Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Sveinn Arnarsson skrifar 2. október 2018 07:00 Áslaug Thelma Einarsdóttir. Leynd ríkir yfir niðurstöðu fundar stjórnarmanna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Orku náttúrunnar (ON) annars vegar og Áslaugar Thelmu Einarsdóttur hins vegar sem rekin var í síðasta mánuði úr stjórnunarstöðu hjá ON. Á fundinum síðastliðinn fimmtudag sátu Helga Jónsdóttir, tímabundið forstjóri Orkuveitunnar, Berglind Rán Ólafsdóttir, tímabundið forstjóri ON, Áslaug Thelma auk lögmanna beggja aðila. Var þar farið yfir málið. Sameiginlega var tekin ákvörðun á fundinum um að efni hans og niðurstaða yrði aðeins milli þeirra einstaklinga sem sátu téðan fund. Áslaug Thelma gaf vilyrði fyrir því í gær að ræða við blaðamann Fréttablaðsins en stóð ekki við þau orð þegar sóst var eftir því. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, staðfestir að fundurinn hafi átt sér stað og segir að efni hans sé trúnaðarmál þeirra sem sóttu fundinn. „Það er í gangi rannsókn á starfsmannamálum fyrirtækisins og mál Áslaugar er þar á meðal,“ segir Eiríkur. Hann segir enn fremur að uppsögn Áslaugar sé enn í gildi og hafi ekki breyst á fundinum síðasta fimmtudag. Áslaug var rekin sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar ON í síðasta mánuði. ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Málið komst í fjölmiðla eftir ákall eiginmanns Áslaugar Thelmu um að þau fengju að vita ástæður þess að eiginkona hans var látin taka pokann sinn. Opinber umfjöllun um málið hratt af stað nokkurri atburðarás. Bjarni Már Júlíusson, var rekinn sem forstjóri ON fyrir óviðeigandi framkomu og nafni hans, Bjarni Bjarnason, steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Orkuveitunnar. Samhliða þessu á að fara í heildarendurskoðun á vinnustaðamenningu innan Orkuveitunnar og tilteknum starfsmannamálum innan fyrirtækisins. Þegar Bjarni Már var látinn taka pokann sinn átti fyrst að setja Þórð Ásmundsson í starfið. Það var hins vegar afturkallað vegna ásakana í hans garð um kynferðisbrot áður en hann hóf störf hjá fyrirtækinu. Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Leynd ríkir yfir niðurstöðu fundar stjórnarmanna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Orku náttúrunnar (ON) annars vegar og Áslaugar Thelmu Einarsdóttur hins vegar sem rekin var í síðasta mánuði úr stjórnunarstöðu hjá ON. Á fundinum síðastliðinn fimmtudag sátu Helga Jónsdóttir, tímabundið forstjóri Orkuveitunnar, Berglind Rán Ólafsdóttir, tímabundið forstjóri ON, Áslaug Thelma auk lögmanna beggja aðila. Var þar farið yfir málið. Sameiginlega var tekin ákvörðun á fundinum um að efni hans og niðurstaða yrði aðeins milli þeirra einstaklinga sem sátu téðan fund. Áslaug Thelma gaf vilyrði fyrir því í gær að ræða við blaðamann Fréttablaðsins en stóð ekki við þau orð þegar sóst var eftir því. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, staðfestir að fundurinn hafi átt sér stað og segir að efni hans sé trúnaðarmál þeirra sem sóttu fundinn. „Það er í gangi rannsókn á starfsmannamálum fyrirtækisins og mál Áslaugar er þar á meðal,“ segir Eiríkur. Hann segir enn fremur að uppsögn Áslaugar sé enn í gildi og hafi ekki breyst á fundinum síðasta fimmtudag. Áslaug var rekin sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar ON í síðasta mánuði. ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Málið komst í fjölmiðla eftir ákall eiginmanns Áslaugar Thelmu um að þau fengju að vita ástæður þess að eiginkona hans var látin taka pokann sinn. Opinber umfjöllun um málið hratt af stað nokkurri atburðarás. Bjarni Már Júlíusson, var rekinn sem forstjóri ON fyrir óviðeigandi framkomu og nafni hans, Bjarni Bjarnason, steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Orkuveitunnar. Samhliða þessu á að fara í heildarendurskoðun á vinnustaðamenningu innan Orkuveitunnar og tilteknum starfsmannamálum innan fyrirtækisins. Þegar Bjarni Már var látinn taka pokann sinn átti fyrst að setja Þórð Ásmundsson í starfið. Það var hins vegar afturkallað vegna ásakana í hans garð um kynferðisbrot áður en hann hóf störf hjá fyrirtækinu.
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15
Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52
Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00