Hommi flytur frétt Haukur Örn Birgisson skrifar 2. október 2018 07:00 Þau merku tímamót áttu sér stað fyrir helgi að látið var af gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin eftir tuttugu ára innheimtu. Nú er ökumönnum frjálst að aka fram og til baka þessa 5.770 metra leið án sérstakrar greiðslu. Eðlilega var þetta tilefni fréttaflutnings og var ein slík frétt flutt á Stöð 2 sama kvöld. Fréttamaðurinn greindi frá því að samgönguráðherra hefði verið síðastur til þess að greiða gjald í göngin, rétt áður en hann opnaði gáttina milli Vesturlands og höfuðborgarinnar. Þetta var fínasta frétt en það var þó inngangurinn að fréttinni sem fangaði athygli mína. „Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin.“ Sambandsstatusinn var svo ítrekaður í miðri fréttinni. Nú spyr ég: hvaða máli skipti það fyrir fréttina að ferðalangarnir hafi verið samkynhneigðir? Höfðu ástir ökumanns og farþega fréttagildi? Hefði fréttamaðurinn sagt frá því ef ferðamennirnir hefðu verið vegan? Ég held að nú til dags sé flestum sléttsama hvort ökumenn bifreiða eru gagnkynhneigðir, samkynhneigðir, svartir, hvítir, grannir eða feitlagnir. Það skiptir bara engu máli og algjör óþarfi er að draga fólk í dilka þegar slík flokkun hefur enga þýðingu fyrir umfjöllunarefnið. Eða finnst fréttamanninum það hafa þýðingu fyrir umfjöllun um hans eigin fréttir að tekið sé fram að hann sé samkynhneigður, eins og gert er í fyrirsögn þessa pistils? Það væri galið, ekki satt? Kannski er þetta óþarfa viðkvæmni í mér og allir sjónvarpsáhorfendur voru skildir eftir í nagandi óvissu um kynhneigð ráðherrans sem opnaði göngin. Ekkert var fjallað um hana. Höfundur er gagnkynhneigður, sefur ekki í náttfötum og finnst vanilluís góður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Þau merku tímamót áttu sér stað fyrir helgi að látið var af gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin eftir tuttugu ára innheimtu. Nú er ökumönnum frjálst að aka fram og til baka þessa 5.770 metra leið án sérstakrar greiðslu. Eðlilega var þetta tilefni fréttaflutnings og var ein slík frétt flutt á Stöð 2 sama kvöld. Fréttamaðurinn greindi frá því að samgönguráðherra hefði verið síðastur til þess að greiða gjald í göngin, rétt áður en hann opnaði gáttina milli Vesturlands og höfuðborgarinnar. Þetta var fínasta frétt en það var þó inngangurinn að fréttinni sem fangaði athygli mína. „Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin.“ Sambandsstatusinn var svo ítrekaður í miðri fréttinni. Nú spyr ég: hvaða máli skipti það fyrir fréttina að ferðalangarnir hafi verið samkynhneigðir? Höfðu ástir ökumanns og farþega fréttagildi? Hefði fréttamaðurinn sagt frá því ef ferðamennirnir hefðu verið vegan? Ég held að nú til dags sé flestum sléttsama hvort ökumenn bifreiða eru gagnkynhneigðir, samkynhneigðir, svartir, hvítir, grannir eða feitlagnir. Það skiptir bara engu máli og algjör óþarfi er að draga fólk í dilka þegar slík flokkun hefur enga þýðingu fyrir umfjöllunarefnið. Eða finnst fréttamanninum það hafa þýðingu fyrir umfjöllun um hans eigin fréttir að tekið sé fram að hann sé samkynhneigður, eins og gert er í fyrirsögn þessa pistils? Það væri galið, ekki satt? Kannski er þetta óþarfa viðkvæmni í mér og allir sjónvarpsáhorfendur voru skildir eftir í nagandi óvissu um kynhneigð ráðherrans sem opnaði göngin. Ekkert var fjallað um hana. Höfundur er gagnkynhneigður, sefur ekki í náttfötum og finnst vanilluís góður.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun