viku þar sem við förum yfir stöðuna. Við erum að undirbúa kjarasamningsgerð þar sem bráðabirgðakjarasamningur rennur út um áramótin,“ segir Aðalsteinn Árni. „Við höfum óskað eftir breytingum á kjarasamningnum. Einnig vitum við af starfsmannaveltu og óánægju sem hefur verið undirliggjandi og það þarf að laga.“ Þar vitnar Aðalsteinn Árni til óánægju starfsfólks með samskipti við yfirmenn og að nokkur kurr sé í starfsfólki. „Við höfum áhyggjur af þessu og þess vegna höfum við verið í sambandi við stjórnendur og óskað eftir því að það yrði tekið á ákveðnum málum til að búa til vinnufrið,“ segir hann. Fréttablaðið reyndi að ná í nýjan forstjóra PCC, Jökul Gunnarsson, en án árangurs. Hann tók við af Hafsteini Viktorssyni um miðjan mánuðinn. Ekki hefur gengið vel að gangsetja báða ofna kísilbræðslunnar og eru áform uppi um að fullum afköstum verði náð fyrir jól. Aðalsteinn Árni segir mikilvægt að bæta þá vinnustaðarmenningu sem hefur ráðið ríkjum hjá PCC. „Ef mannlegu samskiptin eru ekki í lagi þá er þetta í ólagi. Það hefur verið kurr í starfsmönnum yfir ýmsu og menn hafa viljað kalla eftir breytingum á vinnuaðstöðu, launakjörum og vaktafyrirkomulagi en einnig samskiptum við yfirmenn. Undanfarið hafa skjólstæðingar okkar verið ósáttir við stjórnunarstílinn,“ segir formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira