Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. október 2018 06:00 Bragginn í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Um þriðjungur borgarbúa er á því að ábyrgðin á framúrkeyrslu á kostnaði við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík sé Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Umræddur braggi er fyrir löngu orðinn sá frægasti, og dýrasti, í sögu Íslands. Í upphafi var áætlað að kostnaður við endurbætur og viðbyggingar myndi verða í kringum 150 milljónir króna en þegar þetta er ritað slagar hann í að vera hátt í þrefalt dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Flestir eru sammála um að framúrkeyrslan sé hin alvarlegasta en menn greinir á um hvort, og þá hver, skuli sæta ábyrgð vegna málsins.Mynd/Fréttablaðið.Hópar þeirra sem telja ábyrgðina vera meirihlutans annars vegar eða embættismanna borgarinnar hins vegar eru nánast jafn stórir en hvor um sig er um 26,5 prósent. Um níu prósent telja að hönnuðir og arkitektar beri ábyrgðina á framúrkeyrslunni og rúm fimm prósent telja hana annarra. Í framangreindum tölum hafa þau sem kusu að gefa ekki upp afstöðu sína verið tekin út fyrir sviga en það var tilfellið hjá tæplega fimmtungi svarenda.Sjá einnig:Samfylkingin dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Áhugavert er að skoða afstöðu kynjanna við spurningunni. Karlar eru líklegri til að telja að ábyrgðin sé Dags heldur en konur eða 36 prósent á móti 29 prósentum. 32 prósent kvenna töldu aftur á móti að ábyrgðin væri meirihlutans samanborið við 22 prósent karla. Áþekkt hlutfall kynjanna, um fjórðungur, taldi að embættismenn ættu að sæta ábyrgð. Þá er einnig athyglisvert að skoða skiptinguna eftir aldri. Þeir sem eldri eru voru frekar á því að ábyrgðin væri Dags eða tæplega helmingur svarenda 55 ára og eldri. Sami hópur var einnig ólíklegastur til að benda á meirihlutann í borginni. Sé litið til yngstu kjósenda borgarinnar voru sextán prósent á því að borgarstjóri ætti að sæta ábyrgð en 41 prósent taldi að skella ætti skuldinni á embættismenn.Mynd/FréttablaðiðSamtímis voru kjósendur einnig spurðir um hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Ríflega þriðjungur svarenda var óviss um hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nokkrar sveiflur voru hjá meirihlutaflokkunum þar sem Píratar og Vinstri græn bættu við sig fylgi meðan Samfylkingin tapaði fylgi. Flestir minnihlutaflokkarnir héldu í horfinu að Sósíalistum undanskildum. Fjöldi borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna breytist ekki miðað við kosningarnar í vor. Athyglisvert er að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmestrar hylli hjá þeim sem eru á bilinu 45-54 ára en tæplega 45 prósent þeirra styðja flokkinn. Yngstu kjósendurnir, 18-24 ára, eru flestir á bandi Samfylkingarinnar eða um þriðjungur. Fjórðungur þeirra kysi Sjálfstæðisflokkinn og um fimmtungur Viðreisn. Eldri borgarar borgarinnar kysu flestir Sjálfstæðisflokkinn, tæp 37 prósent, en Samfylkingin og Flokkur fólksins fylgja í kjölfarið. Áhugavert er að fimmtán prósent 65 ára og eldri myndu kjósa Flokk fólksins en flokkurinn kemst varla á blað hjá öðrum aldurshópum. joli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Um þriðjungur borgarbúa er á því að ábyrgðin á framúrkeyrslu á kostnaði við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík sé Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Umræddur braggi er fyrir löngu orðinn sá frægasti, og dýrasti, í sögu Íslands. Í upphafi var áætlað að kostnaður við endurbætur og viðbyggingar myndi verða í kringum 150 milljónir króna en þegar þetta er ritað slagar hann í að vera hátt í þrefalt dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Flestir eru sammála um að framúrkeyrslan sé hin alvarlegasta en menn greinir á um hvort, og þá hver, skuli sæta ábyrgð vegna málsins.Mynd/Fréttablaðið.Hópar þeirra sem telja ábyrgðina vera meirihlutans annars vegar eða embættismanna borgarinnar hins vegar eru nánast jafn stórir en hvor um sig er um 26,5 prósent. Um níu prósent telja að hönnuðir og arkitektar beri ábyrgðina á framúrkeyrslunni og rúm fimm prósent telja hana annarra. Í framangreindum tölum hafa þau sem kusu að gefa ekki upp afstöðu sína verið tekin út fyrir sviga en það var tilfellið hjá tæplega fimmtungi svarenda.Sjá einnig:Samfylkingin dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Áhugavert er að skoða afstöðu kynjanna við spurningunni. Karlar eru líklegri til að telja að ábyrgðin sé Dags heldur en konur eða 36 prósent á móti 29 prósentum. 32 prósent kvenna töldu aftur á móti að ábyrgðin væri meirihlutans samanborið við 22 prósent karla. Áþekkt hlutfall kynjanna, um fjórðungur, taldi að embættismenn ættu að sæta ábyrgð. Þá er einnig athyglisvert að skoða skiptinguna eftir aldri. Þeir sem eldri eru voru frekar á því að ábyrgðin væri Dags eða tæplega helmingur svarenda 55 ára og eldri. Sami hópur var einnig ólíklegastur til að benda á meirihlutann í borginni. Sé litið til yngstu kjósenda borgarinnar voru sextán prósent á því að borgarstjóri ætti að sæta ábyrgð en 41 prósent taldi að skella ætti skuldinni á embættismenn.Mynd/FréttablaðiðSamtímis voru kjósendur einnig spurðir um hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Ríflega þriðjungur svarenda var óviss um hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nokkrar sveiflur voru hjá meirihlutaflokkunum þar sem Píratar og Vinstri græn bættu við sig fylgi meðan Samfylkingin tapaði fylgi. Flestir minnihlutaflokkarnir héldu í horfinu að Sósíalistum undanskildum. Fjöldi borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna breytist ekki miðað við kosningarnar í vor. Athyglisvert er að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmestrar hylli hjá þeim sem eru á bilinu 45-54 ára en tæplega 45 prósent þeirra styðja flokkinn. Yngstu kjósendurnir, 18-24 ára, eru flestir á bandi Samfylkingarinnar eða um þriðjungur. Fjórðungur þeirra kysi Sjálfstæðisflokkinn og um fimmtungur Viðreisn. Eldri borgarar borgarinnar kysu flestir Sjálfstæðisflokkinn, tæp 37 prósent, en Samfylkingin og Flokkur fólksins fylgja í kjölfarið. Áhugavert er að fimmtán prósent 65 ára og eldri myndu kjósa Flokk fólksins en flokkurinn kemst varla á blað hjá öðrum aldurshópum. joli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30
Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58