Sunnlenskar prjónakonur björguðu gömlu Þingborg Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2018 21:00 Margrét Jónsdóttir og Hildur Hákonardóttir í gamla samkomuhúsinu Þingborg, sem tekið var í notkun árið 1927. Stöð 2/Einar Árnason. Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. Fyrir vikið varðveittist þetta sögufræga samkomuhús með lifandi starfsemi en það reis samhliða hinni miklu Flóaáveitu, var byggt 1927, sama ár og framkvæmdum lauk við áveituna. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2 og þættinum „Um land allt“. Gamla samkomuhúsið að Þingborg má telja afsprengi Flóaáveitunnar en það reis þegar peningarnir flæddu inn í sveitina vegna þessarar miklu áveituframkvæmdar. Árið 1990 lá húsið undir skemmdum en þá tóku sunnlenskar prjónakonur til hendinni. „Það má næstum segja að við höfum verið hústökufólk,“ segir ein Þingborgarkvenna, listakonan Hildur Hákonardóttir, fyrrverandi forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga. Gamla Þingborg stendur við Suðurlandsveg átta kílómetrum austan við Selfoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það var búið að byggja hérna nýju Þingborg en við svona beittum áhrifum okkar til þess að við gætum fengið húsið. Við vildum gjarnan varðveita það og ég hugsa að þessi gjörð okkar hafi orðið til þess að húsið var varðveitt.“ Tilgangurinn var þó sá, að sögn Hildar, að hefja íslensku ullina til vegs og virðingar á ný. Þær vildu gera Þingborg að heimili ullarinnar. „Íslenska ullin var orðin vanvirt. Það var farið að líta á hana sem óhæfa til vinnslu og notkunar. Svo við byrjuðum þetta sem ullarskóla.“ Sem þær kölluðu Ullarskóla Íslands. „Við lagfærðum húsið eftir getu. Sú lagfæring stendur reyndar ennþá. Og svo þjálfuðum við okkur og aðrar upp í að vinna ullina alveg frá grunni, kynnast henni sem hráefni, kynnast möguleikum hennar, - og við erum enn í þessari þróunarvinnu. Og verður að segja að hún verður frekar meira spennandi með hverju árinu, heldur en ekki,“ segir Hildur. Guðni Ágústsson opnar flóðgátt Flóaáveitunnar við Hvítá hjá Brúnastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þingborgarkonur reka jafnframt verslun með ullarvörur í húsinu. Margrét Jónsdóttir ullarkaupmaður og bóndi á Syðra-Velli, segir reksturinn standa undir sér, en viðskiptavinir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. „Það bætist bara heldur í, ár frá ári,“ segir Margrét. Í Þingborg er einnig lítil sýning um sögu Flóaáveitunnar á vegum Byggðasafns Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Flóahreppur Um land allt Tengdar fréttir Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Í þættinum "Um land allt“ er róið með Guðna um Flóaáveituna. Hann segir sögu hennar og lýsir þeim áhrifum sem hún hafði á sunnlenskar sveitir. 15. október 2018 15:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Þær segjast hafa verið næstum eins og hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. Fyrir vikið varðveittist þetta sögufræga samkomuhús með lifandi starfsemi en það reis samhliða hinni miklu Flóaáveitu, var byggt 1927, sama ár og framkvæmdum lauk við áveituna. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2 og þættinum „Um land allt“. Gamla samkomuhúsið að Þingborg má telja afsprengi Flóaáveitunnar en það reis þegar peningarnir flæddu inn í sveitina vegna þessarar miklu áveituframkvæmdar. Árið 1990 lá húsið undir skemmdum en þá tóku sunnlenskar prjónakonur til hendinni. „Það má næstum segja að við höfum verið hústökufólk,“ segir ein Þingborgarkvenna, listakonan Hildur Hákonardóttir, fyrrverandi forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga. Gamla Þingborg stendur við Suðurlandsveg átta kílómetrum austan við Selfoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það var búið að byggja hérna nýju Þingborg en við svona beittum áhrifum okkar til þess að við gætum fengið húsið. Við vildum gjarnan varðveita það og ég hugsa að þessi gjörð okkar hafi orðið til þess að húsið var varðveitt.“ Tilgangurinn var þó sá, að sögn Hildar, að hefja íslensku ullina til vegs og virðingar á ný. Þær vildu gera Þingborg að heimili ullarinnar. „Íslenska ullin var orðin vanvirt. Það var farið að líta á hana sem óhæfa til vinnslu og notkunar. Svo við byrjuðum þetta sem ullarskóla.“ Sem þær kölluðu Ullarskóla Íslands. „Við lagfærðum húsið eftir getu. Sú lagfæring stendur reyndar ennþá. Og svo þjálfuðum við okkur og aðrar upp í að vinna ullina alveg frá grunni, kynnast henni sem hráefni, kynnast möguleikum hennar, - og við erum enn í þessari þróunarvinnu. Og verður að segja að hún verður frekar meira spennandi með hverju árinu, heldur en ekki,“ segir Hildur. Guðni Ágústsson opnar flóðgátt Flóaáveitunnar við Hvítá hjá Brúnastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þingborgarkonur reka jafnframt verslun með ullarvörur í húsinu. Margrét Jónsdóttir ullarkaupmaður og bóndi á Syðra-Velli, segir reksturinn standa undir sér, en viðskiptavinir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn. „Það bætist bara heldur í, ár frá ári,“ segir Margrét. Í Þingborg er einnig lítil sýning um sögu Flóaáveitunnar á vegum Byggðasafns Árnesinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Flóahreppur Um land allt Tengdar fréttir Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Í þættinum "Um land allt“ er róið með Guðna um Flóaáveituna. Hann segir sögu hennar og lýsir þeim áhrifum sem hún hafði á sunnlenskar sveitir. 15. október 2018 15:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Í þættinum "Um land allt“ er róið með Guðna um Flóaáveituna. Hann segir sögu hennar og lýsir þeim áhrifum sem hún hafði á sunnlenskar sveitir. 15. október 2018 15:00