Innlent

Stjarnan vill tíu milljónir úr bæjarsjóði til að vökva gervigrasið

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Til stóð að setja vökvunarkerfi meðfram vellinum þegar skipt var um gervigras í vor.
Til stóð að setja vökvunarkerfi meðfram vellinum þegar skipt var um gervigras í vor. vísir/bára
Forsvarsmenn íþróttafélagsins Stjörnunnar hafa sent bæjaryfirvöldum í Garðabæ erindi þar sem óskað er eftir því að ráðist verði í framkvæmdir við að koma upp vökvunarkerfi á Samsung vellinum.

Til stóð að setja vökvunarkerfi meðfram vellinum þegar skipt var um gervigras í vor. Samkvæmt erindi framkvæmdastjóra Stjörnunnar

tókst ekki að koma því í framkvæmd vegna tímahraks. Þó hafi verið gert ráð fyrir fjármagni í þá framkvæmd.

Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMF Stjörnunnar, segir í erindi sínu að félagið hafi kynnt sér hvernig þessum málum sé háttað hjá bæði Valsmönnum og á nýjum Fylkisvelli.

„Er ljóst að það kerfi sem er nýtt á Fylkisvelli gæti vel gengið á Samsung vellinum okkar hér í Garðabæ, einnig með tilliti til vatnsmagns o.fl. þátta.“

Hvetur félagið bæjaryfirvöld til að halda framkvæmdinni áfram eins og til stóð.

„Áætlað er að kerfi sambærilegt og á Fylkisvelli kosti í kringum 10 milljónir,“ segir að lokum í erindi Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×