Danska konungsfjölskyldan birti nýja opinbera ljósmynd af prinsinum í morgun í tilefni af afmælinu. Kristján er annar í röðinni til að erfa dönsku krúnuna af Margréti Þórhildi drottningu, ömmu sinni, á eftir Friðriki, föður sínum.
Kristján prins kom í heiminn þann 15. október árið 2005, klukkan 1.57 að morgni á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Hann var skírður Kristján Valdimar Hinrik Jón, greifi af Monpezat, við athöfn í Kristjánshallarkirkju þann 21. janúar 2006.
Prinsinn var skírður í höfuðið á Kristjáni tíunda, langalangafa sínum, Valdemar Atterdag Danakoungi, og öfum sínum Hinriki prins og John Donaldson.
Kristján prins sækir skóla í Hellerup. Hann á þrjú systkini, Ísabellu (fædd 2007) og tvíburana Vincent og Jósefínu (fædd 2011).