Strandaglópar Primera gramir eftir gjaldþrotið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2018 07:00 Margir áttu miða í eina af vélum Primera á milli Bretlandseyja og Norður-Ameríku en komast ekki leiðar sinnar vegna gjaldþrotsins. Fréttablaðið/Haraldur Fjölmargir sem áttu flugmiða á milli Bretlands og Norður-Ameríku með Primera Air hafa lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum og í viðtölum við erlenda fjölmiðla vegna gjaldþrots flugfélagsins. Strandaglópar kvarta yfir skorti á upplýsingum fyrir og eftir að tilkynnt var um gjaldþrot á mánudaginn. Hin kanadíska Angela Dorau sagði við BBC að hún væri föst í París með eiginmanni sínum. Þau væru á ódýru vegahóteli að reyna að galdra fram pening fyrir farinu heim. Annar viðmælandi BBC, neminn Pavithra Priyadarshini, sagðist fyrst hafa frétt að flugi hennar til Lundúna hefði verið aflýst þegar hún kom á flugvöllinn. Töluverða reiði hefur einnig mátt greina á Twitter. Bretinn Larry Litzgerald kvartaði þar yfir því að hann hafi verið í röð inn í vélina þegar fluginu var aflýst og sagði einfaldlega „drepið mig“. Hin breska Lindsay Learns sagðist hafa lent í sömu stöðu en Nikki Luxford sagðist miður sín. Flugfélagið hefði eyðilagt draumafríið. Eigandi Primera Air og forstjóri er Andri Már Ingólfsson en flugfélagið er hins vegar skráð í Danmörku og með höfuðstöðvar þar. Danskir miðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga. DR fjallaði til að mynda um að fyrirtækið Flyhjælp, sem sérhæfir sig í að framfylgja bótakröfum farþega flugfélaga, hafi sýslað með kröfur rúmlega 4.000 farþega Primera Air sem muni líklega aldrei fá bæturnar. Ferðaskrifstofan Heimsferðir, systurfélag Primera Air, flytur þá farþega til Íslands sem Primera Air átti að flytja, hafi viðkomandi keypt miða sinn í gegnum ferðaskrifstofuna. Í samtali við Ríkisútvarpið sagði Tómas Gestsson framkvæmdastjóri að vel hafi tekist að leysa úr málum þeirra hundrað farþega sem þáðu boð ferðaskrifstofunnar. Fimmtíu komu til landsins frá Alicante í gær og jafnmargir frá Tenerife í dag. Hlutabréf í Arion banka lækkuðu um 5,76 prósent í gær. Má rekja lækkunina til þess að bankinn upplýsti að hann muni tapa allt að 1,8 milljörðum króna á falli Primera Air. Flugfélagið var þó ekki nafngreint í tilkynningu bankans. Hvorki náðist í Andra Má, forstjóra Primera Air, né Hrafn Þorgeirsson framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Fjölmargir sem áttu flugmiða á milli Bretlands og Norður-Ameríku með Primera Air hafa lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum og í viðtölum við erlenda fjölmiðla vegna gjaldþrots flugfélagsins. Strandaglópar kvarta yfir skorti á upplýsingum fyrir og eftir að tilkynnt var um gjaldþrot á mánudaginn. Hin kanadíska Angela Dorau sagði við BBC að hún væri föst í París með eiginmanni sínum. Þau væru á ódýru vegahóteli að reyna að galdra fram pening fyrir farinu heim. Annar viðmælandi BBC, neminn Pavithra Priyadarshini, sagðist fyrst hafa frétt að flugi hennar til Lundúna hefði verið aflýst þegar hún kom á flugvöllinn. Töluverða reiði hefur einnig mátt greina á Twitter. Bretinn Larry Litzgerald kvartaði þar yfir því að hann hafi verið í röð inn í vélina þegar fluginu var aflýst og sagði einfaldlega „drepið mig“. Hin breska Lindsay Learns sagðist hafa lent í sömu stöðu en Nikki Luxford sagðist miður sín. Flugfélagið hefði eyðilagt draumafríið. Eigandi Primera Air og forstjóri er Andri Már Ingólfsson en flugfélagið er hins vegar skráð í Danmörku og með höfuðstöðvar þar. Danskir miðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga. DR fjallaði til að mynda um að fyrirtækið Flyhjælp, sem sérhæfir sig í að framfylgja bótakröfum farþega flugfélaga, hafi sýslað með kröfur rúmlega 4.000 farþega Primera Air sem muni líklega aldrei fá bæturnar. Ferðaskrifstofan Heimsferðir, systurfélag Primera Air, flytur þá farþega til Íslands sem Primera Air átti að flytja, hafi viðkomandi keypt miða sinn í gegnum ferðaskrifstofuna. Í samtali við Ríkisútvarpið sagði Tómas Gestsson framkvæmdastjóri að vel hafi tekist að leysa úr málum þeirra hundrað farþega sem þáðu boð ferðaskrifstofunnar. Fimmtíu komu til landsins frá Alicante í gær og jafnmargir frá Tenerife í dag. Hlutabréf í Arion banka lækkuðu um 5,76 prósent í gær. Má rekja lækkunina til þess að bankinn upplýsti að hann muni tapa allt að 1,8 milljörðum króna á falli Primera Air. Flugfélagið var þó ekki nafngreint í tilkynningu bankans. Hvorki náðist í Andra Má, forstjóra Primera Air, né Hrafn Þorgeirsson framkvæmdastjóra við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira