Stjórnin skoðar tíðar kvartanir undan starfsfólki Félagsbústaða Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. október 2018 08:00 Haraldur Flosi Tryggvason stjórnarformaður segir stjórnina funda daglega um þessar mundir. fréttablaðið/anton brink „Það er á þessu ári sem ég verð var við að samskipti og framkoma við leigutaka sé sérstakt úrlausnarefni,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Félagsbústaða, um tíðar kvartanir leigutaka sem borist hafa um framkomu starfsmanna fyrirtækisins. Hann segir að nú sé verið að leggja drög að því að fram fari þjónustukönnun meðal leigutaka til að stjórnin fái yfirlit um hversu almenn óánægjan er. Haraldur Flosi segir að aðrar ábendingar hafi borist sem þarfnist sértækari yfirferðar. Stjórnin sé að hittast núna til að fara yfir slíkar ábendingar sem þarfnist vandaðrar og skilvirkrar yfirferðar. Hann segir stjórn Félagsbústaða funda daglega þessa dagana enda margt sem mæði á, en tilkynnt var um helgina að framkvæmdastjóri félagsins myndi hætta störfum eftir að ljóst varð að endurbætur á leiguhúsnæði í Breiðholti fóru hundruð milljóna fram úr kostnaðaráætlun. „Það gengur mjög illa að fá hlustun um þessi mál og mér finnst ég ganga alls staðar á veggi,“ segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi um úttektir sem hún hefur óskað eftir að fram fari á starfsemi Félagsbústaða, þar á meðal um viðmót starfsmanna félagsins gagnvart leigjendum. Hún segir fólk hafa samband við sig reglulega þar sem íbúar hjá Félagsbústöðum kvarti undan starfsmönnum og stjórnsýslu fyrirtækisins. Hún hefur farið yfir þessar kvartanir með stjórnarformanni Félagsbústaða.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúo.Vísir/VilhelmFréttablaðið hefur rætt við nokkra leigjendur Félagsbústaða að undanförnu sem lýst hafa viðmóti starfsmanna fyrirtækisins. Kvartanir lúta meðal annars að því að fólk upplifi að fylgst sé með því og einkalíf þess sé ekki virt. „Þegar þetta byrjaði hjá mér sat ég reyndar við dánarbeð pabba og þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni [forstöðumanni Þjónustu- og samskiptasviðs] sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér og ég þyrfti bara að koma og hitta hann heima,“ segir Guðlaugur Pálmason, sem áður hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst reynslu sinni af Félagsbústöðum. Hann segir viðkomandi starfsmann einnig hafa falsað pappíra og til dæmis mætt á heimili hans með útburðartilkynningu og ætlast til að hann undirritaði hana en vottar höfðu þegar ritað nafn sitt á blaðið og vottuðu þannig undirskrift sem ekki var komin á blaðið. Umboðsmaður Alþingis hóf frumkvæðisathugun á málefnum Félagsbústaða árið 2009 og var þeirri athugun ekki lokið fyrr en árið 2016. Athugunin beindist einkum að breytingum sem gera þyrfti til að tryggja réttindavernd leigutaka og skyldu Félagsbústaða til að gæta að skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins meðal annars við uppsögn og riftun leigusamninga. Í áliti umboðsmanns kemur einnig fram að hann hafi fengið athugasemdir frá leigjendum um framgöngu starfsmanna Félagsbústaða hf. í garð leigutaka. „Gripið hafi verið til aðgerða eins og að tilkynna um meint brot á húsreglum eða slæma umgengni án þess að rætt hafi verið við leigutaka eða skýringa leitað hjá þeim. Jafnframt hafa athugasemdir beinst að því að húsmunir leigutaka hafi verið fjarlægðir af starfsmönnum Félagsbústaða hf. úr leiguíbúðum án þess að haft hafi verið samband við leigutaka.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði, hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Félagsbústaða tímabundið. 15. október 2018 11:35 Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
„Það er á þessu ári sem ég verð var við að samskipti og framkoma við leigutaka sé sérstakt úrlausnarefni,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Félagsbústaða, um tíðar kvartanir leigutaka sem borist hafa um framkomu starfsmanna fyrirtækisins. Hann segir að nú sé verið að leggja drög að því að fram fari þjónustukönnun meðal leigutaka til að stjórnin fái yfirlit um hversu almenn óánægjan er. Haraldur Flosi segir að aðrar ábendingar hafi borist sem þarfnist sértækari yfirferðar. Stjórnin sé að hittast núna til að fara yfir slíkar ábendingar sem þarfnist vandaðrar og skilvirkrar yfirferðar. Hann segir stjórn Félagsbústaða funda daglega þessa dagana enda margt sem mæði á, en tilkynnt var um helgina að framkvæmdastjóri félagsins myndi hætta störfum eftir að ljóst varð að endurbætur á leiguhúsnæði í Breiðholti fóru hundruð milljóna fram úr kostnaðaráætlun. „Það gengur mjög illa að fá hlustun um þessi mál og mér finnst ég ganga alls staðar á veggi,“ segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi um úttektir sem hún hefur óskað eftir að fram fari á starfsemi Félagsbústaða, þar á meðal um viðmót starfsmanna félagsins gagnvart leigjendum. Hún segir fólk hafa samband við sig reglulega þar sem íbúar hjá Félagsbústöðum kvarti undan starfsmönnum og stjórnsýslu fyrirtækisins. Hún hefur farið yfir þessar kvartanir með stjórnarformanni Félagsbústaða.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúo.Vísir/VilhelmFréttablaðið hefur rætt við nokkra leigjendur Félagsbústaða að undanförnu sem lýst hafa viðmóti starfsmanna fyrirtækisins. Kvartanir lúta meðal annars að því að fólk upplifi að fylgst sé með því og einkalíf þess sé ekki virt. „Þegar þetta byrjaði hjá mér sat ég reyndar við dánarbeð pabba og þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni [forstöðumanni Þjónustu- og samskiptasviðs] sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér og ég þyrfti bara að koma og hitta hann heima,“ segir Guðlaugur Pálmason, sem áður hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst reynslu sinni af Félagsbústöðum. Hann segir viðkomandi starfsmann einnig hafa falsað pappíra og til dæmis mætt á heimili hans með útburðartilkynningu og ætlast til að hann undirritaði hana en vottar höfðu þegar ritað nafn sitt á blaðið og vottuðu þannig undirskrift sem ekki var komin á blaðið. Umboðsmaður Alþingis hóf frumkvæðisathugun á málefnum Félagsbústaða árið 2009 og var þeirri athugun ekki lokið fyrr en árið 2016. Athugunin beindist einkum að breytingum sem gera þyrfti til að tryggja réttindavernd leigutaka og skyldu Félagsbústaða til að gæta að skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins meðal annars við uppsögn og riftun leigusamninga. Í áliti umboðsmanns kemur einnig fram að hann hafi fengið athugasemdir frá leigjendum um framgöngu starfsmanna Félagsbústaða hf. í garð leigutaka. „Gripið hafi verið til aðgerða eins og að tilkynna um meint brot á húsreglum eða slæma umgengni án þess að rætt hafi verið við leigutaka eða skýringa leitað hjá þeim. Jafnframt hafa athugasemdir beinst að því að húsmunir leigutaka hafi verið fjarlægðir af starfsmönnum Félagsbústaða hf. úr leiguíbúðum án þess að haft hafi verið samband við leigutaka.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði, hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Félagsbústaða tímabundið. 15. október 2018 11:35 Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði, hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Félagsbústaða tímabundið. 15. október 2018 11:35
Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59