Katalónar þjarma að Sánchez Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2018 07:00 Quim Torra hélt stefnuræðu sína þegar katalónska þingið kom saman eftir sumarfrí í gær. vísir/epa Quim Torra, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hélt stefnuræðu á héraðsþinginu í gær þar sem hann krafðist þess að spænski forsætisráðherrann Pedro Sánchez samþykkti að haldin yrði atkvæðagreiðsla í héraðinu um sjálfsákvörðunarrétt þess til að lýsa yfir sjálfstæði. Torra setti Sánchez frest fram í nóvember. Hann sagði að ef Sánchez féllist ekki á kröfuna gætu sjálfstæðissinnar ekki lofað því lengur að styðja ríkisstjórn hans. Tveir katalónskir flokkar aðskilnaðarsinna á spænska þinginu verja Sósíalistaflokk Sánchez vantrausti, Esquerra og PDeCAT. Án þeirra er meirihluti á móti ríkisstjórninni. „Það er nauðsynlegt fyrir Sánchez að skuldbinda sig til þessa. Við höfum verið þolinmóðari í garð ríkisstjórnarinnar en almenningur hefur krafið okkur um. Fólk úr okkar röðum er pólitískir fangar, í útlegð og þúsundir hafa verið sóttar til saka,“ sagði Torra og bætti því við að þolinmæði aðskilnaðarsinna væri senn á þrotum. Ekki eru þó allir Katalónar á sama máli og Torra. Xavier Garcia Albiol, leiðtogi Lýðflokksins (PP) í Katalóníu, kallaði í gær eftir afsögn forsetans. Ástæðuna sagði hann vera mótmæli sem áttu sér stað fyrir utan þinghúsið á mánudagskvöld. Mótmælendur lentu þá í átökum við katalónsku lögregluna. Torra hafði sagt þeim að setja þrýsting á stjórn sína í ræðu sem hann flutti sama dag. Á mánudag var ár liðið frá atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu sem dró dilk á eftir sér og leiddi meðal annars til þess að spænska þingið var leyst upp og héraðsstjórnin sótt til saka. Þeir Katalónar sem mættu á kjörstað sögðu langflestir já við sjálfstæði en kjörsókn var tæpur helmingur. Albiol sagði að Lýðflokkurinn myndi skriflega fara fram á afsögn Torra í vikunni. Hann kallaði jafnframt eftir því að Sánchez sliti öll samskipti við héraðsstjórnina. Borgaraflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkur Katalóníu, hefur kallað eftir því að siðanefnd þingsins fordæmi „umsátrið“ um þinghúsið. Formaður flokksins á landsvísu, Albert Rivera, sagði svo að Torra hefði kynt undir starfsemi „ofstækismanna“ og kallað eftir því að ráðist væri gegn ríkinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Quim Torra, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hélt stefnuræðu á héraðsþinginu í gær þar sem hann krafðist þess að spænski forsætisráðherrann Pedro Sánchez samþykkti að haldin yrði atkvæðagreiðsla í héraðinu um sjálfsákvörðunarrétt þess til að lýsa yfir sjálfstæði. Torra setti Sánchez frest fram í nóvember. Hann sagði að ef Sánchez féllist ekki á kröfuna gætu sjálfstæðissinnar ekki lofað því lengur að styðja ríkisstjórn hans. Tveir katalónskir flokkar aðskilnaðarsinna á spænska þinginu verja Sósíalistaflokk Sánchez vantrausti, Esquerra og PDeCAT. Án þeirra er meirihluti á móti ríkisstjórninni. „Það er nauðsynlegt fyrir Sánchez að skuldbinda sig til þessa. Við höfum verið þolinmóðari í garð ríkisstjórnarinnar en almenningur hefur krafið okkur um. Fólk úr okkar röðum er pólitískir fangar, í útlegð og þúsundir hafa verið sóttar til saka,“ sagði Torra og bætti því við að þolinmæði aðskilnaðarsinna væri senn á þrotum. Ekki eru þó allir Katalónar á sama máli og Torra. Xavier Garcia Albiol, leiðtogi Lýðflokksins (PP) í Katalóníu, kallaði í gær eftir afsögn forsetans. Ástæðuna sagði hann vera mótmæli sem áttu sér stað fyrir utan þinghúsið á mánudagskvöld. Mótmælendur lentu þá í átökum við katalónsku lögregluna. Torra hafði sagt þeim að setja þrýsting á stjórn sína í ræðu sem hann flutti sama dag. Á mánudag var ár liðið frá atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu sem dró dilk á eftir sér og leiddi meðal annars til þess að spænska þingið var leyst upp og héraðsstjórnin sótt til saka. Þeir Katalónar sem mættu á kjörstað sögðu langflestir já við sjálfstæði en kjörsókn var tæpur helmingur. Albiol sagði að Lýðflokkurinn myndi skriflega fara fram á afsögn Torra í vikunni. Hann kallaði jafnframt eftir því að Sánchez sliti öll samskipti við héraðsstjórnina. Borgaraflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkur Katalóníu, hefur kallað eftir því að siðanefnd þingsins fordæmi „umsátrið“ um þinghúsið. Formaður flokksins á landsvísu, Albert Rivera, sagði svo að Torra hefði kynt undir starfsemi „ofstækismanna“ og kallað eftir því að ráðist væri gegn ríkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira