Dómsmál Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi fasteignafélagsins Sjöstjörnunnar ehf. sem dæmt var til að greiða rúmar 400 milljónir til þrotabús EK1923 í síðustu viku, mun áfrýja dómnum til Landsréttar. Þetta staðfestir lögmaður Skúla, Heiðar Ásberg Atlason.
Heiðar Ásberg segir ekki hafa verið tekið tillit til þeirra varna sem færðar voru fram í málinu í héraði. Fjöldi vitna hafi gefið skýrslu fyrir dómi en þess sjáist ekki merki í hinum nýfallna dómi. Full ástæða sé til að áfrýja til Landsréttar og það verði gert á næstu vikum.
