Innlent

Geitin komin á sinn stað

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
IKEA-geithafurinn komin á lappir í Kauptúni. Fréttablaðið/Sigtryggur ari
IKEA-geithafurinn komin á lappir í Kauptúni. Fréttablaðið/Sigtryggur ari
IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. Geitin, sem er úr strái, á rætur að rekja til sænskrar hefðar en í bænum Gävle hafa íbúar árum saman reist strágeit í aðdraganda jóla.

Einnig er hefð fyrir tortímingu geitarinnar í Kauptúni. Á síðustu árum hefur hún ýmist fuðrað upp í eldhafi eða liðast í sundur í óveðri.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×