Aðstoðarmanni heimilt að flytja þrjú dómsmál Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. október 2018 08:00 Aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttir, fékk leyfi til að klára þrjú útistandandi dómsmál eftir að hún hóf störf. Fréttablaðið/GVA „Flest málin sem ég var með voru tekin yfir af öðrum starfsmönnum en það voru þrjú mál sem ég átti eftir að flytja og ég fékk undan þágu til að klára það,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Diljá hefur samhliða aðstoðarmannsstarfinu haldið áfram að sinna lögmennsku hjá lögmannsskrifstofunni Lögmál, nú síðast í Hæstarétti í síðustu viku. Hún kveðst í tímabundnu leyfi frá störfum hjá stofunni en hafa fengið grænt ljós frá ráðuneytisstjóra, þegar hún hóf störf, á að klára útistandandi mál. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta við Fréttablaðið. „En þegar ég flutti mig yfir í febrúar bar ég það undir ráðuneytisstjórann hvort ég gæti klárað útistandandi mál sem ætti eftir að flytja og væru ekki ósamrýmanleg störfum mínum fyrir ráðuneytið,“ segir Diljá.Diljá Mist Einarsdóttir.Þar sem aðstoðarmenn eru pólitískt skipaðir þurfti ráðuneytið að meta mögulega hagsmunaárekstra út frá pólitísku samhengi frekar en stjórnsýsluhlutverki ráðuneytisins. Diljá segir að um hafi verið að ræða þrjú mál sem hafi átt eftir að flytja og þau hafi öll verið þess eðlis að á það var fallist að hún fengi að klára þau, á launum sem aðstoðarmaður ráðherra. Aðstoðarmenn ráðherra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu vegna mikils fjölda þeirra hjá núverandi ríkisstjórn, fá um 1.200 þúsund krónur á mánuði. Diljá segir að hún fái ekki greitt sérstaklega fyrir að flytja málin sem um ræðir. En þegar komi til þess að flytja málin, eins og í Hæstarétti á dögunum sem hafi tekið tvær klukkustundir, fái hún frí í vinnunni sem aðstoðarmaður til að skjótast frá. „Svo bæti ég það upp síðar því ekki minnkar staflinn í ráðuneytinu þó ég skjótist og fari í þessi mál.“ Aðspurð segir hún það vissulega vera fullt starf og rúmlega það að vera aðstoðarmaður ráðherra. „Jú, það er það. Maður er aldrei í fríi. En það er þannig að þegar maður hoppar skyndilega út eins og ég gerði þarna í febrúar þá getur verið rosalega erfitt að setja einhvern annan inn í málin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
„Flest málin sem ég var með voru tekin yfir af öðrum starfsmönnum en það voru þrjú mál sem ég átti eftir að flytja og ég fékk undan þágu til að klára það,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Diljá hefur samhliða aðstoðarmannsstarfinu haldið áfram að sinna lögmennsku hjá lögmannsskrifstofunni Lögmál, nú síðast í Hæstarétti í síðustu viku. Hún kveðst í tímabundnu leyfi frá störfum hjá stofunni en hafa fengið grænt ljós frá ráðuneytisstjóra, þegar hún hóf störf, á að klára útistandandi mál. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta við Fréttablaðið. „En þegar ég flutti mig yfir í febrúar bar ég það undir ráðuneytisstjórann hvort ég gæti klárað útistandandi mál sem ætti eftir að flytja og væru ekki ósamrýmanleg störfum mínum fyrir ráðuneytið,“ segir Diljá.Diljá Mist Einarsdóttir.Þar sem aðstoðarmenn eru pólitískt skipaðir þurfti ráðuneytið að meta mögulega hagsmunaárekstra út frá pólitísku samhengi frekar en stjórnsýsluhlutverki ráðuneytisins. Diljá segir að um hafi verið að ræða þrjú mál sem hafi átt eftir að flytja og þau hafi öll verið þess eðlis að á það var fallist að hún fengi að klára þau, á launum sem aðstoðarmaður ráðherra. Aðstoðarmenn ráðherra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu vegna mikils fjölda þeirra hjá núverandi ríkisstjórn, fá um 1.200 þúsund krónur á mánuði. Diljá segir að hún fái ekki greitt sérstaklega fyrir að flytja málin sem um ræðir. En þegar komi til þess að flytja málin, eins og í Hæstarétti á dögunum sem hafi tekið tvær klukkustundir, fái hún frí í vinnunni sem aðstoðarmaður til að skjótast frá. „Svo bæti ég það upp síðar því ekki minnkar staflinn í ráðuneytinu þó ég skjótist og fari í þessi mál.“ Aðspurð segir hún það vissulega vera fullt starf og rúmlega það að vera aðstoðarmaður ráðherra. „Jú, það er það. Maður er aldrei í fríi. En það er þannig að þegar maður hoppar skyndilega út eins og ég gerði þarna í febrúar þá getur verið rosalega erfitt að setja einhvern annan inn í málin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira