Fjarlægja jarðsprengjur á víggirtustu landamærum heims Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2018 12:36 Hermenn Norður-Kóreu skoða hermenn Suður-Kóreu í Panmunjom. Getty/Thomas Imo Hermenn frá bæði Norður- og Suður-Kóreu eru byrjaðir að fjarlægja jarðsprengjur á landamærum ríkjanna. Þar má finna minnst 800 þúsund jarðsprengjur en landamæri eru þau víggirtustu í heimi og hafa verið í áratugi. Hins vegar stendur ekki til að fjarlægja allar sprengjurnar af landamærunum. Leiðtogar ríkjanna, Kim Jong-un og Moon Jae-in, samþykktu á fundi þeirra fyrir skömmu að fjarlægja jarðsprengjur nærri sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna við friðarþorpið svokallaða, Panmunjom. Vonast er til þess að verkið verði klárað á tuttugu dögum. þegar því verður lokið verða varðstöðvar við Panmunjom fjarlægðar og hermenn sem standa þar vörð verða óvopnaðir. Þar að auki stendur til að fjarlægja jarðsprengjur í Cheorwon því ríkin tvö ætla að vinna að því í sameiningu að leita að jarðneskum leifum hermanna sem dóu þar á árum áður. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni er talið að þar megi finna lík um 500 manna.Áætlað er að hefja leitina í apríl á næsta ári. Landamæri ríkjanna ganga undir nafninu Demilitarised Zone eða DMZ og ná þvert yfir Kóreuskagann. Þau eru um 250 kílómetra löng og fjögurra kílómetra breið. Tugir þúsunda hermanna vakta landamærin. Tæpt ár er frá því að hermaður Norður-Kóreu flúði yfir landamærin í Panmunjom og var hann skotinn af öðrum hermönnum einræðisríkisins. Afar sjaldgæft er að einhverjir frá Norður-Kóreu flýi yfir sameiginlegt öryggissvæði ríkjanna (JSA) á landamærunum. Tíu ár voru síðan það gerðist síðast.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Samband ríkjanna virðist þó hafa skánað verulega að undanförnu og hafa Kim og Moon fundað nokkrum sinnum. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Hermenn frá bæði Norður- og Suður-Kóreu eru byrjaðir að fjarlægja jarðsprengjur á landamærum ríkjanna. Þar má finna minnst 800 þúsund jarðsprengjur en landamæri eru þau víggirtustu í heimi og hafa verið í áratugi. Hins vegar stendur ekki til að fjarlægja allar sprengjurnar af landamærunum. Leiðtogar ríkjanna, Kim Jong-un og Moon Jae-in, samþykktu á fundi þeirra fyrir skömmu að fjarlægja jarðsprengjur nærri sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna við friðarþorpið svokallaða, Panmunjom. Vonast er til þess að verkið verði klárað á tuttugu dögum. þegar því verður lokið verða varðstöðvar við Panmunjom fjarlægðar og hermenn sem standa þar vörð verða óvopnaðir. Þar að auki stendur til að fjarlægja jarðsprengjur í Cheorwon því ríkin tvö ætla að vinna að því í sameiningu að leita að jarðneskum leifum hermanna sem dóu þar á árum áður. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni er talið að þar megi finna lík um 500 manna.Áætlað er að hefja leitina í apríl á næsta ári. Landamæri ríkjanna ganga undir nafninu Demilitarised Zone eða DMZ og ná þvert yfir Kóreuskagann. Þau eru um 250 kílómetra löng og fjögurra kílómetra breið. Tugir þúsunda hermanna vakta landamærin. Tæpt ár er frá því að hermaður Norður-Kóreu flúði yfir landamærin í Panmunjom og var hann skotinn af öðrum hermönnum einræðisríkisins. Afar sjaldgæft er að einhverjir frá Norður-Kóreu flýi yfir sameiginlegt öryggissvæði ríkjanna (JSA) á landamærunum. Tíu ár voru síðan það gerðist síðast.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Samband ríkjanna virðist þó hafa skánað verulega að undanförnu og hafa Kim og Moon fundað nokkrum sinnum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira