Hvalur hf. sendi tæplega fimmtán hundruð tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði á laugardaginn, áleiðis til Japans og á skipið að sigla með farminn norðausturleiðina, um Norður Íshafið, að því er Morgunblaðið greinir frá.
Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið, sem er töluvert styttri, en á sínum tíma hótuðu umhverfisverndarsamtök sums staðar á hinni hefðbundnu siglingaleið, að koma í veg fyrir að skip á vegum Hvals fengju afgreiðslu eins og olíu og vistir, í erlendum höfnum á leiðinni.
Blaðið hefur eftir Kristjáni Loftssyni forstjóra Hvals að Japanir hafi nú tekið upp alþjóðlegt matskerfi á afurðirnar, sem eigi að liðka fyrir viðskiptunum.
Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans

Tengdar fréttir

Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“
Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times.

Kristján Loftsson tók við frelsisverðlaunum SUS fyrir baráttu sína fyrir hvalveiðum
Frelsisverðlaun Sambands ungra Sjálfstæðismanna voru veitt við hátíðlega athöfn í Valhöll í gærkvöldi.

Ungt fólk frá Íslandi og Japan á kost á dvalarleyfi til skamms tíma
Í dag tekur gildi samkomulag um gagnkvæm tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks á milli Japans og Íslands.