Fjórði leikur United í röð án sigurs

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/getty
Ekkert mark var skorað í leik Manchester United og Valencia í Meistaradeild Evrópu en leikið var á Old Trafford í kvöld.

Það er því ljóst að vandræði United halda áfram. Liðið skapaði sér lítið af færum í kvöld og besta færið fékk Romelu Lukaku í síðari hálfleik en skot hans var varið.

Marcus Rashford átti svo gott skot í slá í síðari hálfleik úr aukaspyrnu úr þröngu færi en Valencia átti fá sem engin færi. Lokatölur því markalaust jafntefli.

United er því með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum en Juventus er á toppnum með sex stig. Valencia er með eitt stig eftir tap gegn Juventus í fyrstu umferðinni.

United fær stórleik í næstu umferð Meistaradeildarinnar en þeir spila gegn Juventus á heimavelli eftir þrjár vikur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira