Sunnlenskar prjónakonur björguðu gömlu Þingborg Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2018 21:00 Margrét Jónsdóttir og Hildur Hákonardóttir í gamla samkomuhúsinu Þingborg, sem tekið var í notkun árið 1927. Stöð 2/Einar Árnason. Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. Fyrir vikið varðveittist þetta sögufræga samkomuhús með lifandi starfsemi en það reis samhliða hinni miklu Flóaáveitu, var byggt 1927, sama ár og framkvæmdum lauk við áveituna. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2 og þættinum „Um land allt“. Gamla samkomuhúsið að Þingborg má telja afsprengi Flóaáveitunnar en það reis þegar peningarnir flæddu inn í sveitina vegna þessarar miklu áveituframkvæmdar. Árið 1990 lá húsið undir skemmdum en þá tóku sunnlenskar prjónakonur til hendinni. „Það má næstum segja að við höfum verið hústökufólk,“ segir ein Þingborgarkvenna, listakonan Hildur Hákonardóttir, fyrrverandi forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga. Gamla Þingborg stendur við Suðurlandsveg átta kílómetrum austan við Selfoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það var búið að byggja hérna nýju Þingborg en við svona beittum áhrifum okkar til þess að við gætum fengið húsið. Við vildum gjarnan varðveita það og ég hugsa að þessi gjörð okkar hafi orðið til þess að húsið var varðveitt.“ Tilgangurinn var þó sá, að sögn Hildar, að hefja íslensku ullina til vegs og virðingar á ný. Þær vildu gera Þingborg að heimili ullarinnar. „Íslenska ullin var orðin vanvirt. Það var farið að líta á hana sem óhæfa til vinnslu og notkunar. Svo við byrjuðum þetta sem ullarskóla.“ Sem þær kölluðu Ullarskóla Íslands. „Við lagfærðum húsið eftir getu. Sú lagfæring stendur reyndar ennþá. Og svo þjálfuðum við okkur og aðrar upp í að vinna ullina alveg frá grunni, kynnast henni sem hráefni, kynnast möguleikum hennar, - og við erum enn í þessari þróunarvinnu. Og verður að segja að hún verður frekar meira spennandi með hverju árinu, heldur en ekki,“ segir Hildur. Guðni Ágústsson opnar flóðgátt Flóaáveitunnar við Hvítá hjá Brúnastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þingborgarkonur reka jafnframt verslun með ullarvörur í húsinu. Margrét Jónsdóttir ullarkaupmaður og bóndi á Syðra-Velli, segir reksturinn standa undir sér, en viðskiptavinir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. „Það bætist bara heldur í, ár frá ári,“ segir Margrét. Í Þingborg er einnig lítil sýning um sögu Flóaáveitunnar á vegum Byggðasafns Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Flóahreppur Um land allt Tengdar fréttir Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Í þættinum "Um land allt“ er róið með Guðna um Flóaáveituna. Hann segir sögu hennar og lýsir þeim áhrifum sem hún hafði á sunnlenskar sveitir. 15. október 2018 15:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. Fyrir vikið varðveittist þetta sögufræga samkomuhús með lifandi starfsemi en það reis samhliða hinni miklu Flóaáveitu, var byggt 1927, sama ár og framkvæmdum lauk við áveituna. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2 og þættinum „Um land allt“. Gamla samkomuhúsið að Þingborg má telja afsprengi Flóaáveitunnar en það reis þegar peningarnir flæddu inn í sveitina vegna þessarar miklu áveituframkvæmdar. Árið 1990 lá húsið undir skemmdum en þá tóku sunnlenskar prjónakonur til hendinni. „Það má næstum segja að við höfum verið hústökufólk,“ segir ein Þingborgarkvenna, listakonan Hildur Hákonardóttir, fyrrverandi forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga. Gamla Þingborg stendur við Suðurlandsveg átta kílómetrum austan við Selfoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það var búið að byggja hérna nýju Þingborg en við svona beittum áhrifum okkar til þess að við gætum fengið húsið. Við vildum gjarnan varðveita það og ég hugsa að þessi gjörð okkar hafi orðið til þess að húsið var varðveitt.“ Tilgangurinn var þó sá, að sögn Hildar, að hefja íslensku ullina til vegs og virðingar á ný. Þær vildu gera Þingborg að heimili ullarinnar. „Íslenska ullin var orðin vanvirt. Það var farið að líta á hana sem óhæfa til vinnslu og notkunar. Svo við byrjuðum þetta sem ullarskóla.“ Sem þær kölluðu Ullarskóla Íslands. „Við lagfærðum húsið eftir getu. Sú lagfæring stendur reyndar ennþá. Og svo þjálfuðum við okkur og aðrar upp í að vinna ullina alveg frá grunni, kynnast henni sem hráefni, kynnast möguleikum hennar, - og við erum enn í þessari þróunarvinnu. Og verður að segja að hún verður frekar meira spennandi með hverju árinu, heldur en ekki,“ segir Hildur. Guðni Ágústsson opnar flóðgátt Flóaáveitunnar við Hvítá hjá Brúnastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þingborgarkonur reka jafnframt verslun með ullarvörur í húsinu. Margrét Jónsdóttir ullarkaupmaður og bóndi á Syðra-Velli, segir reksturinn standa undir sér, en viðskiptavinir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. „Það bætist bara heldur í, ár frá ári,“ segir Margrét. Í Þingborg er einnig lítil sýning um sögu Flóaáveitunnar á vegum Byggðasafns Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Flóahreppur Um land allt Tengdar fréttir Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Í þættinum "Um land allt“ er róið með Guðna um Flóaáveituna. Hann segir sögu hennar og lýsir þeim áhrifum sem hún hafði á sunnlenskar sveitir. 15. október 2018 15:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Í þættinum "Um land allt“ er róið með Guðna um Flóaáveituna. Hann segir sögu hennar og lýsir þeim áhrifum sem hún hafði á sunnlenskar sveitir. 15. október 2018 15:00