Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Daníel Freyr Birkisson skrifar 17. október 2018 07:00 Frá Mathöllinni við Hlemm. Fréttablaðið/Eyþór Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Miðflokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá.Upphafleg kostnaðaráætlun vegna mathallarinnar hljóðaði upp á 99 milljónir en hún var kynnt í febrúar 2016. Samhliða því var greint frá því að starfsemi mathallarinnar skyldi hefjast síðar á árinu. Raunin varð aftur á móti sú að Hlemmur Mathöll tók til starfa í ágústmánuði ári síðar.Í júlímánuði á þessu ári kom síðan í ljós að kostnaður við framkvæmdirnar nam 308 milljónum króna. Í greinargerðinni segir að það sé óviðunandi að leggja málið til Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem biðtími þar sé of langur.Á borgarstjórnarfundi var einnig tekin fyrir tillaga Sjálfstæðisflokksins um heildarúttekt á framkvæmdum við Nauthólsveg 100. Þar var gamall braggi gerður upp en heildarkostnaður framkvæmdanna hljóðar upp á 415 milljónir króna.Upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 158 milljónum samkvæmt upplýsingum frá borginni.Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, var ómyrkur í máli og sagði að því færi fjarri að um einstök mál væri að ræða. Hann boðaði að flokkurinn myndi á næstu vikum og mánuðum leggja fram fleiri mál sem sýna fram á framúrkeyrslu í framkvæmdum hins opinbera.Að neðan má sjá upptöku frá fundinum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Miðflokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá.Upphafleg kostnaðaráætlun vegna mathallarinnar hljóðaði upp á 99 milljónir en hún var kynnt í febrúar 2016. Samhliða því var greint frá því að starfsemi mathallarinnar skyldi hefjast síðar á árinu. Raunin varð aftur á móti sú að Hlemmur Mathöll tók til starfa í ágústmánuði ári síðar.Í júlímánuði á þessu ári kom síðan í ljós að kostnaður við framkvæmdirnar nam 308 milljónum króna. Í greinargerðinni segir að það sé óviðunandi að leggja málið til Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem biðtími þar sé of langur.Á borgarstjórnarfundi var einnig tekin fyrir tillaga Sjálfstæðisflokksins um heildarúttekt á framkvæmdum við Nauthólsveg 100. Þar var gamall braggi gerður upp en heildarkostnaður framkvæmdanna hljóðar upp á 415 milljónir króna.Upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 158 milljónum samkvæmt upplýsingum frá borginni.Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, var ómyrkur í máli og sagði að því færi fjarri að um einstök mál væri að ræða. Hann boðaði að flokkurinn myndi á næstu vikum og mánuðum leggja fram fleiri mál sem sýna fram á framúrkeyrslu í framkvæmdum hins opinbera.Að neðan má sjá upptöku frá fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira